Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: ísland .. land tækifæranna

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Vissulega eru mörg tækifæri á Íslandi en þau eru oft á tíðum illa eða bara alls ekki nýtt, og að því leyti má segja að Ísland sé ekki land tækifæranna. Landið býður upp á margt fyrir þá sem eiga nægan pening og/eða hafa réttu samböndin. Ég er sammála því að það er ekki alltaf hlaupið að því að erlent menntafólk geti gengið í stöður hérlendis vegna ólíks bakgrunns og menntunar, t.d. í lögfræði. En einhvern vegin held ég samt að læknir frá hvítur Hollandi myndi frekar fá vinnu hérna við sitt...

Re: Eyðsla í föt

í Tíska & útlit fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Eins og sagt hefur verið hérna þá er náttúrulega málið að hver og einn skapi sinn stíl. Það sem mér finnst verst við þessa mainstream tísku er að allir eru eins og snýttir út úr sömu nösinni. Þetta á kannski sérstaklega við um unglingatískuna. Um fataúrvalið á Íslandi hef ég það að segja að mér finnast léleg tískuföt oft vera seld á okurverði. Þetta eru fötin sem unglingar eru að kaupa í 17 og slíkum verslunum. Ég vil frekar kaupa mér færri föt og hafa þau klassískari (það kemur með...

Re: Fóstureyðing

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Smá pæling…en aðeins annar vinkill… Ég var að tala við konu um söguna af Mjallhvíti og dvergunum sjö og konan varð hugsi um stund og sagði “Það eru miklu færri dvergar núna en áður fyrr, maður sér þá varla. Ætli sé búið að finna einhverja lækningu við dvergvexti?” Það er satt hjá konunni, maður sér ekki eins marga dverga og áður fyrr. Lækningin við dvergvextinum er sú að þeir verða aldrei til, þeir fæðast ekki. Samfélagið vill ekki dverga. Við viljum ekki “óæskilegt” fólk í okkar...

Re: Sinnuleysi íslenskra neytenda

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég held því miður að það sé rétt hjá þér (en vona þó ekki…7,9,13…) að þessi umræða verði eins og svo margar, aðeins nokkurra daga svekkelsisþras, og svo verðum við voðalega svartsýn og fúl útaf þessu öllu og langar að komast burt og förum og kaupum okkur miða til Benidorm eða Mallorca til að gleyma þessu öllu og spáum ekki í eða er alveg sama þó að miðinn hafi hækkað um 12 prósent síðan um miðjan síðasta mánuð. Ég meina…maður verður nú að komast í sína sólarlandaferð eftir allt sakmmdegið og...

Re: Sumsé.....taugaveiklun?

í Ljóð fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Prýðilegt, aldeilis ljómandi. Meira, meira.

Re: Sumsé.....taugaveiklun?

í Ljóð fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Príðilegt, aldeilis ljómandi. Meira, meira.

Re: Steve Buscemi

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Hann er skemmtilega ljótur kallinn, en dálítið mistækur, eins og flestir leikrarar. Hann er þó sérstaklega góður í myndum Coen bræðra. Og í Big Daddy á hann eina virkilega fyndna atriðið í þessari annars aulamynd. Það er í lokin þegar hann kemur í vitnastúkuna. Þegar hann er búinn sest hann út í salinn og annar fer í stúkuna, þá kemur skot af Buscemi þar sem hann situr og er að borða melónu. Ég hélt ég yrði ekki eldri, dó næstum því út hlátri. Hann segir ekki neitt en svipururinn á honum…ég...

Re: Finnst ykkur þetta í lagi?

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Mér finnst þetta óþarfa dónaskapur hjá þér. Ég held að við sem Íslendingar vildum gjarnan getað gengið í barstörf og slíkt erlendis án þess að vera með tungumálið alveg á hreinu. Við gerum oft of miklar kröfur til útlendinga, margir tala ekki fullkomna íslensku en gera sitt besta. Ég verð að nefna eitt dæmi og það er fólkið sem vinnur í Kebab-húsinu. Þetta er mestmegnis fólk af erlendum uppruna en mér finnst aðdáunarvert hvað það talar góða íslensku og býður t.d. alltaf góðan dag á íslensku...

Re: Jostein Gaarder

í Bækur fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Fyrir þá sem misstu af Veröld Soffíu í sjónvarpinu þá er hægt að fá myndinna á betri videóleigum borgarinnar.

Re: Jostein Gaarder

í Bækur fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Veröld Soffíu er mjög góð en ég er sammála þeim sem segja að Kapalráðgátan sé skemmtilegri. Fantasíuheimurinn sem Gaarder dregur upp er stórkostlegur og margbrotinn. Ég las þessa bók á ensku en hef líka gluggað í hana aðeins á íslensku. Gallinn við íslensku útgáfuna er sá að útgefandinn hefur misskilið eitthvað því bókin er markaðssett sem barnabók (hún er bæði fyrir börn og fullorðna), með stóru letri og alveg hræðilega ljótri og fráhrindandi kápu. Það er því túlegt að hún fæli marga...

