Speak er táningabók sem kom út árið 1999 og er eftir bandaríska höfundinn Laurie Halse Anderson. Bókin hefur verið mjög vinsæl en einnig mjög umdeild útaf efni hennar. Hún er kennd í ensku í mörgum skólum í Bandaríkjunum útaf áhrifunum sem hún hefur á lesendur.

Speak fjallar um Melindu Sordino sem er að byrja sitt fyrsta ár í framhaldsskóla án vina og án sjálftrausts. Um sumarið var haldið risastórt partý sem hún braut upp með því að hringja í lögregluna. Þetta gerði hana mjög óvinsæla og allir vinir hennar snérust gegn henni. En það sem enginn veit er raunverulega ástæðan fyrir símtalinu.

Melinda gengur í gegnum skólaárið með erfiðleikum og hættir á endanum að tala alfarið. Eini staðurinn þar sem hún leyfir sér að skína er í myndmenntastofunni. Leyndarmálið heldur samt áfram að éta hana upp að innan. Það er enginn sem hún vill tala við og hún sér enga leið til að horfast í augu við atburði sumarsins. Hún þarf að leyfa sér að segja sannleikann. Hún fær kökk í hálsinn og getur ekki talað.
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."