the seventh continent. The Seventh Continent


The seventh continent eða eins og hún heitir á þýsku Siebente kontinent er fyrsta mynd Michael Haneke. Myndin er síðan 1989 og var alveg ótrúlega umdeild á sýnum tíma. Þegar myndin var frumsýnd í austuríki að ég held þá löbbuðu meirihluti fólksins úr bíóhúsinu. Veit ég nú ekki af hverju því myndin er alls ekki það ógeðsleg, kannski meira bara sláandi.

The seventh continent er mynd byggð á raunverulegum atburðum um ágætlega setta fjölskildu það er að segja fjárhagslega séð, sem ákveður að fremja sjálfsmorð saman. Það er að segja mamman, pabbinn og 9 ára dóttir þeirra.
Eins og gefur til kynna þá er þetta mjög viðkvæmt efni og óhugnalegt og tel ég að leikstjórinn hafi tæklað verkefnið ótrúlega vel.

Það sem gerir myndir Haneke svo dásamlegar er þetta endalausa þolimæði sem hann gefur myndunum sínum. Hver rammi lifir svo lengi og svo fallega.
Ég held að maður sér ekki almennilega framan í neinn karater í alveg fyrstu 20 mínútunar í myndinni, eða hann leifir manni allavega voðalega lítið að túlka svipbrigði og andlit hvers karaters fyrr en töluvert er liðið af myndinni.

Myndin er mjög hæg og það er nú voðalega lítið sem gerist í myndinni.
Maður bara sér hvað allir í fjölskildunni og allir sem tengjast þeim einhverjum vinaböndum eru alveg ótrúlega óhamingjusamt.
Jafnvel stúlkan sem er svo saklaus og á allt lífið frammundan, maður sér greinilega að þetta er það sem hún vill gera og gerir sér fulla grein fyrir hvað liggur fyrir þó svo að hver og einn eigi að sjálfsögðu að dæma um það.

Myndin fannst mér ótrúlega góð, mjög fagmannlega unninn og myndatakan rosalega flott.
Myndin er hæg og rosalega dramatísk og maður þarf að vera undir það búinn þegar maður byrjar að horfa á hana. Þetta er langt frá því að vera popp og coke mynd.
Las ég einhverstaðar að fólk sem er þunglynnt ættu alls ekki að horfa á þessa mynd.
Þegar ég hugsa um það svona eftir á þá tel ég það alveg rétt, myndin dregur ótrúlega mikið úr manni allan mátt og maður verður svolítið þungur eftir myndina því hún er svo ótrúlega þung.
Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en kannski svona 2 – 3 dögum eftir að ég horfði á myndina hversu mikil áhrif hún hafði á mann andlega séð, mæli ég allavega með því að fólk skelli family guy, south park eða öðrum gaman þáttum í tækið eftir að þau eru búin að horfa á þessa mynd.
Nafnið The seventh continent gaf Haneke út af því að það var sá heimur sem fólkið vildi flýja í og komast í burtu til. Komast á betri stað, það kemur oft mynd af strönd í myndinni, það átti að vera þessi staður sem fjölskildan var að flýja til.

Mæli ég með því að allir sannir kvikmynda áhugamenn ættu að kynna sér þessa mynd og aðrar myndir eftir Michael Haneke því maðurinn er mikill snillingur.

***1/2 af ****