Ég hef lengi beðið eftir henni þessari. Nýja platan með Evergrey, Torn, er virkilega góð.

Ég byrjaði að fylgjast með þessari sveit uppúr 1998, stuttu eftir að fyrsta platan með þeim kom út. Síðan þá hefur sveitin gefið út þónokkrar hljóðversplötur, en síðasta plata þeirra, Monday Morning Apocalypse, var ekki alveg nógu góð að mínu mati. Á henni höfðu þeir fengið til liðs við sig þekkta og dýra producera sem höfðu átt einhverjar hittara sveitir í gegnum tíðina (hvort að þeir hefðu unnið með Britney Spears… man það ekki alveg). Sú plata hljómaði mjög vel, en var með ákveðinn commercial brag á sér sem féll ekki alveg vel í skautið hjá mér.

Drengirnir losuðu sig við þessa óþurftar producera og stýrðu upptökum á nýju plötunni sjálfir. Útkoman er frábær.

Sándið er frábært og lögin sparka vel í rassa. Eitt sterkasta vígi sveitarinnar er söngvarinn Tom Englund sem er með rödd í sérklassa. Ótrúlega tilfinningaríkur söngvari sem tekst alltaf að syngja dramatíska kafla vel.

Þetta er ekki umsögn í sjálfu sér, ég þarf að melta þetta betur fyrst, heldur svona heads up skrifelsi hjá mér. Öll platan liggur nefnilega til hlustunar á myspace svæði sveitarinnar.

http://www.myspace.com/officialevergrey

Ef menn vilja upplifa þá í betri hljómgæðum en myspace býður uppá, þá er bara að leita að plötunni á netinu.
_________________
Resting Mind concerts