Luis Bunuel (konungur Súralískar kvikmynda)


Luis Bunuel fæddist í spáni árið 1900, faðir hans hét Leonardo Buñuel og móðir hans María Portolés. Hann gékk í strangan kaþólskan skóla sem hann fyrirleit og var að lokum rekinn úr, seinna meir gékk hann í háskóla í madrit og kinntist hann þar merkum manni sem kinnti hann fyrir töfrum kvikmyndagerðar, engan annan en Salvador Dalí og saman gerðu þeir myndina Un Chien andalou sem er á mörgum kvikmynda topp listum um allan heim sem er mjög merkilegt því hún er aðeins 17 mínútur og eina stuttmynd sem situr á svona mörgum topp listum.

Gaman að segja frá því að á frumsýningu myndarinnar þá var bæði Bunuel og Dalí með vasana fulla af grjóti, og þegar myndin var búin voru þeir tilbúnir að gríta áhorfendurna því þeir voru nokkuð viss um að þeir myndu vera baulaðir niður sem var ekkert skrítið því myndin var og er en stór skrítin, en svo var ekki því áhorfendur tóku mjög vel í myndina.
Eftir þessa mynd gerði Luis Bunuel þrjár myndir í viðbót í heimalandi sínu, eina árið 1930 (L Age d’or) og aðra 1932 ( Las Hurdes). Eftir Las hurdes var Bunuel hrakin frá Spáni, aðalega fyrir að gagngrína mikið kaþólsku kyrkjuna, og á þeim tíma komust menn ekkert upp með það. Bunuel flutist til bandaríkjana þar sem hann vann t.d. á tímabili við að skrifa brandara fyrir Charles Chaplin en fékk nú aldrei kretit fyrir það svo vann hann líka lengi vel á safni í New York sem hét á ensku Museum of Modern Arts.

Árið 1946 fluttist Bunuel til Mexico og það var ekki fyrr en árið 1947 sem hann settist aftur í leikstjórastólinn, hét sú kvikmynd Gran Casino.
Honum fannst nú söguþráðurinn leiðinlegur en engu síður fékk hann þar að æfa sig og sjá hvort hann gæti nú enþá gert kvikmyndir. Myndin var ekki alslæm en langt frá þvi að vera hans besta verk.

Myndin sem kom honum aftur á kortið var myndin sem kom þar á eftir, El Gran Calavera sem kom út árið 1949, eftir hana var ekkert aftur snúið og fékk Bunuel algjörlega lausa tauma í að gera það sem hann vildi.

Árið 1961 var Bunuel boðið aftur til heimalands síns, og fékk hann það hlutverk að gera kvikmynd, var það hans seinasta mynd sem hann gerði í Spáni. Myndin hét Viridiana og eftir hana var allt brjálað í spáni og hann var aftur hrakin í burtu og myndin bönnuð í heimalandinu þó svo að hún vann Palme d'Or verlaunin á cannes.
Var þetta aðalega út af sömu ástæðu og áður, hann var mjög svo kaldhæðin í garð kaþólsku kyrkjunar í myndinni, sem þeir höfðu alls ekki húmor fyrir.

Eftir það fluttist hann til Frakklands sem hann gerði mikið af sínum bestu myndum, þar má nefna Le Journal d'une femme de chambre, Belle de jour, That Obscure Object of Desire, The Phantom of Liberty og La Voie Lactée (milky way).
Bunuel lauk kvikmyndaferli sínum í frakklandi og var kvikmyndin Cet obscur objet du désir hans seinasta verk hún kom út árið 1977, var hann þá orðinn 77 ára gamall.

Luis Bunuel er sagður vera konungur súralískar kvikmynda og einn af bestu kvikmyndagerðamönnum allra tíma.

Sagði til dæmis Sanley Kubrick að myndir Luis hafi mótað mikið hans myndir og þá aðalega A Clockwork Orange.
Alfred Hitchock hélt því alltaf framm að Luis Bunuel væri og verður alltaf besti og frumlegasti leikstjóri sögunar.

Bunuel dó árið 1983 í mexico city og gaman að segja frá því að nokkrum árum áður en hann dó tók hann upp kaþólska trú og er mikil kaldhæðni í því eitt og sér.

Mæli ég með því að allir sem virkilega elska og lifa fyrir kvikmyndir ættu að kinna sér verk Luis Bunuel því maðurinn var merkilega mikill snillingur.