Við mættumst á miðri leið.

Ég var leið.

Þú tvísteigst.

„Þetta er að eyðileggja mig.“

Einföld setning. Orðaval hennar var úthugsað í dag. Eitt feilspor og hún var fallin. Veggir hjarta hennar fallnir. Hún ætlar ekki að láta undan þessum augum. Þau skyldu ekki hafa áhrif á hana.

Augu þín víkkuðu um fáeina millimetra. Varirnar gerðu hið sama.

Ég leit í burtu. Þú hefur ekki vald á mér. Ekkert vald. Ekkert vald.

„Hvað meinarðu?“

Hvað meinarðu? Hvað meinarðu? Hvað meinarðu? Hvað meinarðu? Hvað meinarðu?

Orðin endutóku sig óendanlega í höfðinu á henni. Var blóðsteymið ekki að fikra sig upp í höfðið á honum? Þetta var eitthvað sem hún réði ekki við. Hljóðið var að æra hana. Hvítur snjórinn var að blinda hana. En það var auðveldara en að lenda undir áhrifum dáleiðslu hans.

Hún leit upp frá skerandi aflitaða tóminu og upp á hann aftur.

Þú ert að eyðileggja mig.“

Hann hikaði.

Ég horfði.

Þú skilur ekki. Þú gerir það aldrei.

Ég krosslagði hendur mínar og andaði djúp inn og svo aftur út. Leyfði andardrátt mínum að leika við kalt loftið. Það var eins og hann væri í móðu í augnarblik.

Ég andaði aftur út.

Nú var hann ekkert nema óskýrar línur.

En alltaf leysist gufan upp og ég stóð starandi framan í eitthvað sem ég vildi ekki takast á við.

Hann stóð þarna, hugur tómur og raddböndin í flækju. Hann vissi ekki hvað hún vildi að hann segði. Rétt var að hugur hans var tómur, en hjartað var að tala skýrt við hann.

Hún snérist á hæli og byrjaði að ganga burt frá honum á sleipu gangstéttinni.

Ekki detta. Ekki falla. Ekki missa stjórn á þér. Þetta er búið.

Ég leit upp frá glansandi gangveginum og í sólsetrið. Sólin virtist úr stað í öllu þessu hvíta. Rétt eins og hjartað mitt virtist ekki vera að slá lengur í takt.

Hann horfði á eftir henni, eftirsjá að rífa hann í sundur. En hjartað hans hélt áfram að slá. Fyrir hana. En hún vissi það ekki. Hann andaði út. Bara til að gá hvort hann gæti yrt orðin sem hjartað hans var að æpa innan í honum. En út kom bara gufa.

*

Hún varð óskýr. Líkt og móða, er hún gekk út úr lífi hans.

Og hann aðeins horfði á. Standandi einn með fangið fullt af ósvöruðum spurningum.
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."