Harry sat og var að skrifa í dagbókina sína. Hann hafði ákveðið að halda dagbók. Eitthvað til að skipileggja hugsanir hans, svo hann gæti aðeins pælt í því hvað mikið var búið að gerast.

Hann var einn í Gryffindorsetustofunni og eldurinn brann glatt í arninum. Það var snjókoma úti, fyrsti snjórinn. Það hafði lítið snjóað allan veturinn og allt í einu byrtist hann á síðustu stundu.

Það var 23. desember og flestir krakkarnir úr heimavistinni höfðu farið. Ekki bara yfir jólin, heldur að eilífu. Hogwarts var ekki traustur staður lengur. Ekki eftir að drápararnir gerðu uppreisn og drápu Voldemort, og nú voru þeir með galdraheiminn undir sinni stjórn. Muggarnir höfðu ekkert orðið varir við uppreisnina en drápararnir voru að skipuleggja uppreisn gegn muggunum sem átti að útrýma þeim alveg.

Dagbókar blaðsíðan var orðin rök af tárum. Harry tók af sér svörtu gleraugun og neri augun sorgbitinn. Hann vissi ekki hvað hann átti að gera, Voldemort var farinn án hans hjálpar. Hvað var þá tilgangur hans í lífinu?

Hann hafði alltaf haldið að einn daginn myndi hann mæta Voldemort í síðasta skiptið og annar hvor þeirra myndi enda dauður. En svo varð ekki. Harry hafði leitað og leitað af síðustu helkrossunum en drápararnir höfðu löngu áður fundið þá og eytt þeim sjálfir. Harry hafði komist að þessu rétt á eftir að hann komst að því að R.A.B. var í raun og veru Regulus Black, bróðir Siriusar og fundið svo út að fleiri dráparar höfðu skilið eftir álíka skilaboð til Voldemorts.

Harry hafði engan tilgang í lífinu lengur. Foreldrar hans, Sirius, Dumbledore og Ginny höfðu öll farið, og hann hélt að hann myndi fá tækifæri til að hefna þeirra. En núna voru þau farin og hann gat ekkert gert.

Hann lokaði dagbókinni, hann var búin að klára að skrifa út bókina, alveg til síðustu blaðsíðu.

Hann stóð upp og henti henni í eldinn.

Nú var tími til að byrja upp á nýtt.
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."