Hegðunarreglur á Vortex.is & [89th] Public Server. Hjá okkur gilda almennar serverreglur eins og að það má ekki drepa menn úr sama liði viljandi, vera kurteis og hlýða adminum og svo framvegis……..Þetta á að vera til skemmtunar fyrir alla.
Dónar og liðleskjur (lamers) verða bannaðir.

Spawncamp er bannað nema á flugvélum.
Við ætlumst til að menn virði þetta og fari ekki inn í aðalbase óvinanna til að campa, stela tækjum eða neitt annað.
Aðalbase óvinanna er sem sagt bannsvæði fyrir allt og alla sem eru á jörðinni.
Ef flugmaður hins vegar stekkur út yfir óvina aðalbase verður hann að koma sér fótgangandi í var og má alls ekki stela tækjum úr aðalbase til að flýja eða til að campa. (jeppar eru á undaþágu frá þessari reglu fyrst um sinn allavega).

Þetta er fyrirkomulag sem mörg klön úti í heimi viðhalda og er þrælskemmtilegt. Enda er það ekki til þess fallið að nýliðar ánetjist leiknum ef þeir eru spawncampaðir í spað !
Með virðingu og von um skilning og góð viðbrögð,
Baldur Örlygsson.