Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Violet
Violet Notandi frá fornöld 31 ára kvenmaður
2.324 stig
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."

Nýr stjórnandi (1 álit)

í Ljóð fyrir 13 árum, 7 mánuðum
Sæl veriði hugaskáld! Í dag fékk ég þá tilkynningu að ég hefði verið skipuð stjórnandi hérna inná /ljod. Ég sé að einnig hefur Sapien fengið sömu stöðu og vil ég óska honum til hamingju með það. Eins og er þá eru nokkrar greinar í bið sem eru alveg frá því í ágúst og verða þær samþykktar á næstu dögum og þar með fyrstu störfin fyrir nýju stjórnenduna. Enda var ég hissa á því hvað fá ljóð voru búin að koma inná áhugamálið núna undafarið. Að lokum vil ég bara segja að ég vona að ég eigi eftir...

Speak (0 álit)

í Bækur fyrir 13 árum, 7 mánuðum
Speak er táningabók sem kom út árið 1999 og er eftir bandaríska höfundinn Laurie Halse Anderson. Bókin hefur verið mjög vinsæl en einnig mjög umdeild útaf efni hennar. Hún er kennd í ensku í mörgum skólum í Bandaríkjunum útaf áhrifunum sem hún hefur á lesendur. Speak fjallar um Melindu Sordino sem er að byrja sitt fyrsta ár í framhaldsskóla án vina og án sjálftrausts. Um sumarið var haldið risastórt partý sem hún braut upp með því að hringja í lögregluna. Þetta gerði hana mjög óvinsæla og...

September og ný greinakeppni! (2 álit)

í Smásögur fyrir 13 árum, 7 mánuðum
Jæja, þá er komið að því. Í dag hefst ný greinakeppni! Þar sem allar tillögurnar í könnuninni voru frekar jafnar þá höfum við stjórnendur valið eitt þemað sem fékk flest atkvæði og það er GLEÐI. Fresturinn er svo til 30. september kl. 23.59. Ætlunin er svo að næsta greinakeppni byrji daginn eftir, þann 1. október. Í þetta skipti verður keppnin örlítið öðruvísi. Eins og þið hafið tekið eftir þá fengu þið að senda inn tillögur um þema og síðan var sett upp könnun sem stóð í viku. Við erum búin...

Ætlar þú að taka þátt í greinakeppninni? (0 álit)

í Smásögur fyrir 13 árum, 7 mánuðum

Hvað skal næsta þema verða? (0 álit)

í Smásögur fyrir 13 árum, 8 mánuðum

Hvað skal næsta þema verða? (0 álit)

í Smásögur fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Jæja, núna nálgast september og ný greinakeppni. Við stjórnendur erum búnir að tala saman og höfum ákveðið að breyta aðeins til. Við ætlum að leyfa ykkur þáttakendum og notendum að ákveða með okkur þemað. Sendiði endilega hugapóst á mig, Violet, með ykkar hugmyndum fyrir næsta þema. Svo setjum við upp skoðanakönnun þar sem allir fá að kjósa um hvaða þema verður fyrir valinu. Ef nokkur þemu fá mörg atkvæði þá getum við geymt hið næst mest kosna fyrir næstu keppni eða jafnvel endurtekið...

Artemis á Íslandi! (6 álit)

í Ævintýrabókmenntir fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Artemis Fowl and the Atlantis Complex er nýjasta bókin í Artemis Fowl bókaseríunni og gerist m.a. á Íslandi. Rakst á hana í bókabúð úti í Bretlandi og keypti mér hana. Svo þegar ég byrjaði að lesa þá var hann bara staddur á Vatnajökli, Íslandi.

Úrslit! (25 álit)

í Smásögur fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Jæja, núna eru úrslitin loksins komin í hús! Þetta var mjög góð keppni og bárust samtals 5 smásögur inn. Við viljum þakka öllum fyrir þáttökuna og skemmtilega keppni. Niðurstaða dómnefndar hljóðar svona: 1. sæti Þeim sem er treyst - Sapien 2. sæti Svik um svik - loevly 3. sæti Týpísk verðlaunasaga - Rhayader Fyrstu þrjú sætin fá stig í verðlaun, það fyrsta 150 stig, annað 100 stig og það þriðja fær 50 stig. Það gæti tekið smá tíma fyrir stigin að skila sér. Til hamingju Sapien, loevly og Rhayader :)

Seinkun á úrslitum (0 álit)

