Mercenary - The Architect of Lies (nýja platan) Já, þá er komið að því.

Nýja meistaraverkið með Mercenary er við það að líta dagsins ljós. The Architect of Lies heitir nýja platan með dönunum frá Álaborg og verður gefin út af Century Media á næstu dögum (17. mars í Danmörku, og nokkrum dögum síðar annars staðar í Evrópu).

Þetta er fimmta hljóðversplata Mercenary í fullri lengd, og fylgir í kjölfarið á síðustu plötu þeirra, The Hours That Remain. Ég er líklega búinn að hlusta á þessa plötu 10 sinnum síðan ég fékk hana í hendur fyrir nokkrum dögum og eins og vanalega tekur duglegan tíma að brjóta í gegnum hinn mikla lagskipta hljóðvegg sem sveitin skapar með tónlist sinni. Að mínu mati eru fáar sveitir sem gera eins flottar melódíur og Mercenary, því þær ná alveg að rista djúpt og kalla fram gæsahúð. Söngrödd Mikkel Sandager vegur þar þungt, því hann er án nokkurs efa einn besti söngvarinn í metalnum í dag.

Á þeim nótum, þá hefur orðið sú breyting á tónlist þeirra frá síðustu plötu, að nú er kominn growlari aftur í bandið, þannig að vocallinn minnir meira á vocalinn frá 11 Dreams, en Rene Pedersen bassaleikari sér um growlin. Mikkel tók það að sér líka á The Hours, en hann er fyrst og fremst clean söngvari. Rene er miklu kraftmeiri og söngurinn er því í heildina orðinn aggressífari.

En já, melódíurnar… Þeir sem þekkja til bandsins vita hvað ég er að tala um þegar ég vitna til melódíanna í lögum eins og “Screaming from the Heavens”, “11 Dreams”, “Lost Reality” og “The Hours The Remain” - allt gæsahúðarlög. Á þessari plötu er það lagið “Embrace the Nothing” sem kallar fram gæsahúðina. Í laginu er að finna frábæra melódíu sem nær hámarki í sólóinu (sem byrjar við 3.15). Það sóló er með því eftirminnilegra sem ég man eftir í langan tíma og það er svo soulful að það er engu líkara en að það segi heila sögu. Fyrri parturinn lýsir einhverju sorglegu (það er eins og gítarinn hljómi eins og grátur), svo kemur uppgjör og í endinn er allt orðið mun bjartara, með frábæru innskoti hljómborðsins. Ég tek það fram að ég er alls ekki vanur að heyra eitthvað svona í sólóum almennt. Þetta bara stood out hjá mér. Frábært lag alveg.

Annars eru góðir hlutir að gerast hjá Mercenary núna. Sveitin er að spila á Wacken í annað sinn núna í sumar, og núna í mars mun sveitin hita upp fyrir goðin í Megadeth. Í apríl mun sveitin fara á Evróputúr með Death Angel og í sumar er sveitin einnig að spila á fullt af festivölum í Evrópu.

Þar að auki hafa drengirnir hent inn allri plötunni á myspaceið sitt, þannig að menn geta svalað þorsta sínum þar!

http://www.myspace.com/mercenarydenmark

Umsagnirnar eru líka byrjaðar að koma inn og það er ekki annað hægt að segja “godt gået”.

Metal-archives.com 98/100 “…Denmarks metal scene is really starting to shine and Mercenary are definetly leading the pack …”

LordsofMetal.nl 88/100 “…the way aggression, melody and emotion are being combined is impressive…”

Reviewbusters.net 10/10 “…Architect of Lies is one of the first must own albums of the year…”

BurnYourEars.de 9/10 “…Never Change A Winning Team…”

Music-scan.de 8,5/10 Album of the week

Vampire-magazine.com N/A “…things are still growing and growing for Mercenary and the end is not in sight! …”

Fyu.deathmetal.be 96/100 “…“Embrace the nothing”, “Isolation” and “I am lies” are all instant classics as far as I’m concerned. …”."

Tékkið á þessu hérna: http://www.mercenary.dk/media_reviews_aol.php

Ef þú tékkar ekki á þessu plötu, þá geturðu barasta ekki kallað þig metalhaus! hehe (nei, ég segi svona, ég er ekki svo þröngsýnn, en þið vitið hvað ég er að fara)

Þorsteinn
Resting Mind concerts