Mitt í allri þessari jafnréttisumræðu datt mér í hug að skrifa hérna örfáar línur um jafnrétti kynjana.

Ekki skil e´g eftir þó nokkra umhuxun hvað það er sem felst í þessu svokallaða jafnrétti, fyrir mér lítur þetta svona út:
Fyrr á árum var það jafnsjálfsagt og það að nýr dagur kæmi að morgni, að konan væri heimavinnandi húsmóðir og huxaði um sín börn.
Svo fóru svokallaðar rauðsokkur á stjá og heimtuðu það að þær fengju að vinna sína vinnu, með sömu launum og karlmenn, og voru ekkert að spá í því að meginþorri kvenþjóðar undu ánægðar við sitt.
Í dag er staðan orðin þannig að ekki bara karlmaðurinn heldur konan líka vinna fullann vinnudag og börnin ganga sjálfala.
Hvernig og hvar á þetta að enda?
Er ekki kominn tími til að við viðurkennum að karlmenn og kvenmenn eru einfaldlega ekki eins? Það er einhver ástæða fyrir því að við konur erum þannig gerðar að við getum gengið með og alið börn! Það var ekki gert til þess að við unguðum þeim út og færum 6 mánuðum seinna í burtu frá afkvæminu 8 tíma á dag.
Nú fara margir eflaust að huxa með sér: En, heil fjölskylda lifir ekki á einu launaumslagi á mánuði. Rétt og satt er það, það breyttist um leið og þessar svokölluðu konur (sem ég persónulega held að hafi einfaldlega verið kynferðislega óánægðar) þustu út á vinnumarkaðinn eins og beljur að vori. Kvenmenn eru einfaldlega til þess gerðir að vakna með börnunum sínum á morgnana, elda hafragraut í morgunmat, og baka kökur.
Það að konur skili sér aftur inn á heimilin tel ég að skili sér strax í minkandi afbrotatíðni og fækkun sjálfsmorða, þar sem þá yrði einhver sem hefði tíma til að kenna þessum börnum rétt frá röngu.

Þær skoðanir sem hér koma fram eru einungis mínar eigin, en túlka ekki endilega vilja kvenna í heild.