Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

tolli
tolli Notandi frá fornöld 42 ára karlmaður
122 stig

Re: Af hverju mínutumæling á ISDN en fast á ADSL?

í Netið fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þegar ISDN tengingar er í gangi er ein 64 Kbit rás upptekin alla leið úr símstöðinni sem þú tengist í og allt inn í innhringibúnað ISPans. Það er enginn tilbúinn að vera með rás í innhringibúnaðinum tenga allan sólarhringinn ef að það er ekkert verið að nota hana – kostnaðurinn á bakvið hvern 30 línu straum er aðeins of mikill til að það sé skynsamlegt.

Re: Ótrúlega slöpp DNS tenging

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 1 mánuði
Að rugla ekki saman DNS og DSN gæti hjálpa þér.

Re: Hver er reglan fyrir kennitölur fyrirtækja ? spurt fyrir validation í php

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 1 mánuði
Eins og fram hefur komið er vartöluprófið alveg eins og í kennitölum einstaklinga. “Dagurinn” (fyrstu tvær tölurnar :) eru aldrei lægri en 41 og aldrei hærri en 71 - það er dagurinn sem fyrirtækið er stofnað á að viðbættum 40. Semsagt - þú stofnar fyrirtæki 1. janúar og kennitalan byrjar á 4101…. Einhver talar um 9 stafa kennitölur - verð að viðurkenna að ég hef aldrei heyrt talað um það, nema hugsanlega ef það er verið að tala um kennitölur í ársreikningum. :)

Re: adsl, ftp - mail og webserver

í Netið fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Það er minnsta mál fyrir þig að keyra þetta á ADSL tengingu hvar sem er, svo lengi sem þú ert með fasta IP tölu og pssar þig að leyfa ekki relay í gegnum póstþjóninn þinn. Augljóslega einhver misskilningur - þetta kostar ekkert (né heldur föst IP tala hjá Margmiðlun).

Re: Ég er BÁLREIÐUR á barnaskólakennurum !

í Skóli fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Hmmm. Ef maður reynir að lesa á milli línanna þá myndi ég giska á að persónan sem þú segist þekkja sé(rt) þú sjálf(ur), og stærðfræðikennarinn verið íslenskukennarinn þinn… En hvað um það, þá er það hárrétt að kennarar gera þetta. Góða skólakerfið.

Re: Uppá Stól Stendur Mín Kanna?

í Hátíðir fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Stafurinn er víst gildur, og kannan er á stól… sjá http://www.islandia.is/systah/jólasveinar_ganga_um_gólf.htm En ég verð að taka undir að “stend ég og kanna” hljómar mun gáfulegra. :)

Re: Lén á íslandi

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Eitt í þessu er ekki alveg rétt. Þegar Jón Jónsson fer til einhvers Internetþjónustuaðila og fær hann til að skrá .is lén fyrir sig, þá er Jón (eða hans fyrirtæki) í öllum tilfellum skráð sem “Stjórnunarlegur tengiliður” fyrir léninu, og ber þannig ábyrgð á því. Internetþjónustuaðilinn er hinsvegar (í flestum tilfellum) skráður bæði tæknilegur- og fjármálalegur (ugh..) tengiliður, þannig að internetþjónustan er vissulega rukkuð af ISnic, en sá sem á endanum kaupir lénið er *rétthafinn*. Ekki...

Re: Loksins Windows áhugamál !!

í Windows fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Þið báðir? Já, til hamingju.

Re: Coca-Cola

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Hvað áttu við? Hákarl *er* betri. Mmm… manninum hlýtur nú að mega segja sína skoðun, for crying out loud, rétt eins og þú fullyrðir að nautasteik sé betri en hákarl. (ég kýs nú kók samt frekar, og varðandi sambanburð, þá er ég ekki viss um að ég myndi þekkja muninn á pepsi og diet coke - en munurinn á coke og pepsi er augljós)

Re: Uhm...

í Linux fyrir 23 árum
Júbb, eitthvað svoleiðis… var minnir mig á slashdot fyrir nokkrum dögum. Og jú, lapppinn minn er með DVD drifi - sem ég hef þó aldrei svo mikið sem reynt að koma í gang í linux. ;)

Re: .htaccess ekki að virka

í Linux fyrir 23 árum
Í httpd.conf þarf að gefa möppum réttindi til þess að tekið sé tillit til .htaccess skráa. Þetta er gert með: (ath. [ og ] í stað minna-en og stærra-en) [Directory /path/to/my/web] AllowOverride AuthConfig Sjá http://httpd.apache.org/docs/mod/core.html#allowoverride Kveðja, Tolli

Re: XHTML er málið!

í Vefsíðugerð fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Jamm, XHTML er svalt, en ég sem gamalgróinn HTML-ari varð forviða í gær þegar ég tók draft af litlum vef sem ég er að grúska í, ætlaði að halda mig við XHTML, og renndi í gegnum Validaterinn hjá W3C. Vá! Mikið af attribute-um eru hreinlega farnir (reyndar var ég með stillt á strict, transisitional er auðvitað aðeins meira líbó), og einhver tög m.a.s. td hefur t.d. ekki width eða nowrap, og tagið nobr er ekki lengur til. Bara svona, pæling…. en hvað segir fólk… á maður að halda sig við HTML4...

Re: geggjað fyndinn !!!

í Húmor fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Afhverju var hús á eyðieyjunni? Eitthvað svona… mis…

Re: Punktur Net

í Vefsíðugerð fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Og afhverju er þetta í vefsíðugerð, en ekki forritun?

Re: aldrei lærum við

í Deiglan fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Nei. Fólk ákveður þetta um leið og það tekur við ökuskírteininu. Svo virðist a.m.k. vera. Gott dæmi einmitt frá því fyrr í kvöld… þegar maður keyrir Kringlumýrarbrautina í átt að Kópavogi, rétt kominn framhjá ljósunum við Listabraut (Kringlan/Verzló) er hægt að fara til hægri upp brekku og enda þannig á Bústaðavegi. Ég var semsagt á vinstri akrein, enda á aðeins meiri siglingu en þeir á hægri akrein, þegar einhver veðbjeður á gamalli Toyotu keyrir á 5 km. hraða á vinstri akrein, og að lokum...

Re: Bönnum sjálfsfróun!

í Deiglan fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Frábært framtak. Nú er ekkert sem stöðvar okkur Íslendinga; öflum fjármagns til að dreifa boðskapinn út, og frelsumst þannig.

Re: url

í Vefsíðugerð fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Er ég sá eini sem skil ekki um hvað maðurinn er að tala? Svo ekki sé talað um fyrir hvaða forritunarmál eða hvað hann vill þetta…

P.S.

í Forritun fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Gáfulegt af vefsýnarmönnum að birta þetta svona – því skv. því sem ég frétti síðan eru þeir að forrita sína hluti fyrir WebObjects í Java… ætla þeir að færa sig í C# útaf því að IE styður ekki applet beint frá kúnni? :)<BR

Re: Java forritarar atvinnulausir!!

í Forritun fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Fara þeir (við) að forrita í C#? Ekki ég. :) Veltið því aðeins fyrir ykkur… hvað ætli há prósenta þeirra klukkustunda sem fara í forritun í Java, fari í forritun á Appletum fyrir vafra? Ég ætla að skjóta á svona 0.5-1% C# Domination my ass. Samt ekki… :)<BR

Re: Skrifa .iso fæla í windows

í Linux fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ég man eftir mikið af vangaveltum um hvort þetta sé virkilega japönsk útgáfa á IRC… og niðurstaðan hefur alltaf verið sú að þetta sé japanskan. Snögg leit á Google (www.google.com, sem er einmitt snilldar leitarvél) skilar síðunni http://rpmfind.net/linux/redhat/redhat-7.0/iso/ - þar er talað um 7.0-i386-disc1.iso og disc2 - sem er það sem þú vilt… Þess má í leiðinni geta að ftp.linux.is er í raun spegill.isnet.is - þ.e. spegill ISnet af öllum fjandanum. :) (Bara svo þeir fái nú líka smá kredit)<BR

Re: Security-Enhanced Linux

í Linux fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Nákvæmlega. :) Rifjum að eins upp þegar einhver fann meintar bakdyr í Windows, sem NSA átti að vera með lykil að… gaman að því. :) Þá er auðvitað spurning um að blokka á alla traffík frá netum NSA og CIA? :P … nema það séu líka bakdyr í IOS ?

Re: Villu síða með Tomcat

í Vefsíðugerð fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Hvernig villusíður ertu að meina? HTTP villuskilaboð (404 Not found o.þ.h.), eða þegar upp kemur villa við keyrslu JSP síðunnar? Ég veit ekki með það fyrrnefnda, en ég er farinn að kunna skrambi vel við Apache+Tomcat, eftir að hafa eitt mörgum klukkutímum í að berjast við það… en svo small það að lokum. Hver veit nema ég smelli upp litlum HOWTO fyrir það. En… hitt… er eftir JSP staðlinum sem Tomcat fer eftir. Best er að skoða linkana á http://jakarta.apache.org/site/faqs.html – jGuru kemur...

Re: Nýtt áhugamál á Hugi.is

í Hugi fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Satt, satt. En hvað er annars grínið með að vera með appelsínugulan (eða rauðan?) bolta í stað gamla góða hvíta boltans?

Re: JRE á RH7.0

í Linux fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Sælir Ég hef nú ekki notað RH 7 ennþá, en hef sett upp mörg mismunandi JRE og JDK á RH 6.2, án teljandi vandræða. Einu vandræðin sem ég hef lent í eru version-conflict, enda var ég að hræra í bæði BEA WebLogic, Allaire JRun og Jakarta Tomcat… en Sun JDK 1.2.2 er það sem ég endaði á að nota (í því tilfelli sem vandræðinu komu upp), þar sem allir þessir pakkar voru sátt við það. En… hef annars fengið bæði JDK 1.3.1 og JRE 1.1.8 frá IBM til að virka. Man ekki heldur á að hafa rekist á neinar...

Re: Re: Allaire og Macromedia

í Vefsíðugerð fyrir 23 árum, 3 mánuðum
A) Það sem _ég_ hef áhyggjur af er að HomeSite og DreamWeaver renni í eitt, og það er allt sem ég talaði um í greininni. Það er rétt að ég hef ekki kynnt mér restina, enda hef ég margt þarfara við tímann að gera en að kynna mér eitthvað sem ég hef lítinn sem engan áhuga á. B) 75% markaðshlutdeild, segiru… en þúst… hverju? 75% WYSIWYG editora (íslenska orðið ritþór á ekki við hér) get ég trúað, en ég einmitt fíla ekki, eins og nokkrir aðrir, WYSIWYG. Varla fer nokkur lifandi maður að reyna að...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok