Þeir sem hafa eitthvað fylgst með Evergrey vita eflaust að nýi diskurinn heitir Torn. Hér er artworkið:

http://www.evergrey.net/newmedia/EG-Torn.jpg

Sveitin sagði skilið við Inside Out útgáfuna eftir útkomu síðustu plötu og nú hefur sveitin skrifað undir samning við SPV/Steamhammer útgáfufyrirtækið. Mun platan koma út í 2. viku september. Platan er hins vegar tilbúin og hafa drengirnir í bandinu útbúið 3 stk smá-trailera fyrir plötuna sem gefa til kynna vænta má.

Eftir frekar óeftirminnilega plötu síðast, Monday Morning Apocalypse, er ekki hægt að segja annað en að þessi tóndæmi gefa alveg risa fiðring fyrir það sem koma skal. Aðdáendur á blogginu þeirra halda líka vart vatni yfir þessu og það er ekkert skrítið, því þetta er alveg kickass efni og nokkuð greinilegt að Evergrey ætla að láta finna fyrir sér með þessari plötu.

Tékkið á þessum trailerum:

Evergrey Trailer “Torn” March edition:
http://vids.myspace.com/index.cfm?fuseaction=vids.individual&videoid=29405516

Evergrey Trailer “Torn” April edition:
http://vids.myspace.com/index.cfm?fuseaction=vids.individual&videoid=31449900

Evergrey Trailer “Torn” May edition:
http://vids.myspace.com/index.cfm?fuseaction=vids.individual&videoid=34186824


September getur ekki komið nógu fljótt……..
Resting Mind concerts