Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

thorok
thorok Notandi frá fornöld 48 ára karlmaður
3.508 stig
Resting Mind concerts

Folkprogrokkarinn Johan Piribauer með nokkra tónleika á Íslandi (11 álit)

í Rokk fyrir 15 árum
Alþýðu- og þjóðlagarokkarinn og lagahöfundurinn Johan Piribauer frá Lapplandi í Svíþjóð er væntanlegur til Íslands nú um páskana. Mun hann halda þrenna tónleika á landinu, 10. apríl í Reykjavík, 11. apríl á Aldrei fór ég suður á Ísafirði og á Akureyri 13. apríl. Í för með Johan verður fiðluleikarinn Gabriel Liljenström og bakraddasöngkonan Maude Rombe. Johan syngur á sænsku en tónlist hans og textar sækja innblástur í menningu og náttúru Lapplands. Hann hefur gefið út 5 breiðskífur síðan...

Ný plata með Týr - By the Light of the Northern Star (18 álit)

í Metall fyrir 15 árum
Jájá, það er ekki að spyrja að því. Frægðarför Týr hefur tekið gríðarlegum stakkaskiptum upp á síðkastið og nú er svo komið að þeir eru á headliner túr í Bandaríkjunum. Það er Pagan Knights North American Tour, þar sem upphitun er í höndunum á Alestorm frá Skotlandi og Suidakra frá Þýskalandi. By the Light of the Northern Star heitir væntanleg plata með þessum frændum okkar og er væntanleg í búðir í byrjun júní ef mér skjátlast ekki. Það er ekki amalegt í ljósi þess að síðasta plata þeirra...

W:O:A METAL BATTLE - ICELAND - Sveitir tilkynntar (31 álit)

í Metall fyrir 15 árum, 1 mánuði
Þessa tilkynningu má sækja hér í pdf formati Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle - á Íslandi Í ár verður í fyrsta sinn haldin á Íslandi undankeppni fyrir alþjóðlegu hljómsveitakeppnina Wacken Metal Battle. Wacken er nafnið á litlum smábæ í Norður-Þýskalandi sem á hverju sumri umturnast í einn allsherjar risa þungarokksbæ þegar Wacken : Open : Air hátíðin er haldin. Fyrstu helgina í ágúst þjarka þar inn fyrir bæjarmörkin 70.000 gestir hvaðanæva úr heiminum til að hlusta á kanónur...

Umsóknarfrestur í Wacken Metal Battle Iceland framlengdur (7 álit)

í Metall fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Í ár verður í fyrsta sinn haldin á Íslandi undankeppni fyrir alþjóðlegu hljómsveitakeppnina Wacken Metal Battle. Wacken er nafnið á litlum smábæ í Norður-Þýskalandi sem á hverju sumri umturnast í einn allsherjar risa þungarokksbæ þegar Wacken:Open:Air hátíðin er haldin. Fyrstu helgina í ágúst þjarka þar inn fyrir bæjarmörkin 70.000 gestir hvaðanæva úr heiminum til að heyra kanónur þungarokksins spila. Í ár er svo komið að hátíðin verður haldin í 20. skiptið og því verður mikið um dýrðir. Á...

Progmetal plata ársins - ef ekki plata ársins hjá mér (25 álit)

í Metall fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Seventh Wonder - Mercy Falls! http://www.metal-archives.com/images/2/0/2/9/202982.jpg Seventh Wonder er 5 manna progressive metal hljómsveit frá Stokkhólmi í Svíþjóð. Hún var stofnuð 2000 og hefur hún gefið út 3 plötur. Mercy Falls er nafnið á þeirri nýjustu en sú plata kom út í haust. Mér var bent á þessa plötu fyrir um mánuði eða svo og síðan hefur platan ekki farið úr spilaranum! http://www.metal-archives.com/images/7/7/6/6/7766_photo.jpg Mercy Falls er ekkert minna en meistaraverk og að...

Wacken Open Air 20 ára - Hópferð á Mekka Metalsins (51 álit)

í Metall fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Wacken Open Air er ein elsta og þekktasta þungarokkshátíð Þýskalands, sem dregur að sér á hverju ári mörg þúsund manns frá öllum heimshornum. Hátíðin, sem haldin er í smábænum Wacken í Norður-Þýskalandi, er þriggja daga löng hátíð og fer fram dagana 30. júli - 1. ágúst. Spilað er á fimm sviðum, þar af 3 aðalsvið og tvö minni. Wacken er stórglæsileg hátíð, þar sem aðbúnaður, aðstaða, öryggi og almenn framkvæmd og utanumhald er til fyrirmyndar. Það kom því ekki á óvart að hátíðin hlaut Live...

