Það er alveg ótrúlegt hve skattar á Íslandi eru á miklum villigötum. Máli mínu til stuðnings ætla ég að nefna nokkra hluti sem fara sérlega í taugarnar á mér.

Í fyrsta lagi er skattprósentan á þessu landi allt of há. Þeir sem hafa möguleika á að svíkja undan skatti gera það flestir án þess að hugsa sig tvisvar um. Þetta gæti reyndar verið frekar spurning um siðferði en háa skattprósentu en ég held samt að þrátt fyrir það að ef skattprósentan væri lægri væri minna um skattsvik.

Svo er það eignarskatturinn, fólk sem er búið að hafa fyrir því að vinna sér inn fyrir íbúð og borga skatta af þeim tekjum þarf að borga AFTUR af þessum peningum. Og ekki er nóg að borga eignarskatt heldur þarf að borga aðra skatta eins og stimpilgjöld o.fl. þegar íbúðin er keypt. Það er engin kostnaður hjá ríkinu bakvið stimpilgjöld, þetta er hrein og bein skattlagning.

Þriðji hluturinn sem ég hef óbeit á er hátekjuskattur. Hátekjuskattur er einn af þeim hlutum sem ég botna bara ekkert í. Að refsa þeim sem skara fram úr með því að setja á þá aukaskattprósentu er engan veginn skynsamlegt. Þeir aðilar sem fá há laun fá þessi laun vegna þess að einhver er tilbúinn að borga þeim þessi laun, þetta er fólk sem býr yfir einhverjum hæfileikum eða reynslu sem gerir þau mikilvæg fyrir viðkomandi fyrirtæki. Fyrir utan þetta þá borga viðkomandi aðilar nú þegar hærri skatta. Þetta er innbyggt í skattkerfið. Ef við tökum einfalt dæmi þá er maður sem er með 100 þús. á mánuði að borga u.þ.b. 40 þúsund í skatt. (100 x 0,4). En maður sem er með 200 þús. á mánuði borgar hinsvega 80 þúsund.
Sanngjarnast væri í raun að hafa bara einn nefskatt. T.d. 25 þúsund á alla yfir 18. Þá myndu þeir sem vinna mikið og afla sér mikilvægrar reynslu fá að njóta þess.

Áður en fólk byrjar að FLAME-A á mig fyrir þessa grein vil ég enda á að segja að ÉG TELST EKKI HÁTEKJUMAÐUR OG ÉG SVÍK EKKI UNDAN SKATTI.
Ég vil líka biðja ykkur um að halda umræðunni málefnalegri.

TAX