W:O:A METAL BATTLE - ICELAND - Sveitir tilkynntar Þessa tilkynningu má sækja hér í pdf formati

Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle - á Íslandi

Í ár verður í fyrsta sinn haldin á Íslandi undankeppni fyrir alþjóðlegu hljómsveitakeppnina Wacken Metal Battle. Wacken er nafnið á litlum smábæ í Norður-Þýskalandi sem á hverju sumri umturnast í einn allsherjar risa þungarokksbæ þegar Wacken : Open : Air hátíðin er haldin. Fyrstu helgina í ágúst þjarka þar inn fyrir bæjarmörkin 70.000 gestir hvaðanæva úr heiminum til að hlusta á kanónur þungarokksins spila. Í ár er svo komið að hátíðin verður haldin í 20. skiptið og því verður mikið um dýrðir.

Logo Metal Battle - http://www.hivenet.is/restingmind/pics/MetalBattle/mb-small.jpg

Á síðustu árum hafa skipuleggjendur hátíðarinnar gefið fjöldanum öllum af ungum og efnilegum hljómsveitum tækifæri til að koma og spila á þessari hátíð. Í því skyni settu þeir á laggirnar hljómsveitakeppnina Wacken Metal Battle árið 2004. Sigursveit keppninnar hlýtur m.a. að launum hljómplötusamning fyrir allan heiminn, magnara, trommusett og fullt af öðrum græjum og auðvitað heiðurinn af því að spila að ári fyrir mörg þúsund manns á mun betri stað í prógramminu. Þeim er auk þess boðið að spila á hinum ýmsum undankeppnum næstu Metal Battle keppni út um allan heim!

Í ár munu 20 þjóðir halda undankeppnir í sínu landi. Sigursveit hvers lands fyrir sig fær svo þátttökurétt í lokakeppninni sjálfri á Wacken hátíðinni í ágúst.

Fyrirkomulag keppninnar - erlend aðkoma
Hljómsveitir senda inn umsókn um að fá að vera með, og fer sérstök nefnd yfir umsóknirnar og velur 7 sveitir til að taka þátt í keppninni. Einungis eitt kvöld verður haldið, ólíkt öðrum hljómsveitakeppnum sem farið hafa fram hér á landi.

Cover af Aardschok - http://www.hivenet.is/restingmind/pics/MetalBattle/Aardschok.jpg

Í keppninni sjálfri mun dómnefnd sjá um að velja sigurvegara en í henni verður m.a. blaðamaður frá einu stærsta metal-tímariti Evrópu, Aardschok magazine. Aukinheldur er sá aðili með sitt eigið bókunar- og umboðsskrifstofufyrirtæki, sem sér um að bóka tónleika fyrir fjöldann allan af hljómsveitum sem eiga leið um Benelux löndin á tónleikaferðalögum sínum. Einnig sér fyrirtækið hans um skipulagningu eins stærsta rokkfestivals Hollands, Arnhem Metal Meeting.

Sannarlega kanóna hér á ferð og það er því ekki annað hægt að segja en að vera þessa manns hér er mikill fengur fyrir þær sveitir sem hann á eftir að berja augum. Möguleikar sveitanna til að láta á sér kræla á einum stærsta markaði þungarokks í heiminum, Evrópu, munu ekki gera neitt annað en að aukast.

Wacken Open Air
Wacken er stórglæsileg hátíð, þar sem aðbúnaður, aðstaða, öryggi, almenn framkvæmd og utanumhald er til fyrirmyndar. Það kom því ekki á óvart að hátíðin hlaut Live Entertainment Awards verðlaunin í flokknum Festival of the Year í Þýskalandi í fyrra.

Slíkt er sérlega eftirtektarvert í ljósi þess að um 500 tónlistarhátíðir eru haldnar í landinu á ári hverju. Það hefur verið uppselt á þessa hátíð síðan 2006 og fyrir hátíðina í ár var svo komið að það var þegar orðið uppselt á hana um síðustu áramót - heilum 7 mánuðum áður en hátíðin er haldin (fyrstu helgina í ágúst).

Uppselt á Wacken - http://www.hivenet.is/restingmind/pics/MetalBattle/Wacken09_sold_out.jpg

Tímasetning og staðsetning keppninnar
Keppnin verður haldin laugardaginn 18. apríl 2009 í tónleikasal tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar í Reykjavík (TÞM), sem er mjög viðeigandi fyrir þessa hátíð, þar sem staðurinn hýsir æfingarhúsnæði fyrir margar helstu grasrótarhljómsveitir bæjarins. Er aðgangur opinn öllum aldurshópum.

Hljómsveitir valdar
Hljómsveitir sem áhuga höfðu á að taka þátt í keppninni sendu inn umsóknir og hefur sérstök valnefnd farið yfir þær og valið sjö hljómsveitir fyrir undankeppnina. Þær eru í stafrófsröð:

Beneath
Celestine
Diabolus
Gone Postal
Perla
Severed Crotch
Wistaria


Þetta eru sannarlega þungavigtarsveitir í íslensku þungarokki og því verður fróðlegt að sjá hver þessara sveita verður fulltrúi Íslands á Wacken 2009.

—————————————–

Upplýsingar um þátttökuhljómsveitirnar

Nafn sveitar: BENEATH

Mynd af sveitinni - http://www.hivenet.is/restingmind/pics/MetalBattle/Beneath.jpg

Meðlimir:
Söngur - Gísli
Gítar - Jóhann Ingi
Gítar - Unnar
Bassi - Gísli Rúnar
Trommur - Ragnar

Lýsing: Teknískt dauðarokk
Sveitin var stofnuð veturinn 2007-08 og hefur á að skipa meðlimum úr m.a. Sororicide, Changer, Atrum og Diabolus. Hún hlaut frumraun sína á sviði í byrjun 2009 þegar hún hitaði upp fyrir Black Dahlia Murder og í kjölfarið kláraði hún upptökur á 4 laga promo sem tekið var upp í Stúdíó Fossland af gítarleikaranum Jóhanni Inga. Hefur því verið gríðarlega vel tekið.

Heimasíða: www.myspace.com/beneathdeathmetal

————————-

Nafn sveitar: CELESTINE

Mynd af sveitinni - http://www.hivenet.is/restingmind/pics/MetalBattle/Celestine.jpg

Meðlimir:
Söngur - Axel Ragnar Lúðvíksson
Gítar - Joseph Cosmo Muscat
Gítar - Ómar Örn Ómarsson
Bassi - Arnar Már Ólafsson
Trommur - Erling Bang

Lýsing: Tilraunakennt hardcore noise
Sveitin var stofnuð 2006 í Reykjavík. Á ferlinum hefur sveitin spilað á m.a. Iceland Airwaves og einnig þónokkuð mikið erlendis, m.a. á dönsku Spot hátíðinni. Þeir hafa hitað upp fyrir fjöldann allan af erlendum sveitum á Íslandi. Á árinu 2008 gáfu þeir út tvær breiðskífur, At the Borders of Arcadia og This Home Will be our Grave og split útgáfa með þýska bandinu Actress er væntanleg snemma á árinu.

Heimasíða: www.myspace.com/celestinemusic

————————-

Nafn sveitar: DIABOLUS

Mynd af sveitinni - http://www.hivenet.is/restingmind/pics/MetalBattle/Diabolus.jpg

Meðlimir:
Söngur - Egill Liljar Egilsson
Gítar - Úlfur Orri Pétursson
Gítar - Marvin Einarsson
Bassi - Gísli Rúnar Guðmundsson
Trommur - Magnús Skúlason

Lýsing: Dauðarokk
Sveitin var stofnuð 2005 af Gísla og Úlfi en sveitin er í dag skipuð meðlimum sem m.a. koma úr Beneath, Severed Crotch og Svartadauða. Sveitin hefur spilað á mörgum tónleikum á ferli sínum, tvisvar á Eistnaflugshátíðinni og hitað upp fyrir erlendu böndin Zero Hour og Týr. 2008 var fyrsta demóið þeirra gefið út, EP diskurinn Inhumane og nýttu drengirnir sér Eistnaflugshátíðina sem útgáfutónleika við góðan orðstír.

