Álfabikarinn Uppruni
Álfabikarinn (The Keeper) kom fyrst fram á sjónarsviðið í Ohio í Bandaríkjunum, þar sem konur hófu að nota frumstæða útgáfu hans um 1930. Skömmu síðar hófst einnota byltingin og tappar og dömubindi urðu aðgengileg fyrir flestar konur. Bikarinn góði var lagður til hliðar og það var ekki fyrr en snemma á sjöunda áratugnum að hann var aftur dreginn fram í dagsljósið af nokkrum konum sem héldu áfram þróun hans.
Hann var viðurkenndur af bandaríska heilbrigðiskerfinu (FDA) árið 1987 og því kanadíska árið 1992.
Einnig fékk Álfabikarinn verðlaun árið 1990 sem merkt framlag á sviði umhverfismála (Ecologue Consumer’s Guide Award).

Notkun
Áður en Álfabikarnum er komið fyrir í fyrsta sinn er litla typpið stytt um helming. Þar sem hann situr mjög neðarlega í leggöngunum getur afgangurinn af því hugsanlega valdið ertingi og margar konur klippa það því alveg af. Þegar Álfabikarnum er komið fyrir er mikilvægt að hendur séu ávallt hreinar.
Gott er að halda honum undir heitu vatni um stund, það bæði velgir hann og mýkir svo að innsetning verður auðveldari.
Því næst er hann brotinn saman eftir endilöngu og efsta brúnin sett upp í leggöngin, þar er takinu sleppt og þá opnast hann.
Örlítil loftgöt ofarlega á Álfabikarnum gera það að verkum að loftjöfnun á sér stað og við það opnast hann. Mjög mikilvægt er að hann opnist fullkomlega því annars getur lekið meðfram honum.
Síðan er honum ýtt rólega upp og gott er að snúa honum einn hring um leið til að tryggja að hann sitji sem best.
Þegar búið er að koma Álfabikarnum fyrir situr hann mjög neðarlega, eða aðeins 1-1 ½ cm frá opi legganganna. Hins vegar getur hann færst aðeins upp á við, við hreyfingu og er það alveg eðlilegt.
Þegar hann er tæmdur er tekið um neðsta hluta hans með tveimur fingrum, eða um typpið ef það hefur ekki verið fjarlægt. Gott er að nota léttan þrýsting frá kviðvöðvunum um leið. Hversu oft þarf að tæma hann fer eftir magni blæðinga en miðað er við að þess þurfi á 4-12 tíma fresti.
Til að þrífa Álfabikarinn má nota vatn, eða vatn og milda sápu en ekki má sjóða hann þar sem hann er úr náttúrulegu gúmmíi sem gæti trosnað og eyðilagst við suðu.
Til að sótthreinsa hann má nota edikslausn: 1 hluti af borðediki á móti 4-6 hlutum af vatni, látið hann liggja í ½ -1 klukkustund og skolið síðan vel í hreinu vatni. Þetta bæði sótthreinsar og tekur lykt ef einhver er.
Við lok blæðinga er Álfabikarinn þveginn mjög vel, þurrkaður og síðan geymdur í litlum bómullarpoka sem fylgir honum.

Ég hef ekki prufað þetta sjálf en hef heyrt að hann sé mjög sniðugur og þægilegur!!
Nánari uppl. á www.alfabikar.is
Just ask yourself: WWCD!