Ég reyki ekki og finnst þessi siður ekki til að bæta heilsuna eða útlitið á fólki en ég er eindregið á móti þeim sem reyna að gera reykingamenn að annars flokks þegnum með því að rakka þá niður í pressunni og elta þá eins og hunda eins og Þorgrímur Þráinsson fótboltakjaftæðisrithöfundarsorryassvitleysingur gerir af miklum móð með hálfgerðum fasistatilburðum.

Í dag taka gildi þær reglur sem gera það óheimilt er að reykja á almannafæri. Hér er tekið svolítið djúpt í árinni, fínt er að banna reykingar á veitingastað þar sem fólk er nú að reyna að borða án þess að blanda af sígarettureyk og andremmu næsta manns taki burt matarlystina. Eða á kaffihúsum þar sem gott er að stúka betur af reykingasvæði svo reykur berist alls ekki á milli.

Reykingar á almannafæri er eitthvað sem er alls ekkert hægt að koma í veg fyrir og ætti ekki að reyna þar sem menn eru nú varla verið að eitra íslenska náttúru með því að anda frá sér reyknum. Um fegurðarskyn þeirra sem ýttu þessum lögum úr vör er lítið hægt að fullyrða nema þetta fegurðarskyn sé kannski ein af ástæðum þessa banns.
Í íslenskum lögum er bannað að viðhafa drykkju og vera með sýnilegt áfengi á almannafæri. Lög sem hafa sannað sitt, eða hvað? =)

Ég mæli með því að í dag og út næstu viku safni reykingamenn stubbum sínum saman og hendi þeim svo í garðinn hjá Þorgrími Þráinssyni.

p.s. Bækurnar hans eru lélegar, fótboltastrákur sem lendir í bófamáli og bjargar heiminum, kom þetta ekki fram í amk tveimur bókum eftir hann? =)
—–