Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Óþolandi einokunarstaða Flugleiða.

í Deiglan fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Flugleiðir er ekki einokunarfélag í þeim skilningi að önnur félög hafa fullan rétt á að fjúga héðan hafi þau áhuga á því. Hins vegar er varla hægt að neita því að Flugleiðir sýna ansi mikla einokunartakta á þeim leiðum sem þeir eru næstum einráðir á og það er ótrúlegt að við skulum sætta okkur við það, en við virðumst gera það samt. Í sambandi við verð og sætanýtingu í Ameríkuflugi þá skil ég ekki þá landafræði eða fjarlægðaskyn sem Flugleiðir fara eftir. Fyrir nokkrum árum keypti ég...

Re: Von á erlendum gesti bráðum ..

í Ferðalög fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Þó að okkur finnist kannski Gullfoss og Geysir frekar þreytt þá eru útlendingar yfirleitt mjög hrifnir af því. Vinur minn frá Bandaríkjunum er líka mjög hrifinn af Bláa lóninu og fer þangað alltaf þegar hann kemur hingað. Útlendingum finnst það alveg meiriháttar. Endilega prófa Þingvelli líka (Gullfoss, Geysir, Þingvellir = Gullni þríhyrningurinn). Svo er líka hægt að fara upp í Borgarfjörð, að Barnafossum, í Húsafell og jafvel í Surtshelli (mjög gaman í birtu og góðu veðri). Svo er líka...

Re: Bílslys!

í Deiglan fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Þetta er mjög sorglegt mál rétt eins og öll önnur umferðaslys sem rekja má til ölvunar og fjölskylda og vinir hinnar látnu eiga allar mínar samúðaróskir. Mig langar þó að benda á eitt í sambandi við ökumanninn, en vil taka það fram að ég er ekki á neinn hátt að taka upp hanskann fyrir hann. Það er nú þannig að fólk bregst misjafnlega við áföllum, oft á furðulegan hátt. Ég veit dæmi um mann sem gekk skælbrosandi og hlæjandi frá borði þegar var nýbúið að bjarga honum úr skipskaða þar sem vinir...

Re: Árni Johnsen í fangelsi!?!?

í Deiglan fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Árni Jhonsen verður að bíta í það súra epli að þó hann haldi hvorki né nái lagi þá ná landslög yfir hann.

Re: Skattar á Íslandi

í Deiglan fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Þegar ég var 13 ára fékk ég vinnu í fiski og það var tekinn af mér skattur. Þar sem ég var ekki orðin 16 hafði ég náttúrulega ekkert skattkort. Ríkið hafði því af mér nær helmininn af þessu litla kaupi sem ég hafði á sumrin þar til ég varð 16 ára. Það kom enginn Davíð og sagði „svona gerum við ekki“ eins og var sagt þegar átti að skattleggja blaðburðabörn. Þetta var samt alveg jafn ósanngjarnt. Fáránlegt kerfi.

Re: Lögregluríkið Ísland

í Deiglan fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Að mínu mati hefur lögreglan misst stjórn á sér alltof oft þegar fjölmiðlafólk er annars vegar. Góð (eða slæm) dæmi um það eru m.a. mál Árna Snævarr og það gerðist niðri á höfn fyrir stuttu þegar lögreglan greip fyrir linsu hjá ljósmyndara og ýtti öðrum til. Auðvitað er það ekki lögreglunnar að ákveða hvaða myndir birtast á síðum dagblaðanna eða að ákveða um hvað er fjallað þar. Ég sá Kastljós í gær (ekki myndbrotin reyndar) og skil vel það sjónarmið lögreglunnar að hún þurfi að geta sinnt...

Re: Veiðiköttur!!

í Kettir fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Það þýðir ekkert að refsa dýrum fyrir eitthvað sem er í eðli þeirra. Hins vegar má reyna að sýna þeim að manni líkar ekki eitthvað háttarlag hjá þeim. Það er vel hægt að skamma ketti og ef kötturinn minn gerir eitthvað af sér þá er hann skammaður og hann verður hálfskömmustulegur á eftir (stundum fúll!). Ef dýrin skilja blíðuhót þá skilja þau líka skammir. Í sambandi við vatnsbununa þá virkar hún bara á minn kisa ef hann kemur inn með fugla.eða mýs. Það er skiljanlega ekki hægt að skamma...

Re: Veiðiköttur!!

í Kettir fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Högninn minn er þokkaleg veiðikló og hann vill oft gleðja mannn með fuglum eða músum (kemur jafnvel með upp í rúm til manns). Það er í rauninni lítið hætt að gera, nema fá sér fleiri bjöllur á hann, því þetta er jú í eðli þeirra. Það er eitt sem hefur þó reynst ágætlega hjá mér og það er að vera með svona úðabrúsa með vatni í og spreyja á hann þegar hann kemur inn með fugl. Honum finnst alveg djöfullegt að fá á sig vatnsbunu og það líður yfirleitt langut tími þar til hann kemur með fugl...

