Sælir Harry Potter aðdáendur!

Núna í dag fékk ég þau forréttindi að fá stjórnunarstöðu hér á /hp. Þetta áhugamál hefur alltaf verið mér kært og mér finnst rosalega leiðinlegt að sjá hvernig það hefur visnað og virknin minnkað til muna. Við því mátti nú auðvitað búast eftir að sjöunda bókin var gefin út en við getum ennþá hlakkað til komu Deathy Hallows myndanna og verið dugleg að senda inn efni.

Það væri gaman að vita ef einhver áhugi er fyrir að virkja einhverja af þessum gömlu kubbum sem hafa safnast saman hér fyrir neðan. T.d. Trivia kubbinn, Pældu' í Potter og Persóna mánaðarins. Ég get líka startað greinaátaki, þarf ekkert endilega að vera spunakeppni, en eins og ég segi endilega látið mig vita ef þið hafið áhuga eða einhverjar hugmyndir.

Svo vil ég að lokum hvetja ykkur til að vera dugleg að senda inn myndir eða kannanir, jafnvel greinar. Það tekur örskamma stund að finna mynd eða að láta sér detta í hug könnun. Notið nú ímyndunaraflið og hjálpið mér að virkja aðeins áhugamálið :)

Kveðja,
Violet
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."