Fyrir 20 árum síðan lá ég hér í þessu rúmmi sem ég sit við nú. Ég var 17 ára gamall,með gleraugu og nýsprengda fílapensla víðsvegar um andlitið, ég var rauðhærður en var búinn að lita hárið á mér svart, aðallega vegna þess að ég var svo mikill Cure aðdáandi og það þýddi alls ekki að vera rauðhærður þegar maður hlustaði á Cure. Þá skipti miklu máli að vera dökkhærður með svart naglalakk, rifnum gallajakka og gallabuxum, þannig klæddi ég mig allavega, kannski var þetta bara miskilningur hjá mér.

Við vorum nýflutt í þetta hús, ég, mamma mín, pabbi og litli bróðir minn Þetta er stórt hús, stórir gluggar og rosalega stór lofthæð. Hæðirnar eru þrjár svo er háaloftið, háaloftið hræddi mig mikið á þessum tíma þó svo að ég viðurkenndi það aldrei, og nú þegar ég horfi upp í loftið meðan ég sit hérna þá flæðir um mig kaldur hrollur, hræðslan er svo sannarlega enn til staðar.

Ég byrja að hugsa um bróður minn, enda ekki skrítið því hann er ástæðan fyrir því að ég er staddur hérna aftur tuttugu árum seinna. Bróðir minn hét Leó, hann var 15 ára rauðhærður grannur strákur. Hann var orðinn minn besti vinur, aðallega því við vorum ný flutt í húsið og vinir voru í algjöru lágmarki. Ég man að hann elskaði að búa til módel, hann sat við skrifborðið klukkutímum saman límandi saman ýmis módel, aðallega flugmódel en ég man að það voru líka til bílar, skip og jafnvel þyrlur.

Ég lá upp í rúmmi þetta umrædda kvöld, ég man að það var rosaleg rigning úti, allavega í minningunni, það var opin hurðin og ég horfði framm á ganginn meðan ég var að rembast við að sofna. Ég var þreyttur en gat ekki sofnað, og þegar ég get ekki sofnað fer ég að hugsa, ég var að hugsa um vöflur og hvað mig langaði mikið í vöflur. Stórar þykkar amerískar vöflur með sírópi, ég veit ekki afhverju ég var að hugsa um vöflur því ég fæ aldrei vöflur og finnst þær ekki góðar. En þegar ég lá þarna og hugsaði um vöflur labbaði bróðir minn framhjá herberginu mínu, ég kallaði á hann en hann svaraði mér ekki. Ég settist upp og hlustaði á brakið í gólfinu þegar hann labbaði og ég heyrði hann fara inn í eldhús, svo ég elti hann.

Þegar ég kom inn í eldhús stóð hann þarna í náttfötunum með stórt glas af mjólk. Ég spurði hann hvað hann væri að gera og þá leit hann á mig og sagði mér að hann væri að fá sér mjólk. Ég sá á augunum að hann hafði verið að gráta, ég spurði hann hvort eitthvað væri að, hann svaraði því neitandi þambaði mjólkina sína og labbaði inn í herbergið sitt, þetta var seinasta skipti sem ég sá bróðir minn.

„Hvað gerðist?“

Ef ég bara vissi, eina sem ég man eftir eru öskrin í móður minni og pabba hlaupandi út um allt húsið leitandi að bróðir mínum. Ég hrökk upp og hljóp inn í herbergi bróðir míns og það var autt, leit undir rúmmið og ekki var hann þar, ég setti herbergið hans í hvolf í þeirri von um að hann væri þarna inn í herberginu, ég veit ekki afhverju ég gerði það því hann var ekki vanur að fela sig. En ég man eftir brunagatinu í loftinu.

„Brunagatinu”?

Það var stórt brunagat í loftinu beint fyrir ofan rúmmið hans, það náði nú ekki í gegnum loftið en það var eins og það hafi verið sprenginn í herberginu.

Lögreglan kom um hádegi, þegar ekkert hafi spurst um bróðir minn og leitin hófst. Auglýsingar voru hengdar um allan bæinn og það var leitað í skóginum nálægt húsinu mínu en þeir fundu aldrei neitt.

Við fluttum tveimur árum eftir atburðinn, móðir mín gat ekki átt heima í þessu húsi. Ég man eftir að reglulega á þessum tveimur árum sem við bjuggum þarna að ég heyrði oft í bróður mínum inn í herbergi en þegar ég kom inn í herbergið hans var hann ekki þar. Og á loftinu heyrði ég fótatak en þegar ég leit skít hræddur upp í háaloft sá ég aldrei neitt.

„Og afhverju erum við hér?“

Von, ég held ennþá í vonina um að bróðir minn sé hérna, það eru leyndarmál um húsið sem ég vill finna út.

Ég og kærastinn minn John sitjum inn í gamla herberginu mínu, hann spyr mig spurningar um fortíðina og skrifar niður, hann er að skrifa bók um þennan atburð, persónulega finnst mér það óþægilegt en ég er búinn að gefa honum leyfi, aðallega því ég elska hann svo mikið, hafði aldrei leyft neinum sem ég þekki ekki að grafa svona djúpt inn í fortíðina mína.

