Þunglyndi Ég er að detta niður í þunglyndi. Ekki í fyrsta sinn, hef haft þennan djöful að draga öðru hverju síðustu 10 ár, og hef alltaf tekist að ná mér upp aftur með lyfjum eða öðrum aðferðum. Núna er ég hræddur, ég sé bara hvergi glætu framundan, áður gat ég alltaf hugsað “Þetta lagast, þetta er bara tímabundið”. En núna sé ég enga ástæðu til þess að þetta lagist. Finnst allt vera ömurlegt, það er á þrjóskunni einni saman að mér tekst að mæta í vinnuna. <a href=“/romantik/greinar.php?grein_id=21498”>Sambandið</a> við konuna er að fara til andskotans, mér hundleiðist í vinnunni, kem engu í verk, býst við að verða rekinn á hverri stundu. Ég geri ekkert sem sálinn minn segir mér að gera, allir dagar fara í tíma vitleysu. Fjármálin eru á núllinu, ekki bætir það úr skák, þó ég hafi svo sem ekki mestar áhyggjur af þeim.
Það sem skelfir mig mest er að ég er að hugsa öðruvísi um sjálfsmorð og svoleiðis, afsökunum til að gera það EKKI fer fækkandi, það eina sem heldur aftur af mér er að mér finnst þetta svo eigingjarnt gagnvart ættingjum og vinum en sú tilfinning er daufari. Ég meira að segja prófaði að skera mig, bara til að sjá hvort ég væri nógu kaldur (Einn klikkaður) en ég guggnaði. Ég þori ekki að tala um þetta við vini mína, er hræddur um að fæla þá í burtu, þykist vera hress og skemmtilegur en innst inni er ég að missa vitið….