Þetta verða rosalegustu tónleikar sem haldnir hafa verið í TÞM. Ef salurinn á ekki eftir að verða alveg pakkfullur, er eitthvað að. Ein mikilvægasta sveit íslenskrar tónlistarsögu er að hætta og 2. febrúar verða þeir með kveðjutónleika í TÞM, fyrir alla aldurshópa.

Frá mínum persónulegu bæjardyrum séð er þetta mikill sorgarviðburður því þó svo ég hlusti ekki á hardcore sjálfur svona að staðaldri, þá hefur I Adapt fyrir löngu náð mínum hjartarætum. Tónlist þeirra er svo intense, en jafnframt svo “real” og það er ekkert kjaftæði í gangi. Það er líka nokkuð merkilegt held ég bara að I Adapt er líklega ötulusta extreme music hljómsveit Íslands, þar sem sveitin hefur farið allnokkrum sinnum til útlanda á tónleikaferðalög, þar af þónokkrum sinnum til Bandaríkjanna.

Það er því ekki að ósekju að þónokkrir erlendir aðdáendur sveitarinnar hafa einmitt tilkynnt komu sína til landsins til að upplifa þessa tónleika.

Frá meistara Birki, söngvara I Adapt:

“Bara svo rétt til að láta ykkur vita því að við viljum ekki að þú missir af þessu á eftir allt sem undan er gengið. Þú verður þarna. Metal or not… viljum sjá þig þarna.

Kveðjumst með stæl, öll á sinn hátt. Það hefur alltaf verið staður fyrir þig á I Adapt tónleikum. Let's make today legendary…”

I Adapt til fulltingis á þessum sveitum verða sveitirnar Gavin Portland og Dys.

Athugið að það kostar bara 500 kall inn á þessa tónleika!! Tónleikarnir hefjast kl 20:00
Resting Mind concerts