Lengi lifi Pixies Ég hef tekið eftir því að upp á síðkastið er hljómsveitin Pixies farin að vera meira í umræðunni en hún var fyrir nokkrum árum. Eflaust er það því að þakka að gefin var út bestof platan “Death to the Pixies” hér um árið, sem og útgáfu B-sides plötunnar nýlega. Það sem ég hef verið að spá í er hvort það séu ekki til einhverjir hardcore Pixies aðdáendur einhversstaðar… Fyrir svona þremur árum vissi nánast enginn hvaða hljómsveit þetta var (þó svo að hún væri löngu hætt að starfa) og maður var talinn eitthvað skrýtinn að hlusta á þetta “garg”. Þrátt fyrir auknar vinsældir hljómsveitarinnar eru margir sem geta ekki nefnt eina einustu plötu, hvað þá vitað hvaða lög eru á þeim.

Það væri meiriháttar ef Pixies aðdáendur létu heyra í sér og segðu sína skoðun á því hvaða plata er í mestu uppáhaldi (Trompe
Le Monde hjá mér) og hvaða lög þeim þykja best (úff get ekki valið á milli :)). Svo er líka spurning hvaða álit fólk hefur á tónlistinni eftir dauða Pixies, þ.e. það sem Frank Black hefur verið að grúska (t.d. með hinni hræðilegu The Catholics) og svo auðvitað Breeders dæmið hennar Kim Deal.
If you can't convince them, confuse them.