Nú er ég að reyna að setja inn rh7 hjá mér og er búinn að ná mér í tvo fæla (7.0-ja-i386-disc2.iso og disc1) (segið mér að þetta séu réttir fælar). Þá er vandamálið að skrifa þessa .iso fæla á disk sem ætlar að reynast mér þrautin þyngri. Ég reyndi að leita mér að einhverri hjálp á netinu og ircinu (eyddi kannski ekkert of miklum tíma í það) og merkilegasta svarið sem ég fann var að ég ætti að kíkja í manúalinn í skrifaraforritinu mínu sem ég og gerði (í nero, winoncd og cdrwin) en varð fátt ágengt. Er einhver með patent lausn á hvernig á að skrifa þennan pakka?

ps. Ég náði mér líka í forrit sem getur búið til .iso fæla… so close, but not close enough!<BR