Jæja, góðir hálsar. Ekki datt mér þetta í hug.
Eins og lesa má á vef Allaire, http://www.allaire.com/macromedia, eru þeir á leiðinni að undir eina sæng, og starfa undir því (að mínu mati) ógeðfellda nafni Macromedia.
Allaire heyrði ég fyrst minnst á fyrir nokkrum árum, þegar þeir keyptu HomeSite, snilldina sem Nick nokkur Bradbury hafði verið að malla, og ég fílað í botn í nokkra mánuði. Síðan þá hafa þeir stækkað heilmikið, og meðal annars keyptu þeir JRun, sem er ekki minni snilld en HomeSite, og hefur skánað til muna síðan (ekki að ég hafi haft undan JRun að kvarta áður).
En eins og ég sagði datt mér þetta ekki í hug, líklega vegna þess að ég hef ekki fengið þann vafasama heiður að nota DreamWeaver mikið, en eftir að hafa lesið dálítið um þennan samruna að HomeSite hefur fylgt með DW í nokkur ár. Nú er bara spurning hvort að þetta verði áfram sitthvor hluturinn, eða hvort þetta verði sameinað á einhvern hátt. Ekki eitthvað sem ég er spenntur fyrir… og ég verð að vona að “góðir fídusar”, ef einhverjir eru, verði teknir úr DW og bætt í HS. Ef það verður á hinn veginn, þá er ég nokkuð viss um að ég muni ekki kaupa fleiri uppfærslur af HomeSite (og varla mun ég verla DW!)
Jæja, nóg í bili. Lesið, fólk.