Ísland er í fyrsta skipti að fara að taka þátt í Nations Cup í Clanbase, í Battlefield 1942, og er nú loksins búið að velja fyrirliðann.

Það var mál manna að START|DeadMan væri besti kosturinn í hlutverkið og hefur hann nú tekið það að sér.

Hópurinn hefur einnig verið valinn og er hann þannig skipaður:

START (7)
Aim@Me
Yank
Machiavellian
DeadMan
Saxi
Grimmur
DeviouS

I'm (6)
Jólinn
Yankee
Sop|
Opel
Crutic
Kim Larsen

Fkn (4)
Bizzleburp
Iceberg
Djúsi
Vileshout

Fubar (4)
Cheesy
Mr.G
Noosebleed
Nooooooo

89th (3)
IronFirst
Cruel
Goofish

EinnÁBáti (1) :)
Rommel Iceland


Þetta er hinn endanlegi hópur en ef menn sjá sér ekki fært, af einhverjum ástæðum, að taka þátt í þessu eru þeir beðnir um að láta vita sem fyrst þannig að hægt sé að íhuga þá nýja leikmenn í þeirra stað.

Allir þeir sem eru upptaldir hér að ofan hafa fengið sent E-mail frá Clanbase síðunni um að þeim hafi verið addað í liðið. Það er mikilvægt að menn drífi í því að svara þannig að ef einhver vandamál koma upp, sé hægt að kippa þeim í liðinn sem fyrst.

Ef menn hafa af einhverjum ástæðum hafa ekki fengið póstinn eru þeir beðnir um að hafa samband við DeadMan, Ironfist eða Kim Larsen.

Eins og áður segir þá er þetta hópurinn sem var valinn að þessu sinni og skiljanlega eru einhverjir sem telja sig eiga frekar heima þar en einhverjir aðrir.

Ég vil því biðja menn sem ætla að svara þessari grein að vera málefnalegir ef þeir ætla að gagnrýna eitthvað varðandi þetta verkefni og umfram allt að vera ekki með neitt skítkast.

Fh. Team Iceland

Kim Larsen - Árni Stefán