Hæ hæ. Ég er með 2 pælingar í sambandi við dverghamstra. Ég hef heyrt að þeir meigi borða flestar tegundir af grænmeti en þó ekki rófur og eitthvað fleira. Veit einhver hvaða tegundir þeir mega borða af grænmeti? Svo hin spurningin, ég á par og þeir hafa eignast nokkrum sinnum unga og ég hef verið að pæla í því hvort parið eigi að vera saman þegar hún er með unga? (Hún hefur í eitt skiptið étið unganna.) Ég hef heyrt að þeir ali upp unganna saman ólíkt gullhömstrum. Getur einhver svarað mér? :)