Tribute mitt til meistaranna - Dream Theater (26 álit)

í Metall fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Árið var 1992. Það var ekkert rosalega mörg ár síðan ég var virkilega búinn að sökkva tönnunum í þungarokkið, hlustandi aðallega á hard rokkið eins og það var þá, Whitesnake, Warrant, Poison, Motley Crue, Steelheart, Cinderella.. you name it. Ég hafði gerst mikill aðdáandi Headbanger's Ball þáttanna á MTV, sem þá voru kynntir af súperbombunni Vanessa Warwick. Hörkuskvísa þar á ferð. Þetta voru vikulegir þættir og ég missti varla af þætti í ein 3-4 ár sem þátturinn var á dagskrá. Ég var...

Wacken Open Air - METAL BATTLE - ICELAND! (37 álit)

í Metall fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Restingmind Concerts kynnir með gríðarlegu stolti: Wacken Open Air - METAL BATTLE á Íslandi! Yep. Það er komið að því. Það mun íslenskt band spila á Wacken 2009! Wacken Open Air er stærsta og virtasta þungarokksfestival í heiminum og hefur verið haldið sleitulaust síðan 1990. Rain or Shine! Íslendingar hafa verið að sækja þessa hátíð um langan tíma og hafa síðan 2004 farið m.a. á hátíðina í skipulagðri hópferð. Sú hópferð hefur farið sístækkandi síðan þá, frá 25 manna hópi 2004 upp í 80...

Scar Symmetry - Sveit á leiðinni á toppinn (14 álit)

í Metall fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Það var fyrir allnokkrum misserum að ég fylgdist með sænsku sveitinni Theory in Practice, þar sem trommarinn Henrik Ohlson var áberandi liðsmaður. Sú sveit flutti verulega technical progressive death metal og gaf út nokkrar plötur, þar á meðal hina stórgóðu Colonizing the Sun. Tóndæmi: http://hem.passagen.se/theory/Colonizing%20The%20Sun.mp3 Sveitin sú var hins vegar sett á kaldan ís í kringum 2003 og upp úr ösku hennar varð til Scar Symmetry árið 2004, með Henrik Ohlson enn og aftur á...

Týr kemur til landsins - áritar í dag í verslun Smekkleysu kl 17 (13 álit)

í Metall fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Spread the word! Færeyska hljómsveitin Týr, sem á m.a. mest seldu plötu útgáfufyrirtæksis síns nú um þessar mundir, er að koma til landsins til að spila á fjórum tónleikum nú um helgina. Verða þeir á Paddy’s í keflavík á morgun fimmtudag, Græna Hattinum Akureyri á föstudaginn, Nasa laugardaginn og Hellinum á sunnudaginn á tónleikum fyrir alla aldurshópa. Sveitin kemur til landsins í dag og ætlar að kíkja við í Smekkleysu plötubúð, Laugavegi 35, kl 17:00 og spjalla við gesti og gangandi...

TÝR frá Færeyjum á Íslandi fyrstu helgina í okt (6 álit)

í Rokk fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Það er sannkölluð rokk helgi framundan þegar færeyska sveitin Týr kemur til Íslands í fyrsta sinn í fjögur ár! Það er ekki að ósekju, þar sem sveitinni hefur vaxið mjög ásmegin síðustu misseri og er nú með söluhæstu plötu útgáfufyrirtækis síns! Sveitin hefur hlotið hvern landvinninginn af fætur öðrum á tónleikasviðinu, eftir árangursrík tónleikaferðalög með m.a. Amon Amarth, Ensiferum, Korpiklaani, Turisas, Moonsorrow og Eluveitie og framkomu á mörgum af helstu metalfestivölum Evrópu....

Týr tónleikarnir - tónleikum bætt við og miðasala hefst (7 álit)

í Metall fyrir 15 árum, 7 mánuðum
TÝR á Íslandi í okt - miðasala hefst og tónleikum bætt við Miðasala á mini-tónleikaferðalag Týr fyrstu helgina í október hefst miðvikudaginn 24. september á eftirtöldum stöðum: Smekkleysu plötubúð í Reykjavík, Paddy’s og Hljómval Keflavík og Pennanum á Akureyri. Einnig hefur verið bætt við tónleikum við þetta tónleikaferðalag sveitarinnar, fimmtudaginn 2. október á tónleikastaðnum Paddy’s í Keflavík. Síðast en ekki síst hefur sveitin Shogun, sigurvegari músiktilrauna 2007, komið...

