Ég er lengi búinn að ætla að skrifa þetta:

Flugleiðir og Flugfélag Íslands hafa alveg óþolandi einokunarstöðu hér á landi. Ef maður ætlar að fljúga milli landa eða hér innanlands neyðist maður til að fljúga með öðru flugfélaginu. (Nema á sumrin þegar einstök fyrirtæki bjóða upp á eina eða tvær áætlanaleiðir.)

Um leið og annað flugfélag ætlar að gera sig líklegt til þess að fljúga innanlands er því kaffært. Erlend flugfélög hafa lítinn sem engan áhuga á því að hafa fast áætlunarflug til Íslands og því eru Flugleiðir ráðandi.

Vitið þið t.d. að farþegar frá Íslandi niðurgreiða fargjöld annarra farþega?? Það er þannig.. Hvert sæti í flugvél kostar x mikið. Farþegar frá Keflavík borga rúmlega x fyrir sætið á meðan að farþegar annarsstaðar frá borga minna en x.

Síðan er það nú alveg happa glappa hvort maður fái sætið sem maður borgar fyrir. Flugleiðir yfirbóka til helvítis. Ef það eru 180 sæti í flugvél þá selja flugleiðir 200 sæti og vona að einhverjir mæti ekki í flugið eða séu sáttir við að fá gistingu, 10 þúsund kall og taka næsta flug….

Hér er líka dæmi um hvað félagið leyfir sér:
Vinkona mín fór til Grænlands í vetur. Flugfélag Íslands flýgur þangað redlulega - man ekki hvort það er daglega eða hvað en það skiptir ekki máli. Hún átti að fara á laugardegi. Þá féll flugið niður vegna veðurs - sem er skiljanlegt. FLugvöllurinn er lokaður á sunnudögum og því var henni sagt að mæta á mánudagsmorgun kl. 08:00. Gott mál. Hún mætti þá og var beðin um að bíða - upplýsingar mundu berast kl. 10:00. Það frestaðist reyndar til 11:00 en þá var henni sagt að það yrði ekki flogið vegna þess að þá þyrfti að kalla út áhöfn. Það væri flug daginn eftir og að hún ætti bara að koma aftur þá. Hvers vegna var hún látin mæta ef átti ekki að fljúga? Hún var ekkert sú eina á leið til Grænlands…

Hvað á maður að gera? Það er ekki eins og maður geti flogið með öðru flugfélagi…

Einokunarstaða flugfélaganna er að þessu leyti óþolandi - þau geta leyft sér hvað sem er og enginn svo mikið sem slær á puttana á þeim. Flugfélögin eru ekkert ein um þetta.

Af hverju látum við bjóða okkur upp á þetta? Er það vegna þess að við vitum innst inni að við mundum gera þetta sjálf í svipaðri aðstöðu? Er þetta eðli Íslendinga? Hvað finnst ykkur?