í Smásögur fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Það er búið að vera frekar mikil seinkun á birtingu úrslita úr greinakeppninni eins og þið hafið örugglega tekið eftir. Það er einfaldlega útaf fjarveru margra stjórenda núna í ágúst. En við erum núna að vinna í því að birta úrslitin sem fyrst og ég vil þakka þolinmæðina. Kveðja, Violet

Nýr stjórnandi! (4 álit)

í Harry Potter fyrir 13 árum, 9 mánuðum
Sælir Harry Potter aðdáendur! Núna í dag fékk ég þau forréttindi að fá stjórnunarstöðu hér á /hp. Þetta áhugamál hefur alltaf verið mér kært og mér finnst rosalega leiðinlegt að sjá hvernig það hefur visnað og virknin minnkað til muna. Við því mátti nú auðvitað búast eftir að sjöunda bókin var gefin út en við getum ennþá hlakkað til komu Deathy Hallows myndanna og verið dugleg að senda inn efni. Það væri gaman að vita ef einhver áhugi er fyrir að virkja einhverja af þessum gömlu kubbum sem...

Góðir spunar (11 álit)

í Harry Potter fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Heyrðu, er að reyna að koma mér aftur inn í Harry Potter Fan Fiction heiminn og langar í smá hjálp. Var að pæla ef einhver og allir myndu nenna að linka mig á góða og vel skrifaða Harry Potter spuna. Ég er til í hvað sem er, bara að spuninn sé vel skrifaður og helst kláraður. Man eftir nokkrum spunum sem ég las fyrir mörgum árum sem voru svo æðislegir, þannig endilega komið með einhverja gamla og góða ef þið munir eftir þeim :)

Evermore - Keppni (2 álit)

í Bækur fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Þegar Twilight náði sem mestum vinsældum byrjuðu höfundar að skrifa bækur á ofsahraða sem myndu passa inn í sama bókaflokk og þessi eftirsótta bókasería. Út komu fullt af bókum um vampírur, varúlfa, spákonur, skyggn og allskonar unglinga með yfirnáttúrulega hæfileika. Eldri bækur sem þóttust líkar Twilight voru endurútgefnar, allir voru að reyna að græða á þorsta unglingsstelpna til að lesa meira um heitar vampírur sem tileinkuðu sér þessa einu réttu. Eins og má ímynda sér þá voru þessar...

Marsbúa cha cha með milljónamæringunum (0 álit)

í Músík almennt fyrir 14 árum
Er einhver hér sem getur hjálpað mér að redda þessu lagi? Finn ekki diskinn með laginu og þarf nauðsynlega að fá það fyrir morgundaginn, hjálp einhver?

A box of jar (0 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 3 mánuðum
This is your life here. In this box of jar. It doesn‘t matter if that makes sense or not because this is your life. And this box of jar isn‘t even filled. Where is the rest of your life? You are disappointed. You‘d have thought that your live was dozens of boxes of jars. But this is all you‘ve got. You could keep on going, adding to that box of jar or you could just throw that crap away. You look at it and you really don‘t know what to do with it. You feel like there is nothing left to do....

Dominos auglýsing (3 álit)

í Músík almennt fyrir 15 árum, 7 mánuðum
hvaða lag er í dominos auglýsingunni sem kom m.a. eftir dagvaktinni í gær?

Ringluð (12 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Farðinn hennar var orðinn eins og smjör, lekandi niður kinnar hennar, ógeðslegur og klístraður. Þetta var ekki skemmtilegt lengur. Hún vildi fara heim. Hún ýtti sér í gegnum þvöguna, kýldi frá sér og sparkaði. Það var alltof heitt. Þúsund litlir tindátar þrömmuðu í hausinum hennar. Eyrun höfðu farið í verkfall. Það voru svo mikil læti. Augun brunnu og varirnar hennar voru að klofna í sundur af þurrki. Hún vissi ekki af hverju þær voru þurrar. Henni fannst hún hafa drukkið svo mikið. Alltof...

Móða (6 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Við mættumst á miðri leið. Ég var leið. Þú tvísteigst. „Þetta er að eyðileggja mig.“ Einföld setning. Orðaval hennar var úthugsað í dag. Eitt feilspor og hún var fallin. Veggir hjarta hennar fallnir. Hún ætlar ekki að láta undan þessum augum. Þau skyldu ekki hafa áhrif á hana. Augu þín víkkuðu um fáeina millimetra. Varirnar gerðu hið sama. Ég leit í burtu. Þú hefur ekki vald á mér. Ekkert vald. Ekkert vald. „Hvað meinarðu?“ Hvað meinarðu? Hvað meinarðu? Hvað meinarðu? Hvað meinarðu? Hvað...

Twilight eftir Stephenie Meyer (14 álit)

í Ævintýrabókmenntir fyrir 16 árum, 1 mánuði
Mér finnst nú frekar skrýtið að ég geti ekki fundið neina umræðu hérna um þennan bókaflokk. Bókin Twilight og næstu tvær New Moon og Eclipse eru búnar að fá mikla athygli í bandaríkjunum og hafa safnað sér mörgum aðdáendum. Það á að koma út kvikmynd byggð á fyrstu bókinni í desember. Bækurnar fjalla um Bellu Swan sem flytur í smábæ í washington og verður ástfangin af vampíru. Þetta eru allavega frábærar bækur og ég vildi bara vita hvort ég væri ein hérna sem væri búin að lesa þær =P

Ráðvillt (10 álit)

í Smásögur fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Ég heiti hvað sem þér dettur í hug, ég veit það ekki sjálf. „Ég heiti Karen.“ „Halló, Karen.“ Söng kórinn sem situr í hring í utan um mig. Halló, þú sem átt allt og hefur ekkert að gera hérna. Ég hósta og lít í kringum mig. Augun í þeim virðast dauð og baugarnir í kringum þau spegla vonleysið. Ég anda inn. En ég finn ekki súrefnið. Ég finn aðeins fyrir áhyggjum, vandamálum og örvæntingu troða sér niður niður í kokið á mér og mér finnst ég kafna. Ég hósta aftur. Ég heiti úrræðaleysi og...

Bestu plötur 2007? (13 álit)

í Rokk fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Jáá, mér datt í hug að búa til lista um uppáhalds plöturnar mínar sem komu út yfir árið. Minn listi yfir topp tíu diskana kom í fljótu bragði svona út = 1.Neon Bible - The Arcade Fire 2.Wincing The Night Away - The Shins 3.Our Love To Admire - Interpol 4.Myths of the Near Future - Klaxons 5.I-Empire - Angels & Airwaves 6.Tímarnir Okkar - Sprengjuhöllin 7.Santi - The Academy Is… 8.One Cell In The Sea - A Fine Frenzy 9.Icky Thump - White Stripes 10.Even If It Kills Me - Motion City Soundtrack...

Án Þín (1 álit)

í Smásögur fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Ég stóð þarna. Kökkurinn í hálsinum vaxandi við hvert augnablik sem leið. Ég hélt að röddin mín myndi ekki ráða af stjórn, en þarna stóð ég og söng. Frammi fyrir mínum augum varst þú. Eða það sem var eftir þér. Í eilífðar rúmmi þínu lástu. Þetta voru mín hinstu orð til þín. Rödd mín bergmálaði í kirkjusalnum. Átta ára óþroskuð rödd, ei tilbúin að takast á við brottför þína. Návist þín var yfirþyrmandi, en þarna stóð ég fyrir framan þig. Einu áhorfendurnir voru mamma mín og systir. 25 ára var...

It Covers Up My Careless Breathing (0 álit)

í Ljóð fyrir 16 árum, 9 mánuðum
I‘m an expert at acting asleep trained to breath in deep All these nights I‘ve laid alone listening to the others sleepy moans You've condemned me to a dream-filled sleep making me learn secrets I cannot keep let my mind be filled with dark stop scarring me, don‘t leave a mark As my mind derails down memory lane half-asleep I remember those days days of desperation and drained energy years of wishing I could break free I was brought up by rage and fear he pops a pill and the sky‘s are clear...

Endirinn (4 álit)

í Harry Potter fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Harry sat og var að skrifa í dagbókina sína. Hann hafði ákveðið að halda dagbók. Eitthvað til að skipileggja hugsanir hans, svo hann gæti aðeins pælt í því hvað mikið var búið að gerast. Hann var einn í Gryffindorsetustofunni og eldurinn brann glatt í arninum. Það var snjókoma úti, fyrsti snjórinn. Það hafði lítið snjóað allan veturinn og allt í einu byrtist hann á síðustu stundu. Það var 23. desember og flestir krakkarnir úr heimavistinni höfðu farið. Ekki bara yfir jólin, heldur að eilífu....
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok