I spit on your grave I spit on your grave

Leikstjórn: Meir Zarchi

Handrit: Meir Zarchi

Leikarar: Camilla Keaton, Eron Tabor, Richard Pace, Anthony Nichols.




Day of the woman eða I spit on your grave er kvikmynd frá árinu 1978.
Myndin var og er en mjög umdeild vegna mjög grófs ofbeldis
Þá aðalega 20 mín nauðgunar atriði sem er í myndinni.
Myndin var bönnuð eins og skot í flestum löndum og er en.

Ég held að það sé ekki hægt að fá hana hér á íslandi aðalega því að hún er enþá bönnuð þó að ég er ekki alveg viss. Gæti verið að hún sé til í Laugarásvideo.

Árið 1980 var hún sýnd svo í Ástralíu, þá undir öðru nafni eða day of the women aðalega út af því að titill myndarinnar I spit on your grave var álitinn of grófur. Þraukaði myndin þar í um 7 ár þangað til að það var bannað hana þar árið 1987, var það ekki fyrr en fyrir árið 1997 sem hún var leifð þar aftur.

Cammilla Keaton var gift leikstjóranum meðan á tökunum stóðu, og fannst mér undravert að hún hafi samþykkt að leika í þessari mynd því að það er svoleiðis nauðgað henni sundur og saman í þessari mynd.

Persónulega var ég fyrir vondbrigðum með myndina, ég svo sem vissi að maður væri nú ekki að fara að horfa a eitthvað meistaraverk en seinni partur myndarinnar var mjög svo slakur.

Nauðgunarsena myndarinnar var reyndar mjög ógeðfeld og brutal og fannst mér frekar of langt gengið í þeirri senu.

En hefnd konunar fannst mér alveg ömurleg asnaleg og frekar hlægileg, engan vegin brutal og fatta ég alls ekki hvað maðurinn var að pæla þegar um 30 mín af myndinni er eftir. Það var eins og tímin væri að vera búinn og peningarnir líka og þess vegan vildi hann bara flíta sér að klára myndina. Það er reyndar bara get gátur og ef hann hafi tekið hana alla upp í réttri tímaröð.

Hugmyndin fannst mér góð, kona að hefna sín á ógeðslegum gaurum með því að drepa þá alla, en útfærslan á því var hroðaleg.

Svo í heildina litið, var myndin frekar slök og tel ég að viðkvæmar sálir ættu að láta hana í friði, en forvitnir kvikmyndaáhugamenn ættu kannski að kíkja á hana.


1/2/****