Mig langar að forvitnast aðeins um hvaða tegundir eru
í uppáhaldi hjá ykkur hérna á Hugi.is

Ég er með blöndu; Golden Retriever/Collie/Gordon Setter
og þessi hundur er bara milljón. Hann er einsog hugur
minn í næstum einu og öllu, það er reyndar smá ströggl í
honum þegar hann er í ólinni og svo lætur hann aðeins
vita af sér (bara með urri samt) ef eru aðrir karlhundar
nálægt - smá töffarastælar.
Ok, nóg um hann í bili.

Hverjar eru uppáhaldstegundarnar ykkar?

Mínar eru; (einsog sést er ég miiikið fyrir stóra hunda)

Saluki
Dobermann
Great Dane
Husky og Alaskan Malamute
Pyrenean Mountain dog
Samoyed

Jæja, hvað um ykkur?