Hundakyn vikunnar: Great Dane Mig langar að byrja á því að kynna það kyn sem ég hef mestann áhuga á þessa dagana, Great Dane, eða Stóra Dana eins og hann er kallaður á íslensku.

Þó að nafnið bendi til þess að hann sé upprunalega frá Danmörku þá er uppruni hans þýskur og samkvæmt því sem að ég hef lesið mér til um þetta kyn eru þeir komnir af Mastiff og Irish Greyhound.
Talið er að kynið hafi orðið til um 1800 þó svo að megi finna heimildir 36. F.K. sem lýsa hundi sem er mjög líkur Great Dane í útliti og hegðun.
Hann var mest notaður sem veiðihundur og varðhundur, en í dag er hann mest notaður sem varðhundur og félagi.
Þeir eru einnig notaðir mikið sem vinnhundar í öðrum löndm, td lögregluhundar og við að aðstoða fatlaða.

Þetta er stærsta hundakyn veraldar í dag, og er meðalstærð á herðakamb 71-76 cm og þeir vega u.þ.b 46-54 k.g.
Stærri hunda má finna inn á milli hjá þessu kyni, en þeir eru seldir dýrari en þessir sem eru í “venjulegri” stærð.
Td geta karlhundar farið upp í 90 kg. Og rúmlega 80 cm á herðakamb.

Þrátt fyrir að þeir séu svona tröllvaxnir þá eru þeir nú tiltölulega auðveldir í umgengni og umhirðu.
Þeir hafa hægt um sig inni við (low indoor activity) en þurfa hins vegar að fá að hreyfa sig vel daglega, og er mælt með að þeir hafi stóran garð til umráða þó svo að þeir geti vel spjarað sig í íbúðum.
Það þarf ekki mikið að kemba þeim, þeir eru með snöggan feld og sléttan, en það er þó nokkuð meira mál að baða þá.
Klærnar þarf að klippa reglulega og passa að þær verði alls ekki of langar, enda stórir þungir og kraftmiklir hundar.

Þetta kyn er yfir höfuð auðvelt í þjálfun, en maður þarf að hafa strangann aga á þeim sökum stærðar og því má það ekki klikka að þeir séu vel upp aldir.
Enginn vill eiga stjórnlausann risahund :)

Og svona í lokin ætla ég að lýsa æskilegu útliti þeirra og skapferli.
Hundar af þessu kyni hafa verið nefndir ljúdu risarnir, þeir eru virðulegir, ljúfir, og ástúðlegir.
Þeir eru leikglaðir og þolinmóðir við börn. Einnig elska þeir og þarfnast þess að vera í kringum menn og fá félagsskap.
Þeir gelta ekki mikið, en láta þó í sér heyra ef ástæða er til, enda afbrags varðhundar, og geta ráðist á óboðna gesti ef þá ber að garði.
Þeir eru jafnir í skapinu, með mikla ábyrgðarkennd, húsbóndahollir og hægt að treysta á þá.
Einstaklingar af þessu kyni eiga það til að vera árásargjarnir í garð annara hunda, sérstaklega tík við tík, og hundur við hund.
Þeir eru mjög góðr með öðrum hundum ef þeir eru aldir upp með þeim strax frá æsku.

Sumir hundar af þessu kyni eiga það til að vera þrjóskir og streitast á móti þjálfun, og láta hafa aðeins meira fyrir sér en aðrir.


Þetta eru stórir kraftmiklir hundar sem samsvara sér vel.
Sumstaðar eru þeir eyrna og rófustýfðir, en það er bannað með lögum hér á íslandi.
Næstum allir litir á þessu kyni eru leyfilegir. Frá bröndóttu til blás, einlitu til marglita.
Ef að þið viljið lesa ykkur nánar til um þetta kyn vil ég benda ykkur á Sumir hundar af þessu kyni eiga það til að vera þrjóskir og streitast á móti þjálfun, og láta hafa aðeins meira fyrir sér en aðrir.


Þetta eru stórir kraftmiklir hundar sem samsvara sér vel.
Sumstaðar eru þeir eyrna og rófustýfðir, en það er bannað með lögum hér á íslandi.
Næstum allir litir á þessu kyni eru leyfilegir. Frá bröndóttu til blás, einlitu til marglita.
Ef að þið viljið lesa ykkur nánar til um þetta kyn vil ég benda ykkur á <a href=\"http://www.dogbreedinfo.com/greatdane.htm\“ style=\”color: blue; text-decoration: underline; text-underline: single\“>
þessa síðu</a> þar sem að ég nennti ekki að þýða nána lýsingu á kyninu.

<p class=\”MsoNormal\“> </p>
<p class=\”MsoNormal\“><strong><span style=\”font-weight: normal\“>Endilega
leiðréttið mig eða bætið við því sem ég gleymdi. </span></strong></p>
<p class=\”MsoNormal\“><strong><span style=\”font-weight: normal\“> </span></strong></p>
<p class=\”MsoNormal\“><strong><span style=\”font-weight: normal\“>Ég vann þennan
pistil mest af
<a href=\”http://www.dogbreedinfo.com/\“ style=\”color: blue; text-decoration: underline; text-underline: single\“>
www.dogbreedinfo.com</a> ásamt því sem að ég hef lesið mér til um þetta kyn í
gegnum tíðina. </span></strong></p>
<p class=\”MsoNormal\“><strong><span style=\”font-weight: normal\“> </span></strong></p>
<p class=\”MsoNormal\“><strong><span style=\”font-weight: normal\“>Kærar þakkir
fyrir lesninguna, </span></strong></p>
<p class=\”MsoNormal\“><strong><span style=\”font-weight: normal\">Zallý.</span></strong></p>

</body>

</html
———————————————–