Jamm, þessa dagana er mikið að gerast í BF heiminum ýmist utanlands eða innan. Eins og margir vita hafa verið miklar tilfæringar á mönnum í íslenskum clönum nýlega og mörg hafa verið stofnuð s.s. Fkn, DAK og The Most (endurstofnað). Þegar á heildina er litið held ég að þetta séu merki um það að BF heimurinn sé alls ekki að deyja og mikill áhugi sé fyrir hendi að spila leikinn áfram, vonum a.m.k. hið besta :wink:
Open Cup er kominn vel af stað og hálfnaður nánar tiltekið. Hefur það gengið frekar brösulega að mér sýnist hjá íslensku clönunum. Staðan er eftirfarandi : FUBAR hefur unnið 1 og tapað 4 (tickets 811/1290). .START. hefur unnið 1 og tapað 3 (tickets 483/764) og að lokum hefur 89th unnið 3 og tapað 1 (tickets 942/954).
Af þessu má draga þá ályktun, FUBAR hefur staðið sig misjafnlega en virðist ekki eiga mikla möguleika lengur. START er á bláþræðinum og verður að standa sig vel í næstu leikjum. 89th hefur aftur á móti staðið sig með mikilli prýði og í raun langbest af íslensku clönunum! (hurray fyrir þeim).
Cuppinn hefur farið vel fram og þau lið sem hafa komið mest á óvart yfirhöfuð eru að mínu mati : Certamen, í raun mun sterkt lið en hélt það væri útbrunnið (þess má geta að Fantar unnu þetta lið sælla minninga á sínum tíma. Líklegast einn stærsti sigur ísl bf spilara á erlendri grundu).
47th, hefur staðið sig með prýði þó held ég að hægt sé að segja að .START. hefði tekið þá á góðum degi.
Nú, lítil hreyfing hefur verið á Conquest laddernum að undanförnu nema hvað að mörg lið hafa farið í Hibernating (hvíld) á meðan Open Cup stendur. Staðan á ísl liðum er sem hér segir: FUBAR er í 5 sæti (glæsilegur árangur, til hamingju), .START. er í 8. sæti. I'm liggur í 20. sæti. 89th virðist vera Hibernating, a.m.k. fann ég þá ekki.
Eurocup X er einnig hálfnaður og liðin sem berjast um sigur eru : Dignitas, Mousesport, Incredible Teamaction, Project Evolution, Z-Salamapartio, teamg4u, Inferno Online og frostiis.
Hér kemur smá spá um úrslitin í Eurocup: Mouz vinnur, Dignitas 2. og Inferno í 3. frostiis í 4, project evo í 5, teamg4u í 6, Z-partion í 7 og að lokum IT í 8.
Held að þetta sé aðallega barátta á milli Dignitas (the defenders) og mouz (attackers?) síðan er möguleiki á að Inferno eða frostiis skjóti sér í baráttuna.
Þess má geta að í gær unnu mouz Dignitas í spennandi leik í Market Garden. Þó var sigurinn tæpur. Um var að ræða 4 tap Dignitas í 99 leikjum sem þeir hafa spilað og í raun mikið tap fyrir þá.
Eigum von á skemmtilegri framtíð erlendis frá.
Takk fyrir.
The infamous