Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Húsið á hæðinni (0 álit)

í Smásögur fyrir 12 árum, 10 mánuðum
Fyrir 20 árum síðan lá ég hér í þessu rúmmi sem ég sit við nú. Ég var 17 ára gamall,með gleraugu og nýsprengda fílapensla víðsvegar um andlitið, ég var rauðhærður en var búinn að lita hárið á mér svart, aðallega vegna þess að ég var svo mikill Cure aðdáandi og það þýddi alls ekki að vera rauðhærður þegar maður hlustaði á Cure. Þá skipti miklu máli að vera dökkhærður með svart naglalakk, rifnum gallajakka og gallabuxum, þannig klæddi ég mig allavega, kannski var þetta bara miskilningur hjá...

Bleika Ninjan 10 hluti: Leitin að Sannleikanum. (1 álit)

í Sorp fyrir 13 árum
Það hefur liðið 5 ár síðan ég skrifaði 9 hluta af bleiku ninjunni en ekki örvænta því þessi saga mun klárast ( vonandi ) ég kynni: BLEIKA NINJAN 10 HLUTI: LEITIN AÐ SANNLEIKANUM. Símon og Doddi hafa ráfað um Japan í leit að Afa Símonar, gömlu ninjunni og Ping pong í 5 ár. Á þessum fimm árum hafa þeir lært Japönsku og loksins geta spurts til vegar. Svo núna eru þeir við höfuðstöðvar CHING CHANG CHU CHU eða litlausu ninjunar. Þeir ákveða að kveikja sér varðeld og hvíla sig áður en þeir læðast...

Sagan um Valdimar. (3 álit)

í Smásögur fyrir 13 árum
(Ég er ekki en kominn með nafn á þessa sögu) ÞESSI SAGA ER EKKI FYRIR UNGAR SÁLIR OG GÆTI VALDIÐ EINHVERN ÓHUG HJÁ FÓLKI. Valdimar Heiðar Sigmundsson er fimmtíu og tveggja ára karlmaður frá Ísafyrði. Hvað get ég sagt ykkur um Valdimar. Númer eitt: Hann er tannlæknir. Númer tvö: Hann á eina dóttir sem honum þykir agalega vænt um. Númer þrjú: Hann heldur fram hjá konunni sinni ítrekað og hefur gert það síðan hann kynntist henni. Á fyrsta stefnumóti hélt hann framhjá tíu mínútum eftir að hann...

I spit on your grave (endurgerð) (8 álit)

í Kvikmyndir fyrir 13 árum
I spit on your grave (2010) Leikstjórn: Steven R. Monroe Handrit: Stuart Morse. I spit on your grave er endurgerð á mynd frá árinu 1978 sem hét Day of the women. Upprunnalega átti sú mynd að heita I spit on your grave en framleiðendum fannst það of gróft nafn á myndina. Sú mynd var bönnuð víðsvegar um heiminn vegna grófs ofbeldis, tildæmis í Noregi, Írlandi, Þýskalandi og hér á Íslandi. Ég hef séð þá mynd og skrifaði grein um hana hér á huga. Ég ákvað að horfa á þessa mynd í gærnótt, ég var...

Frozen (17 álit)

í Kvikmyndir fyrir 13 árum, 7 mánuðum
Frozen er kvikmynd í leikstjórn Adam Green en hann færði okkur hina þrælfínu slasser mynd Hatchet. Frozen er í stuttu máli um þrjú ungt fólk sem eiðir saman sunnudeginum að skíða í brekkum new england og þegar þau ætla sér að fara í sína seinustu ferð áður en að skíðasvæðið lokar þá gerist hið ómögulega að stólaliftan sem þau eru í stoppar og ekki nóg með það þá gleymast þau þarna uppi, starfsfólkið fer heim og þau eru föst í 100 fetum upp í stólaliftunni og fjallið opnar ekki aftur fyrr en...