TÝR á íslandi fyrstu helgina í október - stórtónleikar á Nasa (21 álit)

í Metall fyrir 15 árum, 7 mánuðum
http://a225.ac-images.myspacecdn.com/images01/110/l_a3fb44204234800328f3b4773e36a8f8.jpg Fyrstu helgina í október er væntanleg til landsins færeyska sveitin Týr. Þetta verður í fimmta skiptið sem sveitin kemur til landsins, en eins og menn muna, þá sló hún hérna í gegn fyrir allnokkrum árum með laginu Ormurin langi. Mun sveitin spila hérna á þrennum tónleikum, einum á Akureyri og tveimur í Reykjavík, þar af stórtónleikum á NASA. Sveitin hefur aldeilis stækkað sinn aðdáendahóp síðan við...

Nýja platan með Evergrey - Torn - frábær (5 álit)

í Metall fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Ég hef lengi beðið eftir henni þessari. Nýja platan með Evergrey, Torn, er virkilega góð. Ég byrjaði að fylgjast með þessari sveit uppúr 1998, stuttu eftir að fyrsta platan með þeim kom út. Síðan þá hefur sveitin gefið út þónokkrar hljóðversplötur, en síðasta plata þeirra, Monday Morning Apocalypse, var ekki alveg nógu góð að mínu mati. Á henni höfðu þeir fengið til liðs við sig þekkta og dýra producera sem höfðu átt einhverjar hittara sveitir í gegnum tíðina (hvort að þeir hefðu unnið með...

Perla í USA að taka upp með Neil Kernon! Video dagbók online (4 álit)

í Metall fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Hljómsveitin Perla, sem er ein allra besta sveit að mínu mati á Íslandi nú um stundir, er að taka upp sína fyrstu plötu “Í tregafullum hljóm” í Bandaríkjunum as we speak. Gaurarnir komust í samband við Neil nokkurn Kernon, producer extraordinaire, í gegnum mig af öllum aðilum og eru að plumma sig vel núna í Chicago að taka upp í Rax Trax stúdíóinu þar. Fyrir þá sem ekki vita er Neil Kernon stórstjarna í producer heiminum. Hann hefur margsinnis verið tilnefndur til Grammy verðlauna og einnig...

The Germans are coming! Contradiction á Íslandi 11. - 14.07! (21 álit)

í Metall fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Contradiction spilar á þrennum tónleikum á Íslandi 11. - 14. júlí! http://static.metal-archives.com/images/2/3/2/7/2327_logo.jpg Ef Slayer, Kreator og Testament er eitthvað sem þú kallar gott kaffi, þá ættir þú ekki að láta þig vanta þegar þýska thrash metal sveitin Contradiction kemur til landsins um miðjan júlí. http://static.metal-archives.com/images/2/3/2/7/2327_photo.jpg Sveitin hefur mestmegnis flogið undir radarinn hjá alþjóðaþungarokkspressunni hingað til, en á síðustu misserum hefur...

Nýi Evergrey - 3 teaser trailerar komnir - slef.... (9 álit)

í Metall fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Þeir sem hafa eitthvað fylgst með Evergrey vita eflaust að nýi diskurinn heitir Torn. Hér er artworkið: http://www.evergrey.net/newmedia/EG-Torn.jpg Sveitin sagði skilið við Inside Out útgáfuna eftir útkomu síðustu plötu og nú hefur sveitin skrifað undir samning við SPV/Steamhammer útgáfufyrirtækið. Mun platan koma út í 2. viku september. Platan er hins vegar tilbúin og hafa drengirnir í bandinu útbúið 3 stk smá-trailera fyrir plötuna sem gefa til kynna vænta má. Eftir frekar óeftirminnilega...

Hljómsveitir: Nú er tækifærið! Díll við Nuclear Blast í boði! (57 álit)

í Metall fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Þýska risa metal labelið Nuclear Blast er með keppni í gangi í samvinnu við Myspace. Ef þú ert í hljómsveit, þá geturðu skráð hana til leiks í gegnum myspace og þannig átt möguleika á samningi við Nuclear Blast! Eða, eins og segir hérna: NUCLEAR BLAST RECORDS And MySpace Team Up For Worldwide Band Contest - May 5, 2008 Nuclear Blast Records is offering YOUR metal band the chance to sign a worldwide record deal! In a unique contest in collaboration with MySpace, unsigned metal bands from...

Eistnaflug 2008 - Lokalineup kynnt! Metal viðburður ársins! (29 álit)

í Metall fyrir 15 árum, 12 mánuðum
Drengirnir á bakvið Eistnaflug hafa gjörsamlega farið alveg með það. Rétt þegar maður hélt að þeir gætu ekki toppað line-up fyrri ára, þá gera þeir sér lítið fyrir og bóka erlent band á hátíðina. Til að bæta gráu ofan á svart, þá hafa þeir tilkynnt loka-lineup og þar er að finna eina helstu perlu íslenskrar rokksögu. Svo hefur Gussi “Sleepless in Reykjavik” búið til trailer fyrir þetta, þar sem þetta line-up er kynnt og má finna hann hérna: [youtube]http://www.youtube.com/watch?v=qGLNxfDcMFQ...

