Jæja ætlaði hérna að gera topp 10 lélegustu myndir sem ég hef séð, ágætt að vara þá við sem ekki hafa séð þessar myndir að já ekki sjá þær.
Þetta er þá þær myndir sem ég hef horft á frá byrjun til enda, ekki spyrja afhverju ég hætti ekki í miðri mynd..


Topp 10

Nr 10: Hostel 2

Okei, mér fannst hostel góð mynd, en númer 2 er eins og að horfa á nr 1 aftur nema bara konur í staðin fyrir menn.. Eli Roth var sniðugur en hann er búinn að hanga allt of mikið með Tarantino sem er reyndar snillingur en ég held að hann hefur einhver slæm áhrif á kallinn.. Hostel 2 er bara já slæm mynd… Fólk heldur kanski að það sé töff að hafa kellingar í myndinni, en þið sjáið sama sem engin brjóst í þessari mynd , allavega ekkert miða við númer eitt.
Horfið bara á nr eitt aftur og ýmindið ykkur að strákarnir séu stelpur, mun meira brutal mynd heldur en hitt draslið.Nr 9: Torque.

Er myndin Torque sem er spennumynd ætluð krökkum frá 5 -6 ára en hún er samt bönnuð innan 12 eða 16 ára og er um einhvern lúða sem er alltaf á móturhjóli og svo eru einhverjir aðrir á móturhljóli sem finnst hann leiðinlegur og þeir eru alltaf að reyna að drepa hann og eitthvað.
Eina sem ég get sagt að þetta er hræðileg mynd sem ég mæli með að enginn sér.

Nr 8: Blind Date

Þessi mynd er um einhvern blindan gaur sem vill hitta stelpu og eitthvað bla bla bla.
Þessi mynd er alveg hræðilega illa leikin, og vona ég innilega að enginn af þeim leikur í því sem ég sé aftur.
Þetta er allt rosa sætt eitthvað, hann er blindur og bróðir hans alltaf að reyna að ná í kellingar fyrir hann, og svo koma alltaf einhverjir aumir brandarar um að hann sé blindur og eitthvað sem mér finnst bara persónulega móðgun fyrir þá sem eru blindir.
Allavega að hafa þá brandara í garð blinda fyndna en ekki eitthvað drasl eins og þessir voru. Hræðileg mynd og já mæli ég ekki með að folk sjái hana.


Nr 7: The grudge

Hvað er málið með að troða litlum krökkum í hrillingsmyndir, á það að vera scary, ég meina ég get alveg lamið litla 10 ára krakka, come on..

Nr 6: It’s a boy girl Thing.

Þetta er nú meiri helvítis viðbjóðurinn. Um einhverja unglinga sem hata hvorn annan en síðan einn daginn vakna þau og hafa skipt um líkama. Það er að segja strákurinn er orðinn stelpa og stelpan er orðin strákurinn.
Hræðileg mynd.

Nr 5: The Hot Chick

Um nákvæmlega það sama og nr 6.


Nr 4: Farce of the Penguins

Einhver grinmynd sem er verið að gera grin af hinni frábæru mynd Marche de l'empereur eða March of the Penguins sem já var yndisleg heimildarmynd. Svo er gert einhvern svona hroðbjóð, folk ætti að skammast sín. Okei Bob saget er ekki fyndinn, Bob saget er hálfviti, hann er hálfvitinn sem gerði þessa mynd. AF HVERJU FÆR HANN AÐ GERA MYNDIR!!..


Nr 3: Batman and robin.

Fór á þessa mynd fyrir 10 árum síðan í bíó, var ég 11 ára þá, sagði ég aldrei ætla að sjá þessa mynd aftur og hef ég ekki séð hana eftir það.


Nr 2: The wedding Planer.

Tvö orð Jennifer Lopez


Nr 1: Who's Your Daddy?


Í fyrsta sæti er engin önnur en myndin Who’s your Daddy.
Okei ætla ekki að vera leiðinlegur en þeir sem fynnst þessi mynd fyndin eru þeir sem ég vona að verða aldrei vinir mínir því þeir hljóta að vera alveg hund leiðilegir.
Þessi mynd kom mér í svo vont skap að ég sparkaði í hund á leiðinni heim frá félaga mínum sem ég horfði á þessa mynd með og ég elska hunda.
Okei ég sparkaði ekki í hundinn er var ótrúlega nálægt því.
Þessi mynd er algjör hroðbjóður og þó svo að það er fullt af brjóstum og gellum þá skiptir það mig engu máli. Ég horfði á klámmynd um daginn sem var bæði fyndnari og betur leikin, vona ég að þeir sem gerðu þessa mynd fari bara að búa til klámmyndir eða fá sér bara vinnu á mc donalds.

Þessi listi var bara til gamans gert og vill ég nú engin skítaköst nema ég eigi þau algjörleg skilið. :)