Sæl veriði hugaskáld!

Í dag fékk ég þá tilkynningu að ég hefði verið skipuð stjórnandi hérna inná /ljod. Ég sé að einnig hefur Sapien fengið sömu stöðu og vil ég óska honum til hamingju með það.

Eins og er þá eru nokkrar greinar í bið sem eru alveg frá því í ágúst og verða þær samþykktar á næstu dögum og þar með fyrstu störfin fyrir nýju stjórnenduna. Enda var ég hissa á því hvað fá ljóð voru búin að koma inná áhugamálið núna undafarið.

Að lokum vil ég bara segja að ég vona að ég eigi eftir að geta lagt eitthvað að mörkum til að virkja og bæta þetta áhugamál á meðan ég er stjórnandi hér.

Endilega verið dugleg að semja og senda inn núna þegar það eru komnir einhverjir til að sjá um áhugamálið :)

Kveðja,
Violet
og Sapien, sákærlinn sá,
sem sækist eftir stjórnstöðum,
hvar sem hægt er að fá


skáletruðu bætt inn af Sapien
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."