Mercenary - The Architect of Lies (nýja platan) (12 álit)

í Metall fyrir 16 árum, 1 mánuði
Já, þá er komið að því. Nýja meistaraverkið með Mercenary er við það að líta dagsins ljós. The Architect of Lies heitir nýja platan með dönunum frá Álaborg og verður gefin út af Century Media á næstu dögum (17. mars í Danmörku, og nokkrum dögum síðar annars staðar í Evrópu). Þetta er fimmta hljóðversplata Mercenary í fullri lengd, og fylgir í kjölfarið á síðustu plötu þeirra, The Hours That Remain. Ég er líklega búinn að hlusta á þessa plötu 10 sinnum síðan ég fékk hana í hendur fyrir...

I ADAPT - KVEÐJUTÓNLEIKAR > TÞM >> LAU. 2. FEB (14 álit)

í Rokk fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Þetta verða rosalegustu tónleikar sem haldnir hafa verið í TÞM. Ef salurinn á ekki eftir að verða alveg pakkfullur, er eitthvað að. Ein mikilvægasta sveit íslenskrar tónlistarsögu er að hætta og 2. febrúar verða þeir með kveðjutónleika í TÞM, fyrir alla aldurshópa. Frá mínum persónulegu bæjardyrum séð er þetta mikill sorgarviðburður því þó svo ég hlusti ekki á hardcore sjálfur svona að staðaldri, þá hefur I Adapt fyrir löngu náð mínum hjartarætum. Tónlist þeirra er svo intense, en jafnframt...

Wacken 2008 - hópferð! - Miðar að verða uppseldir (27 álit)

í Metall fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Wacken Open Air er ein elsta og þekktasta þungarokkshátíð Þýskalands, sem dregur að sér á hverju ári mörg þúsund manns frá öllum heimshornum. Hátíðin, sem haldin er í smábænum Wacken í Norður-Þýskalandi, er þriggja daga löng hátíð og fer fram dagana 31. júli - 2. ágúst. Spilað er á fimm sviðum, þar af 3 aðalsvið og tvö minni. Wacken er stórglæsileg hátíð, þar sem aðbúnaður, aðstaða, öryggi og almenn framkvæmd og utanumhald er til fyrirmyndar. Það kom því ekki á óvart að hátíðin var tilnefnd...

I ADAPT - KVEÐJUTÓNLEIKAR > TÞM >> LAU. 2. FEB (30 álit)

í Metall fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Þetta verða rosalegustu tónleikar sem haldnir hafa verið í TÞM. Ef salurinn á ekki eftir að verða alveg pakkfullur, er eitthvað að. Ein mikilvægasta sveit íslenskrar tónlistarsögu er að hætta og 2. febrúar verða þeir með kveðjutónleika í TÞM, fyrir alla aldurshópa. Frá meistara Birki, söngvara I Adapt: Bara svo rétt til að láta ykkur vita því að við viljum ekki að þú missir af þessu á eftir allt sem undan er gengið. Þú verður þarna. Metal or not… viljum sjá þig þarna. Kveðjumst með stæl, öll...

Powerwolf, eitt bandanna á Wacken 2008 (9 álit)

í Metall fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Var að tékka á þessu bandi, svona í ljósi að þeir eru að fara að spila á Wacken og ég hafði ekki heyrt í þeim áður. Þetta band er frá Rúmeníu og á matseðlinum er heavy metal, í powermetal stíl. Bandið hefur gefið út 2 plötur, á Metal Blade útgáfunni og virðast vera að gera góða hluti. Þeir hafa verið að túra með sveitum eins og Gamma Ray, Grave Digger og Candlemass síðustu 1-2 ár eða svo. Eitt sem gerir bandið svolítið sérstakt er að það er organ spilari í sveitinni og hlutar af nýjustu...

Darknote - Let the Hype begin! (52 álit)

í Metall fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Fyrir nokkrum misserum kom fram á sjónarsviðið hljómsveit nokkur sem var að kynna ný demólög sem hún hafði soðið saman. Darknote heitir sú sveit. Viðbrögðin létu ekki á sér standa á gullhamrar dundu á bandinu, líklega bandinu sjálfu mestu á óvart, enda kannski ekki búið sig undir að svo vel hefði verið tekið undir. Þessi sveit er skipuð meðlimum sem eru á bilinu 25 - 29 ára, þannig að hér eru engir aukvísar á ferðinni og eðlilegt að lagasmiðar og hljóðfæraleikur sé þroskaður. Ekki þekki ég...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok