The Loved Ones The Loved Ones

Leikstjónr og handrit: Sean Byrne.


The loved ones er ástralísk hryllingsmynd lauslega um ungan strák að nafni Brent sem ætlar sér að fara á lokaball skólans með kærustu sinni, en ung stúlka að nafni Lola hefur önnur plön handa honum.

Lola er ung stúlka sem lifir með pabba sínum og mömmu, hún er með sjúklegar hugsanir þegar kemur að lokaballinu og pabbi hennar er allur að vilja gerður að gera hvað sem er fyrir hana svo hun getur lifað hinu fullkomna lokaballi.

Það er alltaf svo ótrúlega gaman þegar maður rekst á virkilega góða hryllingsmynd, þær eru fáar þessa dagana, held að fólk lifi í þeim miskiling að það sé ekkert mál að búa til góða hryllingsmynd.

Gaman að segja frá því að pilturinn sem leikur Brent er enginn annar en Xavier Samuel sem leikur víst eitthvað hunk í Eclipse myndinni sem er svo hræðilega leiðinleg mynd að ég slökti á henni.

En The Loved Ones er ekki leiðinleg mynd, hún er vel gerð, vel leikstýrð og vel leikin, þá aðalega hjá Robin Mcleavy stúlkunni sem leikur Lolu, hún er að gera góða hluti í þessari mynd.

SPOILER:::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::

Eina sem ég hef út á myndinna að segja er að þau breita fórnalömbum sínum í einhverskonar skrímsli og geyma þau i kjallaranum sínum, það er að segja Lola og pabbi hennar, frekar skrítið.

SPOILER BÚINN:::::::::::::::::::::::::::::::::::


Ef þið hafið áhuga á hryllingsmyndum þá mæli ég eindregið með því að þið kikið á þessa.


* * * * / * * * * *