Heimasíða: www.myspace.com/diaboliciceland

————————-

Nafn sveitar: Gone Postal

Mynd af sveitinni - http://www.hivenet.is/restingmind/pics/MetalBattle/Gone_Postal.jpg

Meðlimir:
Söngur - Tobbi
Gítar / Söngur - Nökkvi
Gítar - Haukur
Bassi - Ævar
Trommur - Stefán

Lýsing: Dauðarokk / Grindcore
Sveitin var stofnuð 2006 og hljóðritaði EP demóið In the Depths of Despair 2007 sem þeir settu eingöngu á vefinn. 2008 var demóið tekið upp aftur í betri gæðum með fleiri lögum og var samnefnd plata gefin út í desember 2008. Var henni gríðarlega vel tekið og hafnaði hún ofarlega á árslistum. Hefur sveitin hitað upp fyrir erlendu sveitirnar Misery Index og Týr og spilað á Eistnaflugshátíðinni ásamt því að spila mörgum sinnum á tónleikum í Reykjavík.

Heimasíða
: www.myspace.com/gonepostalmetal

————————-

Nafn sveitar: Perla

Mynd af sveitinni - http://www.hivenet.is/restingmind/pics/MetalBattle/Perla.jpg

Meðlimir:
Söngur - Elvar
Gítar - Davíð
Gítar - Steini
Bassi - Hilmir
Trommur - Ási

Lýsing: Progressive Metal
Sveitin var stofnuð uppúr 2006 og hefur síðan látið mikið að sér kveða. Þeir sigruðu í undankeppni Global Battle of the Bands á Íslandi 2006 og hafa á live-ferli sínum hitað upp fyrir Týr á Íslandi, spilað á Iceland Airwaves og á NXNE í Toronto. 2008 hélt bandið utan til BNA til að taka upp sína fyrstu plötu með Grammy-upptökustjóranum Neil Kernon (sem unnið hefur með m.a. Cannibal Corpse, Nile, Queenryche, Hall & Oates og mun fleirum). Á sú plata eftir að líta dagsins ljós.

Heimasíða: www.myspace.com/musicperla

————————-

Nafn sveitar: Severed Crotch

Mynd af sveitinni - http://www.hivenet.is/restingmind/pics/MetalBattle/Severed_Crotch.jpg

Meðlimir:
Söngur - Ingólfur Ólafsson
Gítar - Kjartan Valur Konráðsson
Gítar - Ingvar Sæmundsson
Bassi - Þórður ‘Tóti’ Pétursson
Trommur - Gunnar Þór Einarsson

Lýsing: Teknískt dauðarokk
Sveitin var stofnuð 2004 úr ösku tveggja banda Lack of Trust og Nocturn. Sveitin gaf út EP plötuna Soul Cremation 2007 og hljóðritaði svo 3 laga promo disk síðar sama ár. Á sínum 5 ára ferli hefur hún áunnið sér stóran aðdáendahóp og verið þekkt fyrir gríðarlega þétta tónleikaframmistöðu. Hefur sveitin hitað upp fyrir fjöldann allan af erlendum sveitum, m.a. Amon Amarth, Municipal Waste, Rotting Christ, Finntroll, Mercenary, Burnt By the Sun, Zero Hour og einnig sjálfa Cannibal Corpse.

Heimasíða: www.myspace.com/severedcrotch

————————-

Nafn sveitar: Wistaria

Mynd af sveitinni - http://www.hivenet.is/restingmind/pics/MetalBattle/Wistaria.jpg

Meðlimir:
Söngur - Steinar Ólafsson
Gítar - Davíð Valdimar Valsson
Gítar - Sigurbjörn Gauti Rafnsson
Bassi - Arnar Ástvaldsson
Trommur - Sindri Snær Thorlacius

Lýsing: Melódískt dauðarokk / metalcore
Sveitin var stofnuð í kringum 2006 úr ösku Metallica ábreiðusveitarinnar Dispatch. Nafnið þá var Odium en við innkomu Sindra á trommum var nafninu breytt í Wistaria. Sveitin hefur verið að koma mjög sterk inn í senuna síðastliðið ár, sérstaklega eftir að hún gaf út EP plötuna Beneath the Wistaria í fyrra og hitaði hún upp fyrir The Black Dahlia Murder í byrjun ársins.

Heimasíða: www.myspace.com/wistariatheband

- HORNS UP!
Resting Mind concerts