Í Gær var ég að horfa á kastljós ásamt mínum félögum. Þar var efst á baugi umræður um tilgagnslaust ofbeldi lögreglu gegn fréttamönnum. Fréttamenn notuðu til stuðnings máli sínu nokkur myndskeið þar sem mátti sjá og heyra hvernig lögreglan beitti miskunarlausu ofbeldi gegn fréttamönnum. Þetta var á sinn hátt eitt það ógeðfeldasta sem ég hef séð í sjónvarpi. Auðvitað er margt verra að gerast í heiminum, en þetta snart mig á furðulegan hátt, kannski er best að lýsa því þannig að mig langaði til að ráðast á sjónvarpið þegar yfirmaður lögreglunar var að reyna að afsaka gjörðir manna sinna. En einnig vakti þetta mig til umhugsunar um hvað ríksvaldið á íslandi er á miklum villigötum um þessar mundir. Fyrst að lögreglan getur meinað fréttamönnum frá að stunda sína atvinnu, sem er alveg jafn nauðsynleg og störf lögreglunnar, hvað getur lögreglan þá gert við mig og mitt fólk? Lögreglan er ekki eitthvað ósnertanlegt fyrirbæri sem hefur alltaf rétt fyrir sér. Persónulega finnst mér að ætti að víkja þeim lögreglumönnum úr starfi sem voru að snúa upp á hendur fréttamanna. Þessar aðgerðir voru allar saman algerlega tilgangslausar og einkenndust af valdahroka.
Annað mál sem fer jafn mikið í tauganar á mér eru ofbeldismál. Í fyrsta lagi er lögreglan lítið að skipta sér af slagsmálum og er hrædd við af skipta sér af þó þeir sjái að nokkrir séu að berja einhvern einn í klessu. Þá bruna þeir bara af vettvangi og finna sér eitthvað fórnarlamb til að setja inn fyrir minniháttar brot, eins og einhvern fyrir að vera ölvaður á almannafæri, fyrir að pissa utan í vegg eða bara hvað sem er til að réttlæta fyrir sjálfum sér að þeir séu að sinna starfi sínu. Ekki tekur betra við þegar útí dómskerfið er komið. Ef einhver ætlar sér að kæra fyrir líkamsárás eru allar líkur á að kæran verði felld niður. Ef hún gengur í gegn fær viðkomandi litlar sem engar skaðabætur, og sá ákærði fær í mesta lagi skilorð. En ef tildæmis ungur maður ákveður að gerast burðardýr fyrir einhvern fíkniefna sala og er böstaður, þá fer hann pottþétt í fangelsi. Samt treður hann ekki á rétti neins né skaðar neinn, því sama hvað hver segir þá hefur þú val um hvort þú neitir fíkniefna eður ei. Það er að mínu mati ekkert samræmi í dómum á Íslandi, og það að ætla að stöðva allt það slæma sem á sér stað með því einu að herða dóma gagnvart fíkniefnamisferlum er heimskuleg dilla. Það virðist vera eina ráðið sem ráðamönnum þjóðarinnar dettur í hug.
Fíkniefni og þeir sem nota þau eru ekkert fyrir mér. En þeir sem fara niður í bæ helgi eftir helgi einungis til að berja á fólki, eru mikið fyrir mér.