Hann horfir á mig, hann þekkir mig og veit að þetta tekur á.

„Og hvar byrjum við?”

Ég segi honum að best væri að byrja á bókasafninu.

Við erum staddir á bókasafninu, nýlegt hús, ekki eins og bókasafnið í London þar sem draugar fljúga um loftin og það eru kóngulóar vefir á bókunum. Persónulega líkar mér betur við bókasafnið í London, þar get ég falið mig og hrjúfrað mig niður við skriftir eða lestur.

Við sitjum við tölvuna og flettum upp gömlum dagblöðum, ég sé fyrirsögnina um bróðir minn, það stendur að hann hafi horfið 3 maí 1976 en það er ekki rétt því hann hvarf 2 maí, 2 maí sá ég hann seinast, 2 maí hvarf hann.

Við förum lengra inn í fortíðina, að upphafinu og sjáum mynd af honum, Ryan Sebastian, maðurinn sem byggði húsið, hann bjó í því í tvo daga svo fór hann og ekkert hefur spurst til hann síðan. Árið 1875.

„Hvað með fólkið sem bjó á eftir ykkur í húsinu?“ spyr John.

Við flettum þeim upp, hjónin Thelma og Daniel bjuggu þarna á eftir okkur ásam börnum þeirra þremur. Þau bjuggu þarna í tíu ár áður en þau fluttu til london og miða við þær upplýsingar sem ég og John náðum að grafa upp búa þau ennþá í London.

Við förum til London og bönkum upp á hjá þeim hjónum, þau segja okkur að sonur þeirra hafi sofið í herberginu sem bróðir minn hvarf og þau segja okkur einnig að aldrei hafi neitt grunnsamlegt gerst í húsinu.

Og nú erum við staddir hjá syni þeirra Erik, þrjátíu og eins árs gamall lögfræðinemi, hann býður okkur inn og við sitjumst inn í þessa ósköp venjulega bresku stofu.

„Ég svaf í herberginu öll þau tíu ár sem við bjuggum í húsinu og fékk að vita öll þau leyndarmál sem húsið hafði að bjóða en ef þið viljið vita þau þá verður þú að gera herbergið að þínu nýja heimili”.

Hann bendir á mig.

Það er úði úti þegar við keyrum í burtu frá London og ég horfi út um gluggan á tréin og moldina á akrinum. John keyrir, hann hefur ávallt verið sá maður í sambandinu sem keyrir, það hefur verið hljóður samningur um að ég keyri ekki.

Ég sit lykilinn í skráargatið og opna hurðina, brakið í hurðinni bergmálar um allt húsið og mýsnar hlaupa í skjól.

„Halló“ en enginn svarar.

Við liggjum saman upp í rúmmi og tölum saman, við tölum saman um hvort ég ætti að eyða nóttina í herberginu en áður en við komum að niðurstöðu þá sofnum við.

Ég vakna snemma um morguninn, John var ekki vaknaður. Ég fer niður og bý til morgunmat handa okkur þegar hann kemur með stýrurnar í augunum.

„Ég held ég sé tilbúin?”

„Tilbúin til að gera hvað elskan mín?“ spyr hann og horfir á kræsingarnar á borðinu.

„Að sofa í herberginu, ég held að ég geri það í kvöld”. John horfir á mig í smá stund og horfir svo á diskinn sinn og fær sér bita af soðna egginu og smyr sér á brauðið.

„Ef þú telur að rétta ákvörðun í stöðunni sé að sofa í þessu blessaða herbergi þá gerir þú það, en ef þú finnur eitthvað undarlegt á sveimi þá skríður þú uppí til mín“

Hann brosir til mín og ég get ekki varist þess að hlæja.

Kvöldið byrjar að halla að og ég leggst upp í rúm, þetta er ekki sama rúm og bróðir minn svaf í fyrir um 20 árum síðan, það er úr gormum, ég man eftir rúminu sem bróðir minn svaf í, það var harður beddi, ég lognast út af.

Allt í einu vakna ég upp við lag kc and the sunshine band, þetta lag man ég alltaf eftir því það var spilað þegar ég sá John í fyrsta skipti á dansgólfinu, lagið heitir boogie shouse.

Herbergið byrjar að snúast í hringi og ég held fast í rúmmið mitt, ég sé að loftið fyrir ofan mig byrjar að opnast og að einhverskonar lyfta slammast inn á mitt gólfið í herberginu. Ég horfi undrandi á lyftuna þegar diskóljós byrja að lýsa upp herbergið og lagið boogie shouse ómar í eyrunum mínum. Þegar lyftan opnast sé ég Ryan Sebastian. Hann bröltir úr lyftunni dansandi og dansar í kringum lyftuna meðan ég sit þarna í rúminnu og er en að klípa mig í eyrað.

Hann dansar þangað til lagið klárast og ég heyri aðeins í diskókúlunni snúast í hringi meðan hann horfir á mig brosandi.

„Hvernig fannst þér?” spyr hann mig.

Ég spyr hann stamandi hvað hann meinti.

„Dansinn minn, hvernig fannst þér dansinn minn, flottur?“

Ég svara því játandi án þess að gera mér grein fyrir því.

„Ég elska þetta lag, ég get sagt þér það að boogie er mitt uppáhalds, ég elska boogie sem er skrítið því ég er fæddur hér á jörðinni 1875 og kókaín ekki orðinn áhrifavaldur tónlistarmanna.”

Ég horfi á hann skelfingu lostinn, ég veit ekki hvort mig sé að dreyma, ég horfi á loftið sem lyftan braut sig í gegnum og það er allt brotið upp, ég sé bara í bláan næturhimininn fyrir ofan og stjörnurnar.

„ En nú að því afhverju ég er hérna hjá þér í kvöld, ég skil vel að þú ert hræddur og ringlaður en það er óþarfi“

Hann sest á rúmmið hliðiná mér og horfir á mig meðan ég kipra mig hægt og rólega frá honum.

„Ég kem frá annari vídd, vídd sem engin hræðsla er, ekkert hungur, engin stríð, heimur sem er stútfullur af hamingju og ást og ég er með tilboð fyrir þig, því þú valdir þennan stað sem við erum hér nú þá ætla ég að bjóða þér að koma með mér og upplifa það sem ég upplifi”.

Mig langar að spyrja hann um bróðir minn.

„Upplifa það sem bróðir þinn upplifir“.

Áður en ég get svarað sé ég bróðir minn standa þarna í horninu brosandi til mín, hann lítur út alveg eins og ég sá hann seinast, hefur ekki elst um einn dag.

Ég hleyp til hans.

„Bróðir minn, hvar hefur þú verið elsku bróðir minn?”.

Ég faðma hann að mér og kyssi hann, ég finn tárin leka niður kinnarnar mínar þegar hann strýkur höndunum sínum um hárið mitt.

„Ef þú kemur með okkur þá verður þú ódauðlegur alveg eins og bróðir þinn og þú færð það sem allir hafa dreymt um“.

Ég horfi á bróðir minn sem stendur þarna brosandi með þessi fallegu bláu augu.

„Þú sérð ekki eftir þessu bróðir sæll, ég hef saknað þín og ég veit að þér finnst ég hafa yfirgefið þig, mömmu og pabba en þetta er tækifæri sem þú getur ekki látið framm hjá þér fara, þetta var tækifæri sem ég lét ekki framm hjá mér fara.

Ég stend upp og horfi í kringum mig, það er allt svo skrítið þarna inni, diskóljósin, lyftan á miðju gólfinu þetta getur ekki verið satt.

Ég finn fyrir þorsta og spyr Ryan hvort ég meigi fá mér vatnsopa inn í eldhúsi.

„Það máttu, en þegar þú kemur til baka þá verður þú að hafa ákveðið þig hvort þú vilt koma með okkur eða vera hér áfram, en mundu að ef þú ákveður að fara ekki með okkur hér í kvöld þá þarftu að lifa við alla þá sorg sem á eftir að henta þig og ef þú segir frá þessum stað hér þá færðu eina mínútu til að njóta þess sem þú hefur á jörðinni því eftir það fyllast æðar þínar af lofti og þessi staður brennur.”

Ég hleyp inn í eldhús og kveiki á krananum, sit glasið undir og bíð eftir því að það fyllist.

„Hvað ertu að gera?“

Ég hrekk við og sný mér við með glasið í hendinni.

„Er eitthvað að?”.

Hann sér að ég hafi verið að gráta. Ég segi honum að það sé ekkert að og þamba vatnið.

„Hvað sem það er Erik ekki fara frá mér, ég elska þig of heitt til að missa þig“.

Ég geri mér strax grein fyrir því hvað ég þarf að gera, ég hef tekið ákvörðun.

„John, hlustaðu á mig, það er ekkert sem á eftir að henta mig, ég mun aldrei í lífinu fara frá þér, þú ert ástæðan fyrir því að ég dreg andann, getur treyst því að þegar þú vaknar á morgun þá áttu eftir að vakna við ilminn af beikoni og eggjum því að ég ætla að elda fyrir þig góðan morgun mat þegar við vöknum”.

„Ég var meira að hugsa um vöflur, veit ekki afhverju en mér langar allt í einu rosalega mikið í vöflur“. hann brosir til mín,labbar inn í svefnherbergi og lokar á eftir sér, ég stend þarna í smá stund og reyni að ná áttum með glasið í hendinni.

Ég kem aftur inn í herbergið, bróðir minn og Ryan bíða eftir mér.

„Jæja hefur þú tekið ákvörðun”?

Ég svara því játandi.

„Og hver er hún?".

Ég heyri lagið Icecream man með Tom waits bergmála um herbergið, tónlistin sem ég elska og ekkert annað.

Ég horfi á þá og dreg djúpt að mér andann, í seinasta skipti hér á þessari jörð.