Þetta er nú bara listi sem ég gerði svona upp á gamanið, meina á maður ekki bara að hafa gaman af þessu.

Þetta er nátturlega bara minn listi og þið meigið endilega koma með ykkar lista, alltaf gaman að bæta meira inn á listann sinn.

Svo hér er topp lög þegar þú ert orðinn geðveigt fullur og vilt flippa listinn minn:
( Ekki í neinni sérstakri röð varðandi gæði)


Númer 20

Kate Bush - Wuthering Heights.

Kate Bush kom með þetta lag árið 1978 og var þetta á plötunni The kick inside frábær plata sem ég mæli með að allir nái sér í.

Númer 19.
Cameo - word up

Þetta lag kom út árið 1986 og sló strax í gegn, kannski aðalega því að söngvarinn í hljómsveitinu gékk alltaf í rauðu pungbindi á tónleikum sem að sjálfsögðu þýddi bara að hann væri maðurinn.

Númer 18.

Pat Benatar - Love Is A Battlefield

Okei að sjálfsögðu þarf þetta að vera á listanum, meina þegar maður er orðinn geðveigt fullur og langar aðeins að verða reiður og ástríðufullur á sama tíma þá situr maður þetta á fóninn, æðislegt lag hér á ferð.
Kom út árið 1983 og gerði allt brjálað.


Númer 17.

heatwave - groove line

Kom út árið 1977 og tröll reið öllu á stöðum eins og 54 í new york þar sem fólk gerði ekki mikið annað en að taka inn kókaín og stunda óvarið kynlíf.
Gaman að segja frá því að veggirnir á studio 54 var meira segja búið til úr kókaíni. Meina kókaín tröllreið öllu á þessum tíma, og fólk dansaði eins og motherfucker.. Þessir gaurar eru báðir dauðir, það er að segja sem eru í þessu bandi, overdósuðu öruglega af kókaíni.


Nr 16.

Violent Femmes - I hear the rain

kom út árið 1983 held ég. Ég meina Violent femmes eru nátturlega bara menninir og maður á að sjálfsögðu ekki að abbast upp á þá, miklir meistarar þar á ferð og ein af mínum uppáhalds böndum. Þetta lag situr maður á þegar maður er í góða vina hópi með mikið af bjór kl svona 7 um morguninn eftir að maður er búinn að skríða úr bænum.


Nr 15.

Tapes ‘n Tapes - Insistor

Þetta er á plötunni the loon sem er í heild sinni bara eitt gott partý, algjör snildar plata hér á ferð og ef þið eruð í partýi í heimahúsi þá sitið þið þessa plötu í og spyrjið ekki kóng eða prest hvort þið meigið það því það er bara regla að maður þurfi ekki að spyrja neinn að því.


Nr 14.

the Knife - Heartbeats

Mikið meistaraverk hér á ferð, fólk ætti nú flest að kannast við þetta lag svo sem og persónulega er ég búinn að nauðga því fyrir löngu síðan en þegar maður er í stuði þá verður maður bara að fá að hlusta á það allavega einu sinni.
Myndbandið af því er líka í miklu uppháldi hjá mér, þið ættuð að tékka á því.


Nr 13.

Chromeo - Needy Girl

Þetta lag er að sjálfsögðu bara frábært og á heima á öllum börum á landinu frá dillon og alveg að hverfisbarnum þó svo að ég hef aldrei þorað inn á hverfis enþá (hræddur um að vera stunginn) þá á þetta algjörlega heima alstaðar.
Elska að vera ber að ofan bara með karlmönnum geðveigt sveittur og blasta þetta inn í kjallaraholu einhverstaðar. Konur eru samt að sjálfsögðu velkomnar og þetta er algjörlega lag til að labba hægt að stelpu á bar einhverstaðar og strjúka þér lét við rassinn á henni og virkilega halda að hún taki eftir því hversu hart ****ið á þér er.


Nr 12.


aphex twin - come to daddy


Okei þetta lag er hart, eða svona erfitt kannski, en vá þegar maður er kominn í gírinn og orðinn virkilega sóðalegur þá situr maður come to daddy á fóninn og er þetta alveg svona meinstrímasta lagið hans aphex twin.


Númer 11


Tracy Jordan - Werewolf Bar Mitzvah

Þetta lag er nú ekki í neinni plötu svo ég viti, bara lag með honum Tracy Jordan úr 30 rocks en leikarinn heitir víst Tracy Morgan, hann er alveg jafn geðveikur og karaterinn í þáttunum :P


Númer 10.

Supertramp - take the long way home.

Æjj þetta er bara lag sem hefur vaxið með okkur kunningjahópnum svo við kunnum textan og svona, kannski ekkert lag sem annað fólk telur vera djamm lag en þegar við erum erum komnir í gírinn þá sitjum við með öl í hönd og syngjum þetta lag saman ekki veit ég afhverju, svo strax eftir þessu lagi sitjum við breakfast in america.


Númer 9.

Fm Belfast - Underwear

Verður maður ekki að sitja íslenskt lag, þetta er frábært band og á öruglega og er ótrúlega heitt þessa dagana.
Allir þessir sem ganga um í gardínu fötum og alltaf með hliðartöskuna sína og hanga á kaffihúsum í miðbænum eru alveg að slefa yfir þessari hljómsveit. Mjög fín hljómsveit og mæli ég með plötunni hún er góð. Svo finnst mér stelpan í hljómsveitinni sæt, reyndar skiptir engu máli hvernig stelpan lítur út, ef hún er í hljómsveit og jafnvel heldur á bassa eða rafmagnsgítar þá er það nóg fyrir mig.


Númer 8.

Grinderman - No Pussy Blues

Nick Cave er að sjálfsögðu bara guð og mesti töffari sem hægt er að sjá á sviðinu.
Ef einhver myndi geta komið mér út úr skápnum þá væri það hann, ég er ekki hommi en hann gæti tekið mig hvenar sem er því að sjálfsögðu væri ég kellingin í þessu sambandi.


Númer 7.

Nick Cave and the bad seeds - stagger lee

Maður þarf að vera virkilega sóðalegur þegar maður situr þetta lag á fóninn því þetta lag er virkilega sóðalegt.

Besta lína í lagi er í þessu:

I’m a bad motherfucker, don't you know
And I'll crawl over fifty good pussies just to get one fat boy's asshol.

Númer 6.

Modest Mouse - Trailer Trash

Þetta lag er að sjálfsögðu bara geggjað og endaparturinn fær alla fulla menn til að taka air gítarinn upp.
Lagið er á plötunni The Lonesome Crowded West sem kom út árið 1997 og er mín uppáhalds plata með þeim, eða hún og The Moon & Antarctica.


Númer 5.

Slagsmålsklubben - Övningsköra

Ekkert um þetta lag að segja, þetta er skrítið tölvu tónlist sem við sitjum á þegar við erum ölvaðir og já flippum. Klikkað lag ;)


Númer 4.

John Farnham - you're the voice

Þetta lag er að sjálfsögðu skilda á öllum svona listum hjá öllum, þetta er the ultimate motache lag í heiminum. Þið verðið að finnast þetta gott það er skilda.
Lagið kom út árið 1987.


Númer 3.

Dr Hook - be the cover of the rolling stones.

Þetta lag er mikið að koma aftur hjá okkur strákunum í mínum vinahópi, það fór í nokkur ár en er komið núna, alveg eins og piano man í gamla daga það er farið, kannski það kemur aftur einn daginn.

Númer 2.

Devendra Banhart - Carmensita

Ef þessi maður er ekki heitur í dag þá á hann eftir að vera það, aðalega því hann er að deita Natalie Portman, en mjög hæfileikaríkur tónlistarmaður hér á ferð og diskurinn hans Smokey Rolls Down Thunder Canyon er ótrúlega góður, öll lögin algjört konfegt.


Númer 1.

The cure - boys dont cry

Þetta lag er að sjálfsögðu bara eitthvað sem hefur alist upp með manni og maður verður að spila það allavega einu sinni á djammi, the cure eru nátturlega bara snillingar þegar kemur að góðri tónlist, allavega þegar maður er fullur.


Jæja þetta var listinn minn, bara svona skemmtilegt innslag inn í hræðilegt tímabil í íslensku efnahagslífi en yndislegu tímabili í íslensku tónlistarlífi því núna eru allir atvinnulausir og hafa tíma til að semja tónlist.
Og þegar fólk vorkennir sjálfum sér þá býr það til tónlist, ég meina sjáið bara hversu langt lay low komst.

Vonandi hafið þið haft gaman af þessum lista og endielga komið með hugmyndir á móti, alltaf gaman að hlusta á góða tónlist á fillerýi, nema þeir sem ekki drekka, ekki byrja að drekka það er hræðileg fíkt, haldið áfram í skóla og notið verjur.


Takk fyrir.