Shiva : þetta er þjóðráð, vonandi verður enginn með leiðindi.

Corel : hér skulum við byrja upp á nýtt.

Ég á tík sem varð ársgömul á annan í jólum (jólabarn :)
hún er labrador með 1 1/16 irish stter svo hún er grönn aftur ( svona skvísa) hún er svört en aftan á báðum framfótum, alveg niður við þófa er hún með skjannahvíta daggardropa, og á einni “tásu” á hvorum framfæti eru pínulitlar hvítar perlur….Perla Dögg :)
Hún er hrikalega ljúf, mjög hlýðin og fús að læra.

Við fengum hana 3 mán (2.eigendur) með talsverða complexa sem hefur þurft að vinna talsvert mikið með…það er allt að koma :)

Hún er svona prinsessan á bauninni….veit fátt skemmtilegra en leikir…sækja….fótbolti (hún er í marki) og amerískur fótbolti finnst henni frábær, hún á hlýrabol og stuttbuxur fyrir þau tækifæri (stuttbuxurnar að sjálfögðu með skottopi :)
Einnig hefur hún óskaplega gaman af því að leita að öllu mögulegu, og þá er farið í feluleiki :)
Hún þarf reglulega mikil knús, þarf þá að skríða í fangið á manni og kúra…bara ein :)

Þar sem hún er ekki hrein viljum við ekki fara að halda henni undir einhvern, hins vegar hef ég mikinn áhuga á ræktun og stefnan er að fá fleiri hunda (ALLAVEGA 1 í viðbót )
Ekkert endilega til að rækta undan.
Ég á mér nokkrar uppáhaldstegundir, býsna ólíkar svo ég veit ekki hvað ég fengi mér, það er úr svo mörgu að velja .)

Sumir segja að þessi blanda labrador/setter sé hræðileg og þeim er ég mjög ósammála, þetta er annar hundurinn minn af þeirri blöndu og ég þekki 6 aðra vel, og ég myndi segja að betri blöndu er erfitt að finna.

En allavega næst langar okkur í hreinan :) Þá fær prinsessan leikfélaga :)