Martyrs (2 álit)

í Kvikmyndir fyrir 13 árum, 7 mánuðum
Ég hef oft velt fyrir mér afhverju maður horfir á mynd eins og Martyrs. Hún lætur mann líða illa allan tíman sem maður horfir á hana. Það er ein mynd sem hefur látið mig líða jafn illa yfir og það er Bug. Bug er mynd sem gerist allan tíman inn í einni íbúð og þó svo að það er ekki mikið af ofbeldi eða viðbjóði í henni þá lætur hún mann líða mjög einkennilga og réttara sagt mjög óþægilega. Martyrs er frönsk mynd eftir leikstjóran Pascal Laugier og skrifaði hann einnig handritið. Myndin byrjar...

The Loved Ones (4 álit)

í Kvikmyndir fyrir 13 árum, 8 mánuðum
The Loved Ones Leikstjónr og handrit: Sean Byrne. The loved ones er ástralísk hryllingsmynd lauslega um ungan strák að nafni Brent sem ætlar sér að fara á lokaball skólans með kærustu sinni, en ung stúlka að nafni Lola hefur önnur plön handa honum. Lola er ung stúlka sem lifir með pabba sínum og mömmu, hún er með sjúklegar hugsanir þegar kemur að lokaballinu og pabbi hennar er allur að vilja gerður að gera hvað sem er fyrir hana svo hun getur lifað hinu fullkomna lokaballi. Það er alltaf svo...

Desperate living (John waters mynd) (0 álit)

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 1 mánuði
Desperate living er mynd eftir furðufuglinn John Water sem færðu okkur myndir eins og pink flamingos, serial mom og cry baby. Svo gerði hann hina upprunnalegu mynd hairspray sem var síðan endurgerð og hlaut sú mynd miklar vinsældir. John water fæddist 1946 í boltimore, hann var ekki þessi eðlilegi ungi strákur sem fannst gaman af fótbolta og því um líkt, hann var meira fyrir ofbeldi og gore, bæði í bíómyndum og í raunveruleikanum. Hann byrjaði snemma að gera hljóðlausar bíómyndir á 8 og 16...

Vox Valvetronix magnari til sölu. (2 álit)

í Hljóðfæri fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Ótrúlega góður magnari til sölu sem ég tími varla að selja en er að fara til útlanda svo maður þarf að losa sig við dótið sitt.. Hann er 120 wött og mjög fínn. Ég sá að það var verið að selja nákvæmlega eins magnara og ég í tónabúðinni notaðan á 85 þúsund.. Ætla mér að selja minn á 70 þúsund, þ.e.a.s. 15 þúsund krónur ódýrari. Ef áhugi er fyrir hendi látið mig vita.. :) Hér er linkurinn á tónabúðinni http://tonabudin.is/notadmagnarar.htm það er þessi já blái vox magnari, sýnist þetta vera...

Topp lög þegar þú ert orðinn geðveigt fullur og vilt flippa listinn (18 álit)

í Músík almennt fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Þetta er nú bara listi sem ég gerði svona upp á gamanið, meina á maður ekki bara að hafa gaman af þessu. Þetta er nátturlega bara minn listi og þið meigið endilega koma með ykkar lista, alltaf gaman að bæta meira inn á listann sinn. Svo hér er topp lög þegar þú ert orðinn geðveigt fullur og vilt flippa listinn minn: ( Ekki í neinni sérstakri röð varðandi gæði) Númer 20 Kate Bush - Wuthering Heights. Kate Bush kom með þetta lag árið 1978 og var þetta á plötunni The kick inside frábær plata...

Í trúnaði. (3 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Líf atvinnulausra getur verið erfitt, aðalega þegar maður er búinn að snúa sólahringdum við og foreldrar þínir, allavega í mínu tilfelli eru byrjaðir að vera virkilega pirraðir á þessu slugsi og leti. Mamma mín reif mig á lappir fyrir hádegi í dag og rak mig út að labba með sér. Hún er búinn að láta eitra hug sinn á hinum ýmsu ransóknum og greinum á netinu um að langtíma atvinnuleysi getur valdið þunglyndi. Persónulega er ég ekki þunglyndur, ég tel mig vera frekar hamingjusamur miðað við...

Faster pussycat Kill Kill. (Russ Meyers) (5 álit)

í Kvikmyndir fyrir 16 árum
Faster pussycat kill kill. (Russ Meyers) Það hefur nú verið sögusagnir að Quentin Tarantino ætli að endurgera Russ Meyers myndina, faster pussycat kill kill og heyrði ég bara núna fyrir stuttu að hann ætlaði að fá Britney Spears til að leika eitt af lykilhlutverkunum. Myndin er frá árinu 1965 og hef ég séð nokkrar Russ Meyers myndir og finnst mér þessi alltaf vera best, þessi og jú Motor Psycho þó svo að maður getur nú alltaf hlegið sig máttlausan yfir vitleysunni eins og Vixen myndunum sem...

the seventh continent. (22 álit)

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 1 mánuði
The Seventh Continent The seventh continent eða eins og hún heitir á þýsku Siebente kontinent er fyrsta mynd Michael Haneke. Myndin er síðan 1989 og var alveg ótrúlega umdeild á sýnum tíma. Þegar myndin var frumsýnd í austuríki að ég held þá löbbuðu meirihluti fólksins úr bíóhúsinu. Veit ég nú ekki af hverju því myndin er alls ekki það ógeðsleg, kannski meira bara sláandi. The seventh continent er mynd byggð á raunverulegum atburðum um ágætlega setta fjölskildu það er að segja fjárhagslega...

Funny Games (10 álit)

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Funny Games Leikstjórn: Michael Haneke Handrit: Michael Haneke Leikarar: Susanne Lother, Ulrich Muhe, Arno Frisch, Stefan Claczynski Funny Games er austurísk mynd eftir meistarann Michael Haneke sem ég hef rosalega mikið dálæti af. Myndin er gerð árið 1997 og er um fjölskildu sem fer í sumarfrí upp í sumarhús í sveitinni. Þegar að húsinu er komið bankar ungur maður upp á hjá þeim og biður um að fá nokkur egg lánuð, konan á heimilinu hleypur honum inn og lánar honum egg og verð ég að segja að...

I spit on your grave (14 álit)

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 3 mánuðum
I spit on your grave Leikstjórn: Meir Zarchi Handrit: Meir Zarchi Leikarar: Camilla Keaton, Eron Tabor, Richard Pace, Anthony Nichols. Day of the woman eða I spit on your grave er kvikmynd frá árinu 1978. Myndin var og er en mjög umdeild vegna mjög grófs ofbeldis Þá aðalega 20 mín nauðgunar atriði sem er í myndinni. Myndin var bönnuð eins og skot í flestum löndum og er en. Ég held að það sé ekki hægt að fá hana hér á íslandi aðalega því að hún er enþá bönnuð þó að ég er ekki alveg viss. Gæti...

Luis Bunuel (konungur Súralískar kvikmynda) (9 álit)

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Luis Bunuel fæddist í spáni árið 1900, faðir hans hét Leonardo Buñuel og móðir hans María Portolés. Hann gékk í strangan kaþólskan skóla sem hann fyrirleit og var að lokum rekinn úr, seinna meir gékk hann í háskóla í madrit og kinntist hann þar merkum manni sem kinnti hann fyrir töfrum kvikmyndagerðar, engan annan en Salvador Dalí og saman gerðu þeir myndina Un Chien andalou sem er á mörgum kvikmynda topp listum um allan heim sem er mjög merkilegt því hún er aðeins 17 mínútur og eina...

La Dolce vita (6 álit)

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 9 mánuðum
La Dolce vita Leikstjórn: Federico Fellini Handrit: Federico Fellini, Ennio Flaiano Federico Fellini fæddist í Róm þar sem hann átti heima allt þar til hann lést. Sagði hann alltaf að enginn staður jafnaðist á við Róm og eru allar hans myndir teknar upp þar. Ef það er einn maður sem ég þarf að kynna mér og hans kvikmyndaperlur betur þá er það Federico Fellini því að allt sem ég hef heyrt frá mínum vinum þá er hér ekkert annað en snillingur á ferð. La Dolce vita er meistaraverk, það er alveg...

M.. (6 álit)

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 9 mánuðum
M Leikstjórn: Fritz Lang Handrit : Thea Von Harbou Árið 1931 braut Fritz Lang blað í kvikmyndasögunni með því að gera fyrstu mynd í heimi um raðmorðingja, sú myndin hét M. Það grípur um sig skelfing meðal íbúa í Berlín þegar ung stúlka er þar drepin á hrottalegan hátt og þegar lögreglan er engu nær og orðspor glæpaklíku er í húfi ákveða þeir að taka málin í sínar eigin hendur með því að klófesta þennan dulræna morðingja. Morðinginn er ungur maður að nafni Hans sem getur ekki haft hemil á...

Go, go second time virgin. (13 álit)

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Go, Go Second Time Virgin (Yuke yuke nidome no shojo) Leikstjórn: Koji Wakamatsu Handrit: Masao Adachi, Izuru Deguchi, Kazuo ‘Gaira’ Komizu. Leikarar: Michio Akiyama, Mimi Kozakura Go, Go second time virgin er öruglega besta nafn á bíómynd sem ég hef heyrt og var það nafnið sem fangaði huga minn til að byrja með. Myndin var tekin upp á fjórum dögum upp á húsþaki í Sendai. Koji Wakamatsu leikstýrði myndinni og hafði hann á undann unnið hjá kvikmyndafyritæki sem hét Nikkatsu studio þar sem...

Idioterne (6 álit)

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Kvikmynd eftir Lars von Trier. Leikarar: Bodil Jørgensen, Jens Albinus, Anne Louise Hassing, Troels Lyby, Nikolaj Lie kaas. 22 mars 1995 var dogme hreyfingin stofnuð af þeim Lars von Trier og Tomas Vintenberg á fyrirlestri í parís kom Lars von Trier með þær reglur og hugmyndir á bak við Dogme hreyfinguna. Slóu þeir Kritian Levring og Søren Kragh-Jacobsen og stofnuðu þeir svo kallaðan hóp sem kallaði sig dogme 95 Collective. Útkoma Lars Von Trier var Idioterne, mynd sem kom út árið 1998 um...

Botn 10 myndir sem ég hef séð. (160 álit)

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Jæja ætlaði hérna að gera topp 10 lélegustu myndir sem ég hef séð, ágætt að vara þá við sem ekki hafa séð þessar myndir að já ekki sjá þær. Þetta er þá þær myndir sem ég hef horft á frá byrjun til enda, ekki spyrja afhverju ég hætti ekki í miðri mynd.. Topp 10 Nr 10: Hostel 2 Okei, mér fannst hostel góð mynd, en númer 2 er eins og að horfa á nr 1 aftur nema bara konur í staðin fyrir menn.. Eli Roth var sniðugur en hann er búinn að hanga allt of mikið með Tarantino sem er reyndar snillingur...

7 dagar á fjalli (1 álit)

í Smásögur fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Í fjalli norðan við neskaupstað liggur Lárus Benidikt Sigmundsson á stein og reynir að naga af sér hendina, hann hefur leigið núna fastur í heila viku og hefur einungis lifað á vatni sem rennur niður klettaveggina hliðiná honum. Ég er breiður, stór og sterkur maður sem get ekki annað en dáðst af þessu útsýni hérna, ég dáðist af því fyrir 5 dögum síðan og geri en. Helvíts hendin á mér er föst á milli tveggja steina og tel ég eina leiðin sé að skera helvítis hendina af mér. Hvar er...

Viltu vinna mínútu (24 álit)

í Kvikmyndagerð fyrir 17 árum
Viltu vinna mínútu er mínútumynd sem ég gerið í kvikmynda skóla íslands. Verkefnið var fyrsta verkefnið sem ég gerði í skólanum og áttum við að gera stuttmynd í skólanum sem mátti einungis vera ein mínúta. Og fékk ég hugmyndina strax og verkefnið var gefið okkur. Myndin tók ég upp í grunnskóla í kópavogi, og leikarar eru nú bara vinir mínir. Gékk nú frekar brösulega að taka þetta upp, óvanur maður og svoleiðis, handritið frekar þunnt og lét ég þá bara rausa um þetta málefni nógu lengi, þó...

Gleðileg Jól (2 álit)

í Smásögur fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Gleðileg Jól krakkar mínir, vonandi fenguð þið nóg af bókum í jólagjöf. Og endilega halda áfram að vera dugleg að senda inn greinar og gefa ykkar álit á þeim.

Free Willy eða Flipper (0 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok