Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

zheelah
zheelah Notandi frá fornöld 42 ára kvenmaður
46 stig
Áhugamál: Hundar, Hestar, Gæludýr

Re: Skott og eyrnastýfingar

í Hundar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þetta er nú reyndar ekki alveg rétt þar sem að dobermann og rottweiler hafa sjaldnast verið notaðir í hin svokölluðu pitt-figthing heldur voru þar mest notast við tegundir eins og pitt bull terrier sem var þróuð mikið með þetta í huga. sem aðrar tegundir má nefna American staffordshire Terrier,Bull Terrier, Staffordshire Bull Terrier, Shar-Pei, Canary Dog (Perro de Presa Cnario), Tosa Inu svo eitthvað sé nefnt. Eitt sem þessar tegundir hafa sameiginlegt er að þær eru nánast allar bannaðar á...

Re: Skott og eyrnastýfingar

í Hundar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Skottstýfingar hafa ávallt verið og munu ávalt vera algjörlega ástæðulausar, því ókostirnir vega miklu þyngra en kostirnir. Það var stundað hér áður að deyfa ekki ungabörn ef framkvæma þurfti einhveja aðgerð á þeim því talið var að taugakerfið í þeim væri mjög óþroskað og þau fyndu í raun ekkert fyrir því sem gert var við þau. Nú á nýrri tímum hefur komið í ljós að spendúr fæðast með fullkomið taugakerfi og því sársaukinn við skottstýfingu gríðarlegur. Nú er búið að banna að sýna skottstýfða...

Re: Hræðsluviðbrögð

í Hundar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þessi hræðsluviðbrögð benda einungis til þess að hún er aðeins óörugg andlega, þ.e. ekki með nógu stórt sjálfsálit. Þetta er í raun ekki slæmt í sjálfusér ef þú bara gerir þér grein fyrir þessu frá upphafi og gerir voðalega lítið mál úr því sem að hún hræðist, ekki taka hana til þín og “hugga hana” því þá ert þú að segja henni að þú munir passa hana fyrir þessum hræðilega hlut og gefur henni ástæðu til þess að halda áfram að hræðast hann. Það sem skiptir í raun mestu máli með þessa hluti er...

Re: great dane

í Hundar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Einvherra hluta vegna koma nafnið mitt ekki með þessari grein en nú bæti ég úr því kveðja Zheela

Re: Hafið þið prófað aðra hesta en íslenska ?

í Hestar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég verð nú að segja að það jafnast ekkert á við íslenskan hest á mjúku hágengu tölti, þar sem maðr finur hvernig hann gengur alveg í gegnum sig, á allri ferð. Ef eina actionið væri að ríða stökk (man nú reyndar eftir því frá því þegar ég var barn) þá væri íslenski hesturinn líklega ekki til, heldur hefði hann þróast líkt og þau hestakyn sem eru algengust í evrópu. Margar aðrað hestategundir eru gífurlega sjónhræddar og mega ekki sjá flögrandi fugl án þess að bregðast við. Ég hef hitt mikið...

Re: Að gerast Dýralæknir....

í Hundar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Þú græðir voða lítið á því að fara í háskólann hérna nema þú takir einhverja líffræði, því þú getur bara dýralækninn úti og það tekur minnst 5 og hálft ár.

Re: börn og hundar

í Hundar fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Kannski verður að meta aðstæður í hverju tilfelli. Oft sé ég krakka með litla hunda í göngutúrum og gerði ég þetta líka með elstu týkina mína (var 11 þegar ég fékk hana) en hún er lítil poodle. Mér finnst ekkert að því að krakkar fari út með heimilishundinn en það er alveg rétt að það er ekki hægt að ætlast til þess að þau beri ábyrgð á dýrinu. Persónulega finnst mér mikið sniðugra að barnið/börnin leiki við hundinn, þau fá bæði miklu meira út úr því. Það verður líka að taka inn í dæmið...

Re: Nýr staður fyrir hundagönguna?

í Hundar fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Hundatannkrem er mjög gott að nota á hunda, þú þarft jafnvel ekki að bursta tennurnar heldur er oft nóg að bera kremið á. Nutro Tartar control er önnur leið til að halda niðri tannsteinsmyndun, einnig geturu notað nagbein og meira að segja þurrfóður hjálpar til. Allt sem er hart, og hægt er að naga, hjálpar til en það er alldrei verra að nota sem flest, því það er frekar leiðinlegt þegar hundurinn er kominn með mikinn tannstein. Oft er ekkert hægt að gera þá nema að leita til dýralæknis....

Re: mig vantar hjálp...

í Hundar fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Eitt sem þú getur gert er að hegða þér eins og hvolpur myndi gera ef annar hvolpur myndi meiða hann. Þú ýlfrar og snýrð þér undan, leikurinn búinn! Þegar hún er aftur orðin róleg þá býðuru aftur upp í leik, hún er mjög fljót að átta sig þegar þú ferð að nota hennar tungumál. Múll er ekki eitthvað sem virkar á svona heðgun, heldur áttu að brjóta upp hegðunarmynstrið, því hún gæti vel haldið áfram að bíta og klóra þegar múlinn er farinn af. Ef neglurnar hennar eru mikið að angra fólk þá skaltu...

Re: Að baða hunda

í Hundar fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Fyrir mörgum árum síðan var verið að nota ýmis konar mannasjampó á hundana sem að eyðir upp fitukyrtlunum í hárrótinni. Nú til dags eru sérstök dýrasjampó til, jafnvel fyrir hverja tegund, s.s. hestasjampó, hundasjampó og kattarsjampó. Þessi sjampó eru gerð þannig að þau eyða ekki fitukyrtlunum og er því óhætt að baða týkina þína á hverjum degi. Það er heppilegt fyrir þessa hunda að baða þá svona einu sinni í mánuði, en þú gætir þurft að gera það oftar af því að hún er mikið hvít (sækir í...

Re: Karl-hundaeigendur hjálp!

í Hundar fyrir 22 árum
Þetta kallast forhúðarbólga og þessi útferð sem þú sérð er í raun gröftur. Þetta er mjög auðvelt að meðhöndla, þú tekur soðið vatn (sem er búið að kólna) og færð þér sprautu án nálar og sprautar inn volgu vatni, heldur fyrir og nuddar aðeins til að hreinsa allt svæðið. Þetta þarftu að gera svona c.a. einu sinni í viku ef þú vilt losna við þetta annars er þetta ekkert hættulegt, og reyndar mjög algengt. Ekki hafa neinar áhyggjur af þessu. kveðja zheelah

Re: Sara

í Hundar fyrir 22 árum
Pomminn kemur frá spittz hundum sem voru ræktaðir svo minni og minni. Talið er jafnvel að hann sé kominn af Íslenska fjárhundinum að hluta, ásamt norrænum sleðahundum. Þeir teljast nokkuð langlífir, og yfirleitt eiga þeir að vera kvillalausir. þeir hafa tvöfaldan feld þannig að þeir þola alla íslenska veðráttu en þú átt líklega eftir að þurfa að skola hana svolítið oft eftir göngutúra í blautu veðri (festist svolítið í feldinum á þeim eins og langflestum öðrum tegundum). Þeir eru fjörugir og...

Re: Hundakyn vikunnar: Great Dane

í Hundar fyrir 22 árum
Einhvers staðar heyrði ég að standardinn fyrir hæðina væri því stærri því betri, þeir eru það stórir að þeir geta labbað að hurðinni, bitið í hurðarhúninn og opnað, ekki gleyma að læsa :) Einn helsti gallinn við þá er samt hvað þeir lifa stutt, 8-10 ár í mestalagi. Annars eru þetta gýfurlega fallegir hundar og bera með sér þvílíkan virðuleika

Re: Uppáhaldstegundirnar ykkar?

í Hundar fyrir 22 árum
Persónulega er það fyrst og fremst Border Collie: hrikalega gáfaður (jafnvel einum of), fjörugur, kraftmikill, hlýðinn og skemmtilegur. Er reyndra orkufrekur og þarf að þjálfa þá eitthvað því annars verða þeir oft versti hundur í heimi Dobermann: blíður, skemmtilegur, hlýðinn, kraftmikill, öflugur, fallegur og skemmtilegur. Er reyndar eins og Borderinn með það að ef þeim er ekki sinnt þá geta þeir orðið verstu hundar í heimi. Annars eru fullt af tegundum sem ég er virkilega hrifin af en mun...

Re: Við og HUNDARNIR okkar :)

í Hundar fyrir 22 árum
Er hún úr mæðginagotinu????

Re: Við og HUNDARNIR okkar :)

í Hundar fyrir 22 árum
Já ég er með einn dobermann en stefni á það að fjölga einhverntíman í framtíðinni:) þegar ég er orðin gömul :) eins og er er hann eini hundafimi dobermannhundurinn á Íslandi en er að standa sig nokkuð vel, þetta eru frábærir hundar ef rétt er farið með þá. Ég er reyndar með Border Collie og poodle tíkur.

Re: Hundabúr til sölu

í Hundar fyrir 22 árum
Þú veist vonandi að þú getur skemmt sjónina í hundinum með þessu, þó það sé mjög gaman fyrir hann. Svona mikill þrýstingur á augun skemmir þau. Þetta er ekki illa meint en ég vildi bara láta þig vita

Re: Keyrt á og stungið af

í Hundar fyrir 22 árum
Þú, og þín fjölskylda, hafið alla okkar samúð. Ég veit að þetta var yndislegur hundur og á ég enn ófáar myndir af þeim systrunum að leika sér:) Ég veit að Fluga á seint eftir að hætta að leita að henni þegar við göngum fram hjá húsinu ykkar, hún stekkur alltaf í átt að hurðinni til að sjá hvort hún komi ekki með. Ég vona að þið jafnið ykkur en ég veit að það tekur tíma. Samúðarkveðja Zheelah

Re: Vantar Irish setter hund

í Hundar fyrir 22 árum
Talaðu við : Margrét Kjartansdóttir Sími: 562-1820 Hún er formaður setterdeildarinnar og ég veit að hún er með got núna

Re: Dverghamstrar

í Gæludýr fyrir 22 árum
Það á ekki að aðskilja foreldrana

Re: Litbrigði Íslenska hestsins.

í Hestar fyrir 22 árum
Ef við tökum inn einn þátt í litadæmið, þá mætti athuga litina á vinsælustu stóðhestum landsins t.d. má nefna Orra frá Þúfu, sem er brúnn og á þvílík ógrynni af folöldum (undirituð hefur ekki það mikið álit á þessum hesti), Hrafn frá Holtsmúla var líka brúnn og fleiri. Það sem verður líka að taka inn í dæmið er það að litaerfðir ráða því hvernig litur folaldanna verður og þegar mikið er til af brúnum stóðhestum verður mikið af brúnum folöldum eða folöldum sem bera brúnt erfðagen. Ein af...

Re: Langar að kynnast hestamenningu Reykjavíkur

í Hestar fyrir 22 árum
Það fer allt eftir því hvað það er sem þú hefur áhuga á að gera. Ef þú hefur t.d. áhuga á að horfa á flotta hesta þá eru þó nokkur stór mót í Fák á næstunni. Ef þig langar að fara á hestbak þá er reiðskólinn þyrill kanski það rétta fyrir þig (gæti kennt þér grunninn vel) og svo verðuru að fóta þig bara áfram. Þú verður ekki að gerast meðlimur í Fák nema þú ætlir að nota reiðhöllina eða að keppa, það geta samt allir orðið félagar í Fák, það eru eingin intökuskilirði :) Ef þú getur riðið út af...

Re: Boxer hvolpur óskast HJÁLP!

í Hundar fyrir 22 árum
Besta ræktunin sem þú getur farið til er Bjarkeyjar ræktunin, og ég myndi ráðleggja þér að tala við þau. Heimasíðan þeirra er http://www.mmedia.is/~sperdill/Frames/Link.htm og þau eru staðsett í landeyjunum. Ég get alveg mælt með þeim.

Re: Hundamatur....hvað er gott

í Hundar fyrir 22 árum
Þetta með Pedigree er ekki alveg satt en þat skiptir máli hvar þú kaupir það. Allur dýramatur sem seldur er í matvörubúðum er ekki það besta fyrir hundinn eða köttinn, eina fóðrið sem hægt er að mæla með er fóður sem keypt er í gæludýraverslunum. Það er eins gæludýraverslun sem ég held að selji Pedigree ekta hundamat, þ.e. Dýrahald í mosfellsbæ. Margir fóðurframleiðendur eru með tvær “týpur” af fóðri, annarsvegar það sem er selt í matvöruverslunum og hinsvegar það sem er selt í...

Re: hundaræktun

í Hundar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Sko í fyrsta lagi ertu reyndar ekki að gera týkinni neinn greiða með því að láta hana gjóta, en það er alltaf þitt val (eðlilega). Hjá HRFÍ geturu fengið ýmsar upplýsingar um það hvað þú þarft að gera til þess að hundurinn fái hvolpana skráða í ættbók. Flestar tegundir gera kröfu um mjaðma- og augnavottorð (má ekki vera eldra en 18 mánaða við pörun) og jafnvel axlarvottorð líka (þ.e. hundurinn þarf að fara í röntgenmyndatöku upp á mjaðmalos). Rakkatollurinn getur verið frá fyrsta vali á...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok