Jæja, núna nálgast september og ný greinakeppni. Við stjórnendur erum búnir að tala saman og höfum ákveðið að breyta aðeins til.

Við ætlum að leyfa ykkur þáttakendum og notendum að ákveða með okkur þemað. Sendiði endilega hugapóst á mig, Violet, með ykkar hugmyndum fyrir næsta þema. Svo setjum við upp skoðanakönnun þar sem allir fá að kjósa um hvaða þema verður fyrir valinu. Ef nokkur þemu fá mörg atkvæði þá getum við geymt hið næst mest kosna fyrir næstu keppni eða jafnvel endurtekið leikinn ef þið biðjið um það.

Það á eftir að ræða betur um hvernig á að dæma í þetta skiptið, en það er pottþétt að við munum gera það öðruvísi en síðast. Það verður allt kynnt vel fyrir ykkur þegar næsta keppni hefst til að forðast að fólk verði ósátt eins og í síðustu keppni. En til að gefa ykkur aðeins hugmynd um hvernig þetta verður, þá ætlum við að leyfa notendum að taka meiri þátt í úrslitunum, og passa að þátttakendur fái þá gagnrýni sem þeir sækjast eftir.

Samantekt:

Sendið hugmyndir um þema fyrir keppnina á Violet sem fyrst, mest 3 þemu á mann, svo veljum nokkur og setjum upp skoðanakönnun eftir helgi!

Með von um góða keppni,
Stjórnendu
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."