Powerwolf, eitt bandanna á Wacken 2008 Var að tékka á þessu bandi, svona í ljósi að þeir eru að fara að spila á Wacken og ég hafði ekki heyrt í þeim áður.

Þetta band er frá Rúmeníu og á matseðlinum er heavy metal, í powermetal stíl. Bandið hefur gefið út 2 plötur, á Metal Blade útgáfunni og virðast vera að gera góða hluti. Þeir hafa verið að túra með sveitum eins og Gamma Ray, Grave Digger og Candlemass síðustu 1-2 ár eða svo. Eitt sem gerir bandið svolítið sérstakt er að það er organ spilari í sveitinni og hlutar af nýjustu plötunni voru teknir upp í gamalli kapellu frá 13. öld.

http://www.myspace.com/powerwolfmetal

Nýja platan frá þessu bandi hefur greinilega verið að gera góða hluti, því hún hefur verið að fá alveg þrusu dóma, eins og þetta litla plagg segir til um:

http://www.powerwolf.net/press_web.jpg

Þetta er alveg kickass plata. Ég er farinn að skilja þetta háa einkunnaskor hérna að ofan.

Ég fæ alveg sterkan WASP, Crimson Idol fíling af þessari plötu, kannski ekki beint af lögunum, heldur hvernig söngvarinn syngur og hvernig mér líður við að hlusta á þetta samanborið við hvaða áhrif Crimson Idol hafði á mann á sínum tíma. Þetta er HEAVY METAL með stórum stöfum. Lögin eru svona anthemic og ekta svona bang your head metal… Öll lögin alveg geðveikislega grípandi.

Þið getið séð mynd af bandinu hérna:

http://www.powerwolf.net/html/Bilder/visual/Press/Lupus%20dei/p5.jpg
Resting Mind concerts