Re: Pulp Fiction

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ef þú horfir á Tarantino myndir þá sérðu að maðurinn hugsar ekkert venjulega, Pulp Fiction ein og sér er gott dæmi um það enda var hún virkilega öðruvísi mynd þegar hún kom út og margir hafa reynt að apa eftir henni, með misjöfnum árangri! Margt í þeim myndum sem Tarantino kemur nálægt er ekkert mjög raunsætt, t.d. í From Dusk Till Dawn, þannig að ég hika ekki við að segja að það er þottþétt sálin úr Marcello sem er í töskunni því að það er meira í hinum geggjaða anda Tarantino. PS. Já, já,...

Re: Þetta toppar allt.

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Það mætti vera sci-fi sem ætti þá bæði við kvikmyndir og bókmenntir.

Re: Myndir sem þú elskar eða hatar!

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Dæmi um nokkrar svona myndir gætu t.d. verið eins og þið segið Dancer In The Dark, Cube, Bad Boy Bubby og líka Happiness Delicatessen Starship Troopers (sem er háðsádeila ef einhver skyldi ekki hafa fattað það…held það séu nokkrir!) Natural Born Killers Happiness Titanic Being John Malkovich Gladiator (booooring) …og Englar alheimsins, en fyrir utan sjálfa mig veit ég aðeins um tvo sem fannst myndin krapp eða urðu fyrir vonbrigðum með hana. Ég held að þetta stafi einkum útaf tveimur atriðum....

Re: Pulp Fiction

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Definately sálin úr Marcellus. Það er miklu meira töff og meira í anda myndarinnar og Tarantino sjálfs heldur en einhverjir demantar. Þetta er eitt það mest brilljant við myndina finnst mér.

Re: BLADE RUNNER

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Director's cut er betri, í henni er ekki voice over (sem framleiðundirnir heimtuðu að hafa). Það er reyndar að koma enn ein útgáfan af Blade Runner (í byrjun næsta árs held ég)þar sem eru margar senur sem eru í hvorugri fyrri útgáfunni, 1982 eða 1994, og alls konar aukadót. Þú getur fengið nánari upplýsingar um þetta á www.bladezone.com og svo er líka til fín bók á borgarbókasafninu um gerð myndarinnar og allan hasarinn á settinu, hún heitir Future Noir, The Making of Blade Runner eftir Paul...

Re: Vísindaskáldsagnamyndir

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Talandi um sjónvarpsþætti…ÞRÍFÆTLINGARNIR (Tripods)!!! PS. Fyrsta serían er komin á DVD. Þetta er “must see” fyrir þá sem ekki sáu þetta á RÚV á sínum tíma og líka fyrir hina sem eru of ungir til að muna eftir þessu (reyndar sýndi RÚV aldrei síðustu seríuna).

Re: Sígarettur, arrrrgh

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég reyki ekki og hef aldrei gert en drekk í hófi og mér finnst allt í lagi að tóbak og áfengi sé verðlagt nokkuð hátt, sér í lagi tóbak þar sem neysla þess hefur áhrif á aðra en þá sem reykja með óbeinum reykingum. Annað gildir um t.d. matvöru og slíkt. Tóbak og áfengi er varningur sem við komumst vel af án, áfengi er munaðarvara…ég get ekki sagt það sama um tóbak! Mér er sama þó fólk reyki svo framarlega sem reykingar þeirra bitna ekki á mér, því ég á að hafa val um hvort það er reykt í...

Re: Íslendingar eru hallærislegir

í Tíska & útlit fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Mér finnst nú yfirborðsmennskan ríða röftum hérna, en tískuheimurinn gengur víst út á það. Það er vissulega góður punktur að hér heima er verið að selja margt “last season” dót á uppsprengdu verði og fatakaupmenn ættu að skammast sín fyrir það. Hins vegar er ég sammála þeim sem segja að menn eigi að skapa sér sinn eigin stíl. Ég þekki vel efnaða konu sem gengur aðeins í dýrum og fínum merkjum, en hallelúja konan hefur engan smekk og samsetningin er vægast sagt hræðileg og hæfir engan vegin...

Re: Vísindaskáldsagnamyndir

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Voðalega virðast fáir hafa séð Brazil. Hún er algjör snilld. Endilega taka hana. Hvað með Dune eftir David Lynch eða Dune-sjónvarpsseríuna eftir John Harrison???

Re: DVD myndir á videoleigum

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég er alveg sammála með lítið úrval af DVD-myndum, bæði á leigunum og líka sérstaklega þeim sem eru til sölu. Það sem böggar mig þó mest er að þær myndir sem koma út á DVD eru mestmegnis krappí amerískar meðalmensku Hollywoodmyndir (þó þær séu ágætar útaf fyrir sig). Það eru engar költ eða jaðarmyndir sem koma út (Videohöllin er kannski eina undantekningin, en betur má ef duga skal). Það vantar allar að maður geti keypt gömlu klassísku myndirnar og líka gamlar horrormyndir (Dario Argento...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok