Ég stóð þarna.

Kökkurinn í hálsinum vaxandi við hvert augnablik sem leið.
Ég hélt að röddin mín myndi ekki ráða af stjórn, en þarna stóð ég og söng.

Frammi fyrir mínum augum varst þú. Eða það sem var eftir þér.
Í eilífðar rúmmi þínu lástu. Þetta voru mín hinstu orð til þín.

Rödd mín bergmálaði í kirkjusalnum. Átta ára óþroskuð rödd, ei tilbúin að takast á við brottför þína.
Návist þín var yfirþyrmandi, en þarna stóð ég fyrir framan þig. Einu áhorfendurnir voru mamma mín og systir.

25 ára var hún. Dagur fyrir einu ári og sex mánuðum hafði verið miðpuntur lífs hennar. Er þú baðst hennar, þegar guð bauð okkur inní nýja öld. Undir ljósadýriðinni og í návist fjölskyldu hennar gafstu henni hjarta þitt. Hjartsláttur sá var nú dáinn út.

5 dagar síðan öskrin fylltu eyru mín. 5 dagar síðan ég varð allt í einu fullorðin. Allt í einu stóð ég frammi fyrir raunveruleikanum sem æska mín hafði forðað mér frá.

Smáa rödd mín fyllti kirkjuna. Ég tók ekki augun af trékistunni sem þú varst falinn í. Var ég virkilega nógu stór til að skilja að ég myndi ekki sjá þig aftur? Aldrei framfylla framtíðar áætlanir mínar með þér. Aldrei byggja snjóhúsið með þér. Loforð þitt um að byggja með mér snjóhús næstu jól hafi lifað með mér allt árið. En þú lifðir ekki til að leika við mig í köldum snjónum.

Þú lifðir ekki til að leyfa mér að fara í hvíta kjólinn sem ég geymdi inní skáp, sem beið efir að ég myndi ganga í honum niður kirkjugólfið sem brúðarmey ykkar. Áður en hann varð of stór til að ég gæti gengist í honum.

En hann var horfinn núna. Og nokkur von um venjulegt líf.
Líf mitt var ekkert það venjulegt hvort sem er. Kaldur raunveruleikinn elti mig.

Maí stjarnan mín sem hvarf af himninum. Ég man þegar ég þóttist líta upp á næturhimininn og sjá þig. Maí stjörnuna mína.

Þú fékkst aldrei þitt tækifæri til að skína.

Ég gekk niður kirkjugólfið, fremst í flokki útgrátinna ættvina. Fyrir framan mig var verið að bera þig burt. Af vinum þínum. Þú ættir að vita hvað margir elskuðu þig. Og elska þig enn.

Þú varst mér betri en bróðir. Þú hafðir verið í lífi mínu frá deginum sem ég fæddist og myndir fylgja mér til dagsins sem dæi.

Ég mun sakna þín.

Endalaust.
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."