Martyrs
Ég hef oft velt fyrir mér afhverju maður horfir á mynd eins og Martyrs. Hún lætur mann líða illa allan tíman sem maður horfir á hana.
Það er ein mynd sem hefur látið mig líða jafn illa yfir og það er Bug.
Bug er mynd sem gerist allan tíman inn í einni íbúð og þó svo að það er ekki mikið af ofbeldi eða viðbjóði í henni þá lætur hún mann líða
mjög einkennilga og réttara sagt mjög óþægilega.

Martyrs er frönsk mynd eftir leikstjóran Pascal Laugier og skrifaði hann einnig handritið.
Myndin byrjar eins og skot, hún heldur manni heljargreipum frá byrjun til enda. Ef þér finnst mynd eins og Hostel eða Hills have eyes ógeðslegar myndir
þá áttu eftir að sjá Martyrs, hún lætur myndir eins og þær líta út eins og barnamyndir. Ofbeldið er alveg í byrjun myndarinnar og hættir ekki fyrr en myndin er búin.
Ég ætla mér ekkert að fjalla um söguþráð myndarinnar, ég hafði ekki hugmynd um hann þegar ég byrjaði að horfa á myndina og vill ekki eiðilleggja myndina fyrir ykkur með því að fara í söguþráð myndarinnar.

Myndin finnst mér frábær og persónulega veit ég ekki afhverju.. Ég þekki magra sem myndu slökkva á myndinni mjög fljótlega en það er eitthvað sem drífur mann áfram.
Eins mikið og mér finnst hún frábær þá er þetta mynd sem maður horfir ekki aftur á, einusinni er nóg.
Kannski er ég að gera of mikið úr myndinni, kannski eru sumir þarna úti sem segja aað hún sé ekki það ógeðsleg og ég sé bara aumingi og kanski átt þú lesandi góður eftir að vera fyrir vonbrigðum því þú taldir myndina vera ógeðslegri en raun ber vitni. Veit að ég lendi persónulega oft í því þegar ég les kvikmyndagagngríni.
En held þið ættum samt að taka mark á manni eins og mér, maður sem hefur horft mikið á hrillingsmyndir er orðinn mjög vanur mjög ógeðfeldum myndum svo þið ættuð ekki að vera fyrir vonbrigðum þegar þið kíkið á Martyrs, ef það er þannig mynd sem þið leitið að.

Frakkar eru mjög framalega í ofbeldismyndum í dag, tek sem dæmi Irréversible, enter the void, Haute tension, À l'intérieur (inside) ásamt fleirri myndum. Allar mis góðar.

En Martyrs er mynd sem ég mæli eindregið með fyrir fólk sem finnst gaman að margþrúngri spennu sem er laus við að byggja upp og byrjar bara eins og skot og full af ofbeldi en samt í leiðinni svo miklu meira en það. En þessi mynd er alls ekki fyrir alla og þeir sem gátu ekki horft á myndir eins og Hostel eða annað bandarískt rusl ættu að láta þessa mynd kjurt liggja.


* * * * af * * * * *