Ég er að nota RH 7.0 sem Apache þjón og ætla að hafa lokaðan aðgang að einni skrá með því að nota .htaccess. Skráin lítur svona út:
——————————————
AuthUserFile “slóðin að skránni”/.htpasswd
AuthGroupFile /dev/null
AuthName “einhver texti”
AuthType Basic

<Limit GET POST>
require valid-user
</Limit>
——————————————-
Hún er staðsett inni í foldernum sem hún á að læsa. Ég bý til .htpasswd skrána með skipuninni:
#htpasswd -c .htpasswd “notandanafn”
Mér er sagt að Þessi aðferð ætti að virka, en hún gerir það ekki í mínu tilviki. Þannig að þegar ég slæ inn slóðina að þessum læsta folder í einhverjum browser þá biður hann ekki um neitt lykilorð heldur hleypir mér beint í gegn. Mín spurning er: er eitthvað sem þarf að gera áður en hægt er að nota .htaccess á þennan hátt eins og ég lýsi hér að ofan? Ég hef ekki gert neinar breytingar (að ég held) á Apache þjóninum eftir ég setti hann upp (sem var á sama tíma og ég setti upp stýrirkerfið).


Kv. Doddi