Það hefur liðið 5 ár síðan ég skrifaði 9 hluta af bleiku ninjunni en ekki örvænta því þessi saga mun klárast ( vonandi ) ég kynni:

BLEIKA NINJAN 10 HLUTI: LEITIN AÐ SANNLEIKANUM.

Símon og Doddi hafa ráfað um Japan í leit að Afa Símonar, gömlu ninjunni og Ping pong í 5 ár.
Á þessum fimm árum hafa þeir lært Japönsku og loksins geta spurts til vegar. Svo núna eru þeir
við höfuðstöðvar CHING CHANG CHU CHU eða litlausu ninjunar.

Þeir ákveða að kveikja sér varðeld og hvíla sig áður en þeir læðast hægt og rólega eins og ninjur inn í höfuðstöðvar litlausu ninjunar.

Doddi er að lesa blaðið.

,,Vissir þú að kung fu er upprunnalega frá kína?''

,,Hvað er kung fú''spyr Símon.

En allt í einu heyrist þrusk í skóginum.

,,USS'' segir Símon, ,, það er einhver að hlusta á okkur''.

,,Vonandi heyrði hann ekki um kung fú partinn,það væri mega vandræðilegt'' segir Doddi.

Allt í einu koma fimm ninjur öskrandi að þeim, Símon grípur viðarhnullung með eldi og flegir að einn ninjunni, það kveiknar í henni eins og skot.

Doddi stekkur upp grípur sverðið sitt og nær að stinga eina ninjuna í magan áður en hún nær að stökkva á hann. Hann flegir henni frá og nær að grípa í hárið á einni ninjunni og snúa henni úr hálslið bara með því að stýra hvert hárið fer.

Símon hefur ekki tíma til að ná í sverðið, hann rífur barkakílið úr einni og treður því síðan upp í munninn á henni, rífur augað úr hinni og kílir hana svo fast í bringuna að hnefinn á honum fer í gegnum ninjuna.

Doddi og Símon standa þarna í smá stund en það eru ekki fleirri ninjur að koma.

,,Þau vita af okkur'' segir Doddi.

,,Það er enginn tími til að bíða til morguns, við verðum að brjótast inn í höfuðstöðvar þeirra núna'' segir Símon og þeir byrja að hlaupa að höfuðstöðvunum.

Þeir læðast inn í höfuðstöðvanar, upp á þakk og horfa í gegnum þakglugga. Þar sjá þeir Ping Pong vera að spila borðtennis við einhverja vonda ninju.

,,Afhverju er Ping Pong að spila borðtennis við þessa ninju?'' spyr Doddi

,,Öruglega til að reyna að ná að plata þá einhvernveginn'' segir Símon.

Allt í einu kemur önnur stór ninja inn og byrjar að tala við Ping Pong.

Símon og Doddi eru með ofur ninju heyrn svo þeir heyra hvert orð.

,,Hehe svo þú náðir að plata þá ping pong'' segir ninjan.

,,Ching Cho það eru liðin 5 ár síðan og þú ert enþá að spyrja mig, að sjálfsögðu, ég geri allt fyrir þig
Ching Cho og þeir eru öruglega dauðir.

,,Dauðir segiru, afhverju fundum við þá fimm dauðar ninjur inn í skógi?''Vita litlausu ninjunar af Dodda og Símon, eru þau kanski búnar að umkringja þá þar sem þeir standa þarna upp á þaki, tilbúnar að ráðast á þá?? Er Ping Pong svikari sem leiddi Símon í gildru?? Þið fáið að vita það og meira í næsta parti af BLEIKU NINJUNNI!!!