Re: Tvítyngdur sonur

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ég þekki lítinn strák sem er tvítyngdur og er að verða þriggja ára eftir þrjá mánuði. Hann er talsvert á eftir jafnöldrum sínum í báðum málunum en getur þó vel gert sig skiljanlegan. Þetta tekur svolítinn tíma hjá þeim, þar sem þau þurfa ekki aðeins að læra tvö tungumál á sama tíma heldur líka læra að greina á milli þeirra og meta hvenær á að nota hvaða mál. Þetta getur verið dálítið flókið fyrir svona ung börn en örvar þau mjög (allar þessar brautir í heilanum, sem kemur sér vel seinna...

Re: Tvítyngdur sonur

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ég þekki lítinn strák sem er tvítyngdur og er að verða þriggja ára eftir þrjá mánuði. Hann er talsvert á eftir jafnöldrum sínum í báðum málunum en getur þó vel gert sig skiljanlegan. Þetta tekur svolítinn tíma hjá þeim, þar sem þau þurfa ekki aðeins að læra tvö tungumál á sama tíma heldur líka læra að greina á milli þeirra og meta hvenær á að nota hvaða mál. Þetta getur verið dálítið flókið fyrir svona ung börn en örvar þau mjög (allar þessar brautir í heilanum, sem kemur sér vel seinna...

Re: And-reykingafastistar!?!

í Hugi fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Þessi umræða hérna hefur snúist upp í algera vitleysu og skítkast og varla að maður nenni að svara neinu hérna. Ég má þó til með að leggja nokkur orð í belg. Fyrst: Réttur þess sem reykir ekki er meiri en þess sem reykir af þeirri enföldu og viðurkenndu ástæðu að tóbaksreykur er skaðlegur en ferskt loft er það ekki. Svo einfalt er það. Þennan rétt er verið að vernda með lagasetningunni nú. Um þetta á ekki að þurfa að þræta (vísindalega sannað og allt það). Þetta er það sem lögin kveða á um...

Re: And-reykingafastistar!?!

í Hugi fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Í sambandi við reykingar og veitingahús þá er þessi umræða er svolítið komin úr samhengi. Menn eru farnir að rífast um það hvort veitingahús eigi að vera 100% reyklaus eða ekki. Lögin sem eru nú að taka gildi snúast ekki um þetta heldur um þau grundvallarmannréttindi að veitingahús bjóði BÆÐI upp á alveg REYKLAUS svæði fyrir þá sem ekki kjósa beinar eða óbeinar reykingar og svo hinsvegar REYKSVÆÐI fyrir þá sem reykja. Með þessu ættu allir að vera ánægðir. Hins vegar er svo spurning með...

Re: Alvarlegt Mál!

í Kettir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Að því er ég best veit þá er hann á götum borgarinnar, allavega þegar hann er ekki inni á stofnunum, þar sem mér skilst að hann dveljist stundum. Sel það þó ekki dýrara en ég keypti það!

Re: Hvaðan kaupið þið DVD?

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Mér finnast DVD diskar alltof dýrir hér heima og þær myndir sem mig langar að eiga eru sjaldnast til hérna (hér er aðallega e-ð Hollywood mainstream dæmi í gangi). Ég reyni því að kaupa slatta þegar ég fer út. Gallinn við það er sá að þá er ekki íslenskur texti (sem er gott ef maður er t.d. að kaupa teiknimyndir og e-ð sem krakkar vilja horfa á eða þá foreldrar manns sem skilja kannski ekki mikla ensku). Mér finnst samt vanta mikið upp á að þær myndir sem eru seldar hér heima séu með...

Re: Alvarlegt Mál!

í Kettir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég veit ekki hvernig móttökur kallinn fékk á öðrum fjölmiðlum en þeim þar sem ég sá hann. Hann var oft búinn að koma með pokann og segjast vera með kattarófur í honum (sagðist vera fuglavinur)en enginn trúði honum (því hann er þekktur rugludallur)þar til að hann sýndi loksins einhverjum ofan í pokann. Honum var vísað út hið snarasta. Það hefði auðveldlega verið hægt að kæra hann því fólkið vissi hver hann var, en það gerði enginn. Það eru nú um tvö ár síðan ég mætti honum með pokann og of...

Re: Raggi Bjarna og "Smells like a Teen Spirit"

í Rokk fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Mér finnst þetta snilldarútgáfa, alltaf gaman þegar lög sem maður þekkir eru sett í annan búning. Það besta er þó að Raggi hafði ekki heyrt frumútgáfuna og hélt að þetta væri bara ljúfur slagari þegar hann söng lagið. Honum leist víst ekki á blikuna þegar hann heyrði Nirvana útgáfuna eftir á!

Re: Alvarlegt Mál!

í Kettir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Það er alveg ótrúlegt hvað fólk kemst upp með að gera við dýr. Það á og hlýtur bara að vera hægt að kæra svona lagað. Það er jú lögbrot að stela „eigum“ annarra og misþyrma dýrum…annars þekki ég dýraverndunarlögin ekki nógu vel. Ég veit um eitt ógeðslegt dæmi þar sem karl, sem er bilaður á geði, lagði á tímabili leið sína til nokkurra fjölmiðla með poka. Hann vildi láta taka viðtal við sig vegna þess sem hann var með í pokanum og vildi láta mynda innihald hans. Hann var alls staðar rekinn út...

Re: Íslenska er ómetanleg!

í Deiglan fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Að sjálfsögðu þurfum við að vera vakandi um verndun íslenskunnar, bæði gangvart erlendum áhrifum (koma með nothæf nýyrði) og einnig gagnvart hreinum og klárum málfræðilvillum sem börn og ungilingar temja sér sé þeim ekki kennt rétt mál. Hins vegar er tungmálið þannig að þróun og breytingar eru óumflýjanlegar og í raun nauðsynlegar. Nú nota t.d. margir orðið geðveikt yfir allt sem er flott og segja líka að eitthvað sé ógeðslega flott. Þetta tvennt er frekar nýtt af nálinni en hefur skipað sér...

Re: Jafnrétti

í Deiglan fyrir 22 árum, 10 mánuðum
psycho: Ég greini biturleika gagnvart kvenfólki í orðum þínum og ótrúlega fordóma. Þú átt eftir að læra margt um lífið félagi. Það er ástæða fyrir því að konur „röfla“ svona mikið um launamismun. Myndir þú sætta þig við það að manneskja með sömu menntun og þú fengi 30% hærri laun fyrir að vera með píku? Fyndist þér það byggt á sanngirni? Myndir þú bara sætta þig við það? Held ekki. Konur „sækja ekki í“ láglaunastörf, en það er staðreynd að störf þeirra eru sannarlega ekki metin að...

Re: Álfabikarinn

í Heilsa fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég hef ekki enn keypt mér Álfabikar en ætla að gera það fyrr en síðar. Ein vinkona mín prófaði hann og hún segist bara hafa frelsast. Hún var með ofnæmi fyrir eiginlega öllum dömubindum og túrtöppum en getur notað Álfabikarinn án vandræða. Önnur vinkona sem ferðast mikið fékk sér svona og segir að þetta sé allt annað líf, sérstaklega þegar maður er á ferðalögum eða í útilegu. Þetta er því ekki bara einfaldara fyrir okkur heldur er Álfabikarinn mjög umhverfisvænnn og hefur m.a.s. fengið...

Re: Lengi lifi Pixies

í Rokk fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Pixies voru hrikalegt snilldarband og ég get engan vegin gert upp á milli platna þeirra. Ég hef hlustað á þá í rúm 10 ár og er ég þó nokkuð undir þrítugu. Margir gera sér ekki grein fyrir áhrifum þeirra á aðra tónlistarmenn og grúppur en án þeirra hefði t.d. Nirvana aldrei orðið neitt, enda Pixies frumkvöðlar Seattlerokksins svokallaða. PS. Grenivík er ekki beint á móti Akureyri, hún er meira beint á móti Hrísey.

Re: Þunglyndi

í Heilsa fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég þekki þunglyndi úr mínum vinahópi og númer eitt, tvö og þrjú er að segja þínum nánustu hvernig þér líður og hvað þú ert að hugsa. Ekki halda að þú fælir þá í burtu. Fjölskylda manns og bestu vinir vilja allir að manni líði vel og vilja hjálpa manni þegar maður á við vanlíðan að stríða. Þau geta það ekki ef þau vita ekki hvernig þér líður. Það er nauðsynlegt að létta á hjarta sínu og ræða málin. Ef þér finnst erfitt að segja t.d. konunni, foreldrum eða systkinum frá þessu prentaðu þá út...

Re: Benico Del Toro slasast !

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Allt slæmt sem kemur fyrir hann Benicio þykir mér hið allra versta mál því hann er svo ægilega mikill sjarmör…og frábær leikari.

Re: Konuna aftur við eldavélina!

í Deiglan fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Nokkur komment á þennan póst: Ef ekki væri fyrir tilstuðlan og baráttu íslenskra kjarnakvenna væri ég e.t.v. ekki að skrifa þennan póst hér þar sem alls óvíst er að ég hefði rétt til þess að láta í mér heyra á síðum þessa miðils…rétt til þess að eiga tölvu…menntun til þess að kunna á tölvu… Það er rétt að staða kvenna er önnur í dag en hún var og því er ekki hægt að vera að bera nútímann saman við liðna tíð á þennan hátt. Mögrum fannst líka gott og fjölskylduvænt þegar það var ekkert...

Re: DVD- upptaka

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég var að lesa í einhverju dagblaðinu í gær eða fyrradag að einhver nefnd á vegum Evrópusambandsins hyggðist kanna hvort bandarískir kvikmyndaframleiðendur gæfu út tvö kerfi eingöngu til þess að geta selt hið evrópska á mun hærra verði. Ég er nokkuð viss um hvaða niðurstöðu þeir fá. Þetta er svo augljóst finnst mér. Í þessum mikla tækniheimi þar sem tæknin á að þjóna þeim tilgangi að létta okkur ýmis verk og auðvelda okkur lífið skýtur það skökku við að það séu framleidd tvö dvd-kerfi...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok