Hvað er það við barnaskólakennara sem fá löngun til að hefta
niður námsþroska ungra barna sem hafa svo ekki þroskann til að
mótmæla kennaranum, og ef þeir gera það, verður kennarinn reiður
og segist hafa rétt fyrir sér eins og “alltaf”.
********
Þetta atvik kom fyrir persónu (nefni engin nöfn) sem mér er mjög
kærkomin. Hún(persónan) var í 6.Bekk þegar hún var komin langt á
undan í stærðfræði. Hún var búin að klára bókina á meðan hinir krakkarnir voru minna en hálfnaðir. Hún spurði um nýja bók en fékk hana ekki fyrr en að ALLIR hinir voru búnir með þessa sömu bók. Á meðan hinir voru að klára hana átti hún að lita ALLAR myndirnar í bókinni (og ófáar voru þær) til þess að “fylgja bekknum”.
********
Þarna eru kaflaskipti í sögunni vegna þess að nemandinn VILL halda áfram í aðra stærðfræðibók en kennarinn HELDUR aftan að henni
og lætur hana LITA allar myndirnar. Er þetta hægt??? Er með nokkrum hætti hægt að rökstyðja kennarans hlið á málinu með eðlilegu hugarfari ???
********
En hún hættir að rífast og byrjar að lita allar myndirnar, en er svo fjandi lengi að áður en hún er búinn að klára að lita þessa bók
eru krakkarnir að fá nýju langþráðu bókina hennar. En svo fer hún að kennaraborðinu með bros á vör og biður kennarann fallega um
nýju bókina. En hvað gerist þá ! Kennarinn neitar henni því hún er ekki búin að lita ALLAR myndirnar í bókinni.
********
Þetta er orðið fjandi ömurlegt hjá persónunni okkar. Það er búið að hefta námsþroska hennar vegna þess að kenarinn einfaldlega
NENNIR EKKI að setja henni sérstaklega fyrir eða e-ð (þessi
kenning er ekki endanleg heldur hugmynd). Það er búið að brjóta á námsréttindum hennar með eflaust fáránlegum tilburðum. Persónan
missir áhugann á stærðfræði. Sagan búin.
********
Svona er ég viss um að hafi komið mikið oftar fyrir en hérna.
Eflaust er hægt að finna verri (þar sem komið er verra fram) dæmi en þetta “smáatvik” sem í raun sýnir hvernig kennarar nýta sér
að nemendur þeirra séu BÖRN en ekki unglingar og þekki ekki
réttindi sín.
********
Þetta er ekki skáldað upp, og ég persónulega þekki nemendann sem þetta kom fyrir.

KV
barrett