Bílslysið sem varð á sæbrautinni, fyrir utan Kassagerðina. Það er eitt sem mig langar að vita um þetta bílslys, maðurinn sem er að keyra var 27 ára og drukkinn(eða svo greindu þeir frá). Hann keyrir á ljósastaur eftir að hafa misst stjórn á bíl sýnum við framúrakstur á sæbrautinni, og með þeim afleiðingum að 18 stúlka lést við áreksturinn. Mér finnst þetta í rauninni vera morð af gáleysi. Eða hvað finnst ykkur? Maðurinn er gjörsamlega ótryggður fyrir gjörðum sýnum því hann var drukkinn undir stýri. Finnst ykkur að þessi maður ætti að sitja fangelsisvistar? Ég veit ekki hvort að það sé búið að kæra hann eða dæma hann, en mér finnst þetta alveg ótrúlegt, mér finnst persónulega að þessi maður ætti allavega að greiða foreldrum einhverjar bætur og sitja inni fyrir þetta í einhvern tíma. En það er náttúrulega bara mín skoðun á þessu. Mér finnst þetta alveg sorglegt og ég votta aðstandendum stúlkunnar samúð mína. Það er einnig bara grátlegt hversu margir hafa látist í umferðaslysi á síðustu árum. En endilega segið mér til um hvort hægt sé að setja þetta mál sem morð á gáleysi og hvort það sé eitthvað búið að gera í þessu máli. Því ég er mjög forvitinn, mig langar að vita hvort að maðurinn hafi fengið að borga fyrir gjörðir sínar eður ei.

Með samúðarkveðju.

Ray Franco