I spit on your grave (endurgerð) I spit on your grave (2010)

Leikstjórn: Steven R. Monroe

Handrit: Stuart Morse.


I spit on your grave er endurgerð á mynd frá árinu 1978 sem hét Day of the women. Upprunnalega átti sú mynd að heita I spit on your grave en framleiðendum fannst það of gróft nafn á myndina.

Sú mynd var bönnuð víðsvegar um heiminn vegna grófs ofbeldis, tildæmis í Noregi, Írlandi, Þýskalandi og hér á Íslandi.

Ég hef séð þá mynd og skrifaði grein um hana hér á huga.

Ég ákvað að horfa á þessa mynd í gærnótt, ég var hins vegar ekki mikill aðdáandi fyrri myndar, aðalvega vegna þess að myndin var 40 mínútur af mönnum að nauðga konu á ógeðslegan hátt og svo
var hefndinn ekki í samræmi við hversu ógeðslegar þær 40 mínútur voru. Hefndar hluti sú myndar var um 10 mínútur.

Þessi mynd var hins vegar betri fannst mér. Atriðið þar sem þeir nauðguðu konunni var ekki eins brútal og í þeirri fyrri þó svo að það var mun verra en það þurfti að vera.

Fannst þeir hafa getað haft það mun stittra en þó ekki kanski, aðalega því þá myndi sá hluti myndarinnar þar sem hún hefnir sín ekki vera eins sterkur.
Mér finnst gaman af ofbeldisfullum myndum en bara ef það er gert á réttan hátt og kunna sín mörk. Kannski fóru þeir aðeins yfir þá línu.

Persónulega var ég mjög pirraður yfir því hvað hefndar atriðin í fyrri myndinni voru léleg og sagði einni í fyrri grein að það mætti alveg gera endurgerð af þessar mynd og hafa atriðin þar sem hún hefnir sín mun betri.

Leikstjórinn í þessari mynd bætir upp fyrir það og kvennkyns karaterinn lætur þessa ógeðslegu red neck nauðgara hafa það óþvegið.

Þessi mynd er bara ofbeldi út í gegn og ekkert annað, það er voða lítill boðskapur í myndinni og söguþráðurinn er frekar þunnur.

Ef ykkur finnst gaman að horfa á ógeðslegar brútal gore myndir mæli ég með þessari en ég get sagt ykkur að ég var fljótur að sitja forgetting sarah marshal í spilarann bara svona aðeins til að jafna mig og hugsa líka afhverju maður er að horfa á svona myndir eins og I spit on your grave.

Ef ykkur líkar I spit on your grave gæti verið að þið mynduð vilja sjá: Martyrs,Cannibal Holocaust, Haute Tension, Ils, Eden Lake.



